Lifir í tíu sekúndur í einu

Jonathan Duffy kúventi lífi sínu síðasta haust og flutti 15 þúsund kílómetra þvert yfir hnöttinn frá Ástralíu til Íslands. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika en hann lagði öll spil á borðið á dögunum og hélt Ted-fyrirlestur um reynslu sína.

Jonathan Duffy á einu uppistandi sínu
Jonathan Duffy á einu uppistandi sínu
Auglýsing

Ástr­alski grínist­inn og uppi­stand­ar­inn Jon­athan Duffy flutti til Íslands síð­asta haust og hefur á þessum stutta tíma náð að skapa sér nafn í grín­heimum og myndað góð tengsl á Íslandi. Hann hélt Ted-­fyr­ir­lestur í Reykja­vík á dög­unum þar sem hann fjall­aði um að ganga í gegnum erf­iða tíma í líf­inu og þá ákvörðun að reyna á einum tíma­punkti að enda líf sitt. 

Hann lýsir því í fyr­ir­lestr­inum að þrátt fyrir að vegna vel í líf­inu og að vera far­sæll þá líði honum alltaf illa og hann segir frá aðferðum sem hann notar til að kom­ast í gegnum dag­inn. Kjarn­inn sett­ist niður með þessum brosmilda og við­kunna­lega manni til að spjalla um þær örlaga­ríku ákvarð­anir sem lífið hefur leitt hann til að taka. 

Hljóm­aði of „sam­kyn­hneigð­ur“

Áður en Jon­athan flutt­ist til Íslands var hann kab­ar­ett skemmti­kraftur og grínisti í Ástr­al­íu. Hann lifði á því að koma fram opin­ber­lega en hann lærði leik­list á yngri árum. Hann segir að hann hafi alltaf vitað að hann yrði aðal­leik­ar­inn. Hann vildi verða dramat­ískur leik­ari en hann segir að vegna þess að hann hafi hljó­mað „sam­kyn­hneigð­ur“ þá hafi hann ekki almenni­lega fengið að láta ljós sitt skína sem alvar­legur leik­ari. „Þeir gáfu mér ekki tæki­færi til að leika þannig hlut­verk. En ég veit að ég get gert það,“ segir Jon­athan og bros­ir.

Auglýsing

Í stað­inn leidd­ist hann óvart út í það að vera uppi­stand­ari. Hann seg­ist hafa verið að læra að leika trúð 19 ára gam­all en að það hafi ekki gengið vel í byrj­un. „Ég stóð mig ekki vel, ef ég á að vera hrein­skil­inn,“ segir Jon­ath­an. Hann tók trúð­inn of alvar­lega og hann hélt að hann vissi allt um lífið og heim­inn. Hann seg­ist þó hafa fengið góða leið­sögn. Vin­kona hans hafi hjálpað honum að skrifa fyrsta uppi­standið sitt og látið hann fá heima­nám; að eyða tíma með alvöru fólki og horfa á fréttir og finna út hvað er að ger­ast í þessum heimi. „Ég pru­faði síðan aftur að hafa uppi­stand tveimur vikum síðar og ég var betri. Og ég naut þess að vera á svið­i,“ segir hann og síðan hefur hann ekki hætt. Hann seg­ist ítrekað leita aftur í uppi­stand­ið.

Vildi ekki lifa lengur

Mán­uð­irnir áður en Jon­athan flutti til Íslands síð­asta haust voru mjög erf­iðir fyrir hann og örlaga­rík­ir. Röð áfalla, þar á meðal erf­iður skiln­að­ur, olli því að van­líðan hans jókst yfir í svo erfitt ástand að hann vildi ekki lifa leng­ur. 

Ég man ekki hve langur tími leið þangað til ég vakn­aði aftur og upp­götv­aði að ég væri ekki dáinn

Hann tók þá ákvörðun að enda líf sitt. Þetta gerð­ist á köldum föstu­degi í Mel­bo­urne þar sem hann seg­ist hafa útbúið bað, drukkið heila vín­flösku og gleypt ógrynni svefn­taflna. 

„Ég man ekki hve langur tími leið þangað til ég vakn­aði aftur og upp­götv­aði að ég væri ekki dáinn,“ segir hann. Hann náði að fara upp úr baðkar­inu til þess að kasta upp töfl­unum og upp í rúm að sofa. Hann segir að dag­inn eftir hafi honum liðið baga­lega og séð mikið eftir því sem gerst hafði. En þrátt fyrir eft­ir­sjá þá leið honum ekki bet­ur. En hann segir að hann hafi þó vitað að dauð­inn væri ekki lengur mögu­leik­i. 

Ísland varð fyrir val­inu

Jonathan DuffyHann bjó í Mel­bo­urne á þessum tíma. Í stað þess að fara suður aftur eftir skiln­að­inn til fjöl­skyldu sinn­ar, þar sem hann ólst upp, þá tók hann þá hvat­vísu ákvörðun að flytja til Íslands. „Ég var líka alveg að verða þrí­tugur og ég hugs­aði með mér að hvenær hefði ég betra tæki­færi til að ferð­ast og láta verða af þessu?“ segir Jon­ath­an. Hann segir að hann hafi alltaf dreymt um að búa ann­ars staðar en í Ástr­alíu en að hann hafi alltaf verið bund­inn öðrum og þar af leið­andi aldrei látið verða af því. 

En af hverju ákvað hann að flytja þvert yfir hnött­inn á þessum tíma­punkti? Hann segir að ástæðan sé sú að hann hafi notið sín mikið á Íslandi þegar hann heim­sótti landið árið 2011 með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um. „Ég hugs­aði með mér að þetta væri staður sem ég vildi búa á,“ bætir hann við. 

Hann átti eina vin­konu á Íslandi sem hann kynnt­ist á ferða­lagi sínu 2011. Hann hafði sam­band við hana þegar hann var búinn að taka þá ákvörðun að flytja til Íslands og hún hjálp­aði honum að koma sér fyr­ir.

Það verður að hafa fyrir því að kom­ast inn í svo lítið sam­fé­lag

Hann segir að reynsla sín sem maki læknis í litlu sam­fé­lagi í Ástr­alíu hafi und­ir­búið hann vel fyrir að búa á Íslandi. „Ég lærði hvernig eigi að kom­ast inn í sam­fé­lag þegar maður er utan­að­kom­and­i,“ segir hann. 

Það sem ég hef lært er að þú verður sjálfur að sýna frum­kvæði. Þú verður að fara út og hitta fólk og vera jákvæður

Útlend­ingar koma til Íslands og mörgum líður ekki vel, að sögn Jon­athans. Hann telur að margir hverjir hafi ákveðnar vænt­ingar um Ísland og Íslend­inga sem stand­ast síðan ekki. Honum finnst að fólk verði að gera sér grein fyrir því að þegar það flytur til ann­arra landa þá verði það að hafa fyrir því að kom­ast inn í sam­fé­lag­ið. Það þarf að leggja mikið á sig til að kynn­ast öðrum og skyldan liggur hjá ein­stak­ling­unum sjálf­um. „Það sem ég hef lært er að þú verður sjálfur að sýna frum­kvæði. Þú verður að fara út og hitta fólk og vera jákvæð­ur,“ segir hann. Þetta hefur hjálpað honum mikið við að kom­ast inn í íslenskt sam­fé­lag. 

Er munur á húmor milli land­anna tveggja?

Jon­athan seg­ist iðu­lega fá þá spurn­ingu hver mun­ur­inn sé á húmor Íslend­inga og Ástr­a­la. Hann segir að íslenskt grín byggi og treysti á orðin sjálf; á tungu­málið sjálft. Í gríni á ensku sé frekar byggt á því sem ekki er sagt. Þannig seg­ist hann líka nota þagnir í uppi­standi sínu til að segja sögu og tíma­setn­ing orð­anna er mjög mik­il­væg að hans mati.

Jonathan Duffy á uppistandinu IcetraliaHann telur að íslenskur og ástr­alskur húmor sé mjög lík­ur. Hann segir að húmor­inn sé frekar svart­ur. Íslend­ingar og Ástr­alir taki sig heldur ekki of alvar­lega, þeir séu báðir á vissan hátt ein­angr­aðir frá öðrum sam­fé­lögum og að þeir búi við skrítnar land­fræði­legar aðstæð­ur. Hann segir að þrátt fyrir þessi lík­indi milli menn­ing­anna tveggja þá séu einnig hlutir sem séu mis­mun­andi. Hann segir að Ástr­alir eigi auð­velt með að lenda í átökum en Íslend­ingar síð­ur. Hann telur ástæð­una vera mann­mergðin í Ástr­alíu og stærð sam­fé­lags­ins. 

Hann segir að hingað til hafi grínið hans virkað vel á Íslandi og að heima­menn hafi tekið vel á móti honum og hans húmor. 

Gróska í uppi­standi á Íslandi

Jon­athan hefur oft verið með uppi­stand á Gauknum á mánu­dögum en þá er svo­kall­aður ensku­mæl­andi „op­inn-­mæk“. Hann segir að mikil gróska sé í uppi­standi á Íslandi. Hann seg­ist jafn­vel sjálfur sjá mun síðan hann kom til lands­ins. „Þetta er eitt af þeim stút­fullu kvöldum sem hægt er að upp­lifa í gríni á Ísland­i,“ segir hann og bætir því við að á hverju mánu­dags­kvöldi sé smekk­fullt út úr dyrum en bæði Íslend­ingar og ferða­menn taki þátt í kvöld­un­um. 

Það er svo hressandi að vera fyrir framan áhorf­endur sem eru mann­legir og gera sér grein fyrir því að það sé ekki verið að reyna að móðga neinn

Hann segir að sömu áheyr­endur sæki í að horfa á uppi­stand sem getur bæði verið kostur og galli. Kost­ur­inn við það sé að ákveð­inn kjarni mynd­ast og áheyr­endur verða aðdá­end­ur. Gall­inn sé sá að það er erfitt að finna stöðugt upp á nýju efni í hverri viku. Það sé eig­in­lega ekki hægt. 

Íslend­ingar hressi­lega mann­legir

Jon­athan telur að vegna þess að Íslend­ingar og Ástr­alir taki sig ekki of alvar­lega og móðg­ist ekki auð­veld­lega þá eigi þessar tvær þjóðir vel sam­an. „Ég elska þessa eig­in­leika hjá fólki á Ísland­i,“ bætir hann við. Það sé hægt að segja nán­ast hvað sem er. „Ís­lenskir áhorf­endur eru hressi­lega mann­leg­ir,“ segir hann og hlær. 

„Það er svo gott að vera fyrir framan áhorf­endur sem eru mann­eskju­legir og sem gera sér grein fyrir því að það sé ekki verið að reyna að móðga neinn,“ segir hann. Hann telur að með gríni sé verið að fá fólk til að sjá hlut­ina út frá öðru sjón­ar­horni. Og það versta sem komi fyrir uppi­stand­ara sé þegar verið er að reyna að stjórna því sem hann eða hún seg­ir. „Ég tel að þannig brjótum við niður múr­a,“ bætir hann við.

Ber­skjald­aður á sviði

Jon­athan ætl­aði upp­runa­lega ekki að tala um þung­lyndi eða erf­iða tíma í Ted-­fyr­ir­lestr­inum heldur ætl­aði hann að fjalla um hvernig væri að aðlag­ast litlu sam­fé­lagi. Hann tók aftur á móti þá ákvörðun að deila sög­unni af síð­asta ári í lífi sínu.

„Ég hugs­aði um þetta í nokkurn tíma af því ég var að ber­skjalda mig og ég hugs­aði með mér að ég væri að taka of mikla áhætt­u,“ segir hann. Hann hafði komið sér upp nafni sem grínisti og hann hugs­aði með sér að kannski væri hann að hætta starfi sínu. Hann seg­ist ekki hafa viljað verða „sorg­mæddi grínist­inn“ sem reyndi að fremja sjálfs­morð í hugum fólks eða sem „þung­lyndi sam­kyn­hneigði“ mað­ur­inn. 



Vildi deila reynslu sinni

En þrátt fyrir þessar efa­semdir þá hugs­aði Jon­athan með sér að þegar hann var í aðstæð­unum sjálfum á sínum tíma þá hefði hann viljað sjálfur fá að heyra reynslu­sögu eins og sína. „Kannski hefði það haft áhrif á mig og kannski hefði ég ekki reynt þetta ef ég hefði heyrt slíka sög­u,“ segir hann. Hann lítur því þannig á að mál­efnið sé stærra en hann sjálf­ur. Að honum beri að tala um þetta. 

Hann bætir því við að hann vilji að eitt­hvað jákvætt komi út úr þess­ari reynslu, að þetta hafi ekki verið til­gangs­laust. Besta mögu­lega útkoman úr þess­ari erf­iðu reynslu sé því að deila henni og von­andi hjálpa öðrum sem eru að ganga í gegnum svip­aða hlut­i. 

Það sem virkar er að taka lítil skref í einu

Aðferðin sem virkar fyrir hann lýsir sér í smáum skref­um. „Þegar maður er svo djúpt sokk­inn og á slæmum stað þá getur fólkið sem vill manni vel gert illt verra,“ segir hann. Hann bætir því við að það sé ekki hjálp­legt að segja að erf­ið­leik­arnir muni líða hjá ein­hvern tím­ann, að þetta verði allt í lagi. Mann­eskja í þessum aðstæðum sjái það ekki þannig. Hann segir að það sem hafi bjargað lífi hans hafi verið sú hugsun að lifa af ein­ungis tíu sek­úndur í einu. Þessar tíu sek­úndur urðu síðan tutt­ugu. Þessar tutt­ugu sek­úndur urðu síðan að mín­útu og mín­útur að klukku­stund. Allt í einu var dag­ur­inn lið­inn og næsti dagur lík­a. 

Þér mun líða ömur­lega en það eina sem þú þarft að gera er að kom­ast í gegnum næstu tíu sek­úndur

„Ég leit­aði mér hjálpar hjá frá­bærum sál­fræð­ingi sem sagði við mig að mér ætti eftir að líða mjög illa, þangað til mér myndi ekki líða illa,“ segir hann. Þetta sé erfitt að við­ur­kenna til að byrja með en með hverjum deg­inum þá verði lífið aðeins bæri­legra. „Þér mun líða ömur­lega en það eina sem þú þarft að gera er að kom­ast í gegnum næstu tíu sek­únd­ur. Og alltaf þegar þú ferð að sofa og vaknar dag­inn eftir þá getur þú verið ánægður með að hafa kom­ist í gegnum þessar átta klukku­stund­ir. Til ham­ingju þú!“ segir hann. Það séu litlu sigr­arnir sem skipta máli, eins og kaffi­bolli með góðum vini eða að hlæja í góðra vina hópi. Fyrir heil­brigða mann­eskju þá hljómi þetta kannski lít­il­fjör­legt en fyrir fólk í þessum aðstæðum þá skipti þetta miklu máli. 

Ekki þvinga fram ham­ingj­una

Hann hvetur aðstand­endur og vini fólks sem gengur í gegnum erf­iða tíma að bjóð­ast frekar til að fá sér kaffi­bolla með þeim en að reyna að bjarga þeim. Það séu litlu hlut­irnir sem skipta máli. Það sé ekki hægt að þvinga fram ham­ingj­una heldur ein­ungis vera til stað­ar. 

Jon­athan segir að sam­fé­lags­miðlar hafi sín áhrif á það hvernig fólk vilji láta sjá sig. Margir lifi hinu full­komna lífi á Face­book en reyndin virð­ist oft vera önn­ur. Hann seg­ist hafa upp­lifað þetta, að veru­leiki hans hafi verið allt annar en fram kom á inter­net­inu. Hann vill hvetja fólk til að líta stöku sinnum fram hjá þessum miðlum og til að eiga líka í sam­skiptum við annað fólk með gamla góða mát­an­um, að hitta það. Að spyrja vini sína og fjöl­skyldu hvernig þeim líði og að sýna ein­lægan áhuga.

En þrátt fyrir að njóta vel­gengni þá líður honum enn oft illa og enn herja á hann erf­iðar hugs­an­ir, segir hann. Hann bætir því við að í reynd líði honum illa hvern ein­asta dag. En hann tekur það fram að hann geti þó starfað og „fún­ker­að.“ Hann lærði af þess­ari reynslu að honum þarf ekki að líða frá­bær­lega til að geta lifað líf­in­u. 

Náði ekki að láta alla vita

Jon­athan segir að við­brögðin hafi verið mjög góð við Ted-­fyr­ir­lestr­inum og að fólk hafi sýnt honum mik­inn stuðn­ing. Gamlir vinir hafi haft sam­band og látið hann vita að þeir væru að hugsa til hans. Hann segir að það jákvæða við að fólk hafi frétt af erf­ið­leikum hans í gegnum fyr­ir­lest­ur­inn sé að allir hans vinir sjá að það sé í lagi með hann. Mán­uðir hafi liðið frá atburð­inum sem gerir hann á vissan hátt fjar­læg­an. Jon­athan segir að hann sé núna til­bú­inn að fá stuðn­ing og kær­leika frá fólk­inu sem honum þykir vænt um. Það hafi ekki endi­lega verið á þessum tíma. Hann seg­ist hafa skamm­ast sín mikið fyrir til­raun­ina en hann sagði engum frá þessu til­tekna atviki.

Hann segir að hann hafi verið mjög stress­aður áður en mynd­bandið með fyr­ir­lestr­inum kom út. Hann reyndi að ná í alla ætt­inga og vini sem gætu tekið frétt­irnar nærri sér en honum tókst það því miður ekki. Hann náði til dæmis ekki í fyrr­ver­andi eig­in­mann sinn. Þeir hafi þó talað saman síð­an.

Hlað­inn verk­efnum

En hvernig lítur fram­tíðin út hjá ástr­alska grínist­an­um? Hann seg­ist vera í hálf­gerðu milli­bils­á­standi núna. Hann var að koma frá Sví­þjóð þar sem hann var list­rænn stjórn­andi íslenska atrið­is­ins og hann seg­ist vera að velta fyrir sér fram­hald­inu. Hann biðlar í kímni til les­enda að ef ein­hvern vantar sam­kyn­hneigðan ástr­alskan grínista í vinnu þá sé hann laus. 

Jonathan Duffy

Jon­athan hefur þó nóg að gera á Íslandi. Hann er til að mynda annar umsjón­ar­manna hlað­varps­þátt­ar­ins Icetralia á Nútím­anum ásamt Hug­leiki Dags­syni. Þar fjalla þeir um menn­ing­ar­mun sem þeir greina á milli land­anna tveggja en þeir taka með­vit­aða ákvörðun um að rit­stýra ekki sam­tal­inu sín á milli. Hann segir að hann hafi mjög gaman af því að vinna með Hug­leiki og að þeir séu í raun mun lík­ari en þeir héldu í byrj­un. „Við erum báðir haldnir mik­illi félags­fælni og veljum þrátt fyrir það að starfa við það að standa fyrir framan fólk,“ segir Jon­athan og hlær. Þeir eru einnig með upp­stand sem ber sama nafn.

Hann segir að hann sé stöðugt að reyna að finna fólk til að vinna með. Hann stefni til dæmis að því að vinna með Bylgju Babýlons leikonu og uppi­stand­ara. Hann mun einnig taka þátt í gleði­göng­unni Reykja­vik Pride sem haldin verður 7. ágúst. 

Jon­athan er með sýn­ingu í píp­unum um Ástr­alíu sem nefn­ist Australi­ana. Hann seg­ist ætla að lýsa því hvernig sé að alast upp í land­inu, hvers hann sakni og af hverju hann fór. Hann muni segja sög­una í gegnum ástr­alska söngva sem hann ólst upp með. Hann von­ast til að sýn­ingin verði öðru­vísi en Íslend­ingar hafa séð áður. Hægt er að nálg­ast nán­ari upp­lýs­ingar um verk­efni Jon­athans á heima­síðu hans.

Uppi­stand­ari sem deila reynslu sinni í gegnum grín

Einn af upp­á­halds uppi­stönd­ur­unum hans Jon­athans er Maria Bam­ford en hún hefur notað veik­indi sín sem efni í uppi­stönd sín. Hér fyrir neðan má heyra við­tal við hana þar sem hún deilir reynslu sinni af geð­sjúk­dómum og hvað hefur hjálpað henni. Kannski verður þetta næsta skref Jon­athans, að nota reynslu sína í uppi­stand og gefa áheyr­endum tæki­færi til að deila henni með hon­um?



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None