stelpur rokka
Auglýsing

Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af feminískri hugsjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem stelpur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræðast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttisstarfs og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu.

Hverjir standa á bakvið Rokkbúðirnar og hvað standa þær fyrir?

Auglýsing

Við erum hópur sjálfboðaliða sem stofnuðum Stelpur rokka! fyrir 5 árum síðan. Markmið rokkbúðanna er að efla og styrkja ungar stelpur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun og verða að leiðandi afli í jafnréttismiðuðu tómstundastarfi á Íslandi. Í rokkbúðunum læra þátttakendur á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, fara í skemmtilegar vinnusmiðjur um tónlist og femínisma, fá hádegisheimsókn frá farsælum tónlistakonum og spila loks frumsamið lag á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu. 

Fyrir hverja eru Rokkbúðirnar hugsaðar?

 Rokkbúðirnar eru fyrir allar stelpur, konur, trans karla og kynsegin einstaklinga sem vilja pönkast, vera með hávaða og láta rödd sína og hæfileika heyrast. Við verðum með 7 rokkbúðir á 5 ára afmælisárinu okkar og verðum með þrjú stór samstarfsverkefni á Grænlandi, Færeyjum, Tógó og í Póllandi í tilefni af afmælinu. Við verðum með rokkbúðir gegn ofbeldi fyrir 16 til 20 ára dagana 21. til 24. júlí og á svipuðum tíma verða samstarfskonur okkar í Póllandi með rokkbúðir gegn ofbeldi í Póllandi. Við erum með Karolina Fund söfnun í gangi til að styðja við bakið á baráttusystrum okkar í Póllandi en rokkbúðirnar þar njóta engra opinbera styrkja. Það er engin fræðsla um kynbundið ofbeldi á vegum hins opinbera í Póllandi og því eru þessar rokkbúðir sérlega mikilvægar. Við bjóðum vinum okkar og velunnurum að styðja við söfnunina og fá í staðinn glænýjan afmælisvarning frá Stelpur rokka!, tösku og bol. 

Hverju viljið þið koma til leiðar með Rokkbúðunum?

Langtímamarkmiðið okkar er að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi. Við viljum verða leiðandi í jafnréttismiðuðu tómstundastarfi og mennta þátttakendur bæði um félagslegt réttlæti og tónlistarsköpun. Við erum líka hluti af alþjóðlegri hreyfingu og viljum leggja okkar af mörkum til að styðja við samstarfskonur okkar víða um heim. Það eru yfir 80 rokkbúðir starfandi út um allan heim og stór hluti af okkar starfi er að efla og styrkja þessa alheimshreyfingu. Áfram rokkbúðir út um allan heim! 

Verkefnið er að finna hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None