Karolina Fund: Tales from a poplar tree

ösp eldjárn
Auglýsing

Þjóðlaga- og jazz söngkonan Ösp Eldjárn hefur verið búsett í London síðan haustið 2011 en þangað hélt hún til að stunda nám í tónlist og útskrifaðist frá Institute of Contemporary Music Performance árið 2014. Síðan þá hefur hún verið iðin við að semja og flytja tónlist, bæði sem partur af jazz hljómsveitinni Good as Gold, sem söngkona í folk-raf sveitinni Hrím, sem altrödd í kórnum London Contemporary voices og nú sem þjóðlagasöngkona og lagasmiður með frumsamið efni. 

Á þessum fimm árum sem Ösp hefur verið búsett í London hefur hún kynnst og starfað með ótal tónlistarfólki úr ýmsum áttum og hefur nú fengið með sér frábæran hóp til að aðstoða hana við gerð fyrstu sólóplötu sinnar. Platan er tekin upp í Café Music Studios, af upptökustjóranum og raftónlistarmanninum Cherif Hashizume (sem er einnig meðlimur í Hrím). Bróðir Aspar, Örn Eldjárn, sér um útsetningar með henni og leikur á gítar. Aðrir sem spila á plötunni eru Helga Ragnarsdóttir, Sam Pegg, Marit Røkeberg, Anil Sebastian, Valeria Pozzo og Stefan Knapik. Platan mun koma út á vínyl og á asparviðarskífum úr garðinum á Tjörn, en um er að ræða rafrænt eintak, prentað á við. Kjarninn hitti Ösp og tók hana tali. 

Auglýsing

Hvað hefur drifið á daga þína undanfarið? 

„Ég var að klára tónlistarvertíð sumarsins og er búin að vera að koma fram á þónokkrum tónlistarhátíðum, bæði með sóló verkefnið mitt sem og með öðrum tónlistarverkefnum sem ég tek þátt í. Sem dæmi var ég að syngja með kórnum mínum, London Contemporary Voices á festvali í Frakklandi, svo var ég á Cambridge folk festival með frumsamið efni ásamt Helgu, tónlistarsystur minni og sambýlingi, og Maiken Sundby, norskri söngkonu og góðri vinkonu. Í byrjun september var ég svo að syngja ásamt félögum mínum í Hrím á hátíð í Norður Wales. Svo er ég bara á fullu að vinna að plötunni minni og kynna hana. Inn á milli kenni ég litlum börnum tónlist og hreyfingu og swinga svo á sunnudögum með jazz bandinu mínu, Good as Gold. Semsagt nóg að gera!“


Hvað er í bígerð hjá þér núna?

„Næst á dagskrá er að fara aftur í stúdíóið um næstu mánaðamót og klára plötuna! Svo er að koma henni út og þá tekur við að kynna hana með tónleikahaldi og þessháttar. Ég stefni á að fara í smá tónleikaferðalag um Bretland sem og meginlandið í byrjun næsta árs, og svo auðvitað heima á Íslandi. Við í Hrím erum auk þess að vinna að smáskífu og stefnum á að koma henni út einhvern tímann á næsta ári. Svo er ég reyndar að koma til landsins um helgina, en pabbi minn varð sextugur um daginn og er að halda upp á það á laugardaginn. En hann veit ekki að ég er að koma.. svo ekki segja neinum!“

Hvernig tónlist verður að finna á nýju plötunni?

„Platan mun geyma 10 frumsamin lög og á ég einnig flesta textana en þó fæ ég að láni tvö ljóð eftir Pál Ólafsson og Davíð Stefánsson, sem og lagatexta eftir vinkonu mína, Lindu Guðmundsdóttur. Viðfangsefnið er nokkuð fjölbreytt en þó er rauði þráðurinn einhverskonar söknuður, hvort sem það er heimþrá eða fortíðarþrá. Svo leikur ástin auðvitað stórt hlutverk. Og tré! Sjálf heiti ég eftir fallegu háu aspartrjánum og finn fyrir sterkri tengingu við þau á sama tíma og ég finn stundum fyrir rótleysi og útþrá. Þessi tenging mín við aspirnar kveikti þá hugmynd að gefa lögin út á tré (rafrænt eintak með niðurhalskóða), nánar tiltekið á aspar tréskífur úr garðinum mínum heima í Svarfaðardal. Fékk ég því foreldra mína til að fara út í garð og saga þær aspargreinar sem höfðu farið illa undan vetri og hefur þeim því nú verið gefið framhaldslíf. Platan nefnist Tales from a poplar tree.“

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None