Ísland í geimvísindastofnun: Klikkuð hugmynd eða snilldarútspil?

Þátttaka Íslands í Geimvísindastofnun Evrópu er ekki bara raunsær möguleiki heldur einnig spennandi tækifæri.

ESA - Geimvísindastofnun Evrópu
Auglýsing

Eflaust ráku ein­hverjir upp stór augu þegar fréttir bár­ust af þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að Ísland skyldi sækja um aðild að Geim­vís­inda­stofnun Evr­ópu (ESA). Helgi Hrafn Gunn­ars­son Pírati er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar en  auk hans standa að baki henni þing­menn úr öllum flokk­um: Ásta Guð­rún Helga­dóttir og Birgitta Jóns­dóttir úr Píra­töt­um; Katrín Jak­obs­dótt­ir og Svan­dís Svav­ars­dóttir frá VG; Ótt­arr Proppé, Páll Valur Björns­son og Róbert Mars­hall úr Bjartri Fram­tíð; Helgi Hjörvar og Katrín Júl­í­us­dóttir úr Sam­fylk­ingu; Vil­hjálmur Árna­son úr Sjálf­stæð­is­flokknum og Líneik Anna Sæv­ars­dóttir úr Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Er þetta klikkuð hug­mynd? Þegar orðin Ísland og geim­vís­indi birt­ast í sömu setn­ingu kemur ef til vill upp í hug­ann útrásaræv­in­týri Íslands í geim­ferða­brans­ann með til­heyr­andi kostn­aði fyrir skatt­greið­end­ur. En lesi fólk grein­ar­gerð til­lög­unnar kemur í ljós að loka­mark­miðið er ekki að taka vík­inga­klappið í alþjóð­legu geim­stöð­inni heldur er til­gang­ur­inn ein­stak­lega jarð­bund­inn: Að stuðla að fjöl­breytt­ari atvinnu­mögu­leikum heima fyrir og efla vís­inda­sam­starf við aðrar þjóð­ir.

Að und­an­förnu hefur nokkuð verið rætt um speki­leka frá Íslandi. Brott­fluttir Íslend­ingar eru að stórum hluta háskóla­menntað fólk í leit að fjöl­breytt­ari atvinnu­tæki­færum erlend­is. Aðfluttir sinna fremur störfum sem krefj­ast síður háskóla­mennt­un­ar, svo sem í ferða­mennsku, með fullri virð­ingu fyrir þeim mik­il­vægu störf­um. Grein­ing­ar­að­ilar hafa bent á að lífs­kjara­sókn á Íslandi sé háð því að verð­mæta­sköpun byggð á hug­viti aukist, þar sem menntað vinnu­afl er nýtt til hins ítrasta. Hvers kyns mót­vægi við atvinnu­vegi byggða á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda hefur oft verið kallað „eitt­hvað ann­að”. Þátt­taka Íslands í iðn­aði tengdum geim­vís­indum er dæmi um eitt­hvað allt, allt ann­að.

Auglýsing

Öll Norð­ur­löndin með — nema Ísland

ESA var stofnað árið 1975 með það að leið­ar­ljósi að vera sam­starfs­vett­vangur Evr­ópu­ríkja í geim­rann­sókn­um. Aðild­ar­ríki þess eru nú 22 tals­ins og skiptir engu máli hvort þjóð er aðili að Evr­ópu­sam­band­inu eða ekki. Öll Norð­ur­löndin að Íslandi frá­töldu eru aðilar að ESA og sjá mikla hags­muni fólgna í þátt­töku sinni. Það er ekki síður áhuga­vert að smá­þjóðir á borð við Kýpur og Möltu eru í umsókn­ar­ferli. Hvers vegna eru smá­þjóðir með tak­mark­aða inn­viði fyrir geim­iðnað að sækj­ast eftir aðild?

Svarið má að mestu rekja til reglu­gerðar stofn­un­ar­innar sem segir að ESA þurfi að fjár­festa í aðild­ar­þjóðum í hlut­falli við fjár­fram­lag þeirra. Þar stendur skýrum stöfum að eigi minna en 96% af fram­lagi hverrar aðild­ar­þjóðar renni til baka í formi verk­efna. Smærri ríki fá iðu­lega ríf­lega sinn skerf af sinni fjár­fest­ingu, þ.e. meira en 100% af fram­lagi sínu. Með aðild gætu íslenskir háskól­ar, hug­bún­að­ar- og hátækni­fyr­ir­tæki gerst verk­takar fyrir ESA og staðið til boða verk­efni sem Ísland gæti aldrei ráð­ist í upp á sitt eins­dæmi.

Verkefni ESA.

Rann­sóknir og vöktun á umhverfi Íslands

Þó svo ESA beri heitið geim­vís­inda­stofnun snýst starf­semi hennar ekki síður um rann­sóknir á jörð­inni, auk þess sem hún gegnir mik­il­vægu hlut­verki í fjar­skiptum og stað­setn­ing­ar­tækni. Mest fjár­magn rennur í rann­sóknir á jörð­inni eða um 20-30% en aðeins 10-15% í geim­vís­indi. Aðild­ar­löndum er skylt að standa undir þriðj­ungi af grunn­starf­semi ESA en er síðan frjálst að velja um þátt­töku í öðrum verk­efn­um.

Ætla má að Ísland ein­blíni á þátt­töku í rann­sóknum tengdum jörð­inni þar sem við eigum mik­illa hags­muna að gæta bæði á sjó og á landi. Gervi­tungl ESA eru leið­andi rann­sókn­ar­tæki fyrir hlýnun sjáv­ar, þróun jökla, jarð­hrær­ing­ar, útbreiðslu haf­íss og bráðnun íshell­unnar í Norð­ur­-Ís­hafi.

Aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum og mál­efni norð­ur­slóða eru að verða mik­il­vægur þáttur í utan­rík­is­stefnu Íslands. Besta leiðin til að gera Ísland að trú­verð­ugum þátt­tak­anda í þessum mála­flokkum er að virkja vís­inda­rann­sóknir og alþjóð­legt sam­starf.

Fram­lag Íslands skilar sér til baka á formi verk­efna

Hvað kostar að vera með? Fjár­fram­lög aðild­ar­ríkja eru háð þjóð­ar­fram­leiðslu og umfangi þátt­töku þeirra í val­frjálsum verk­efn­um. Sé fram­lag núver­andi aðild­ar­ríkja ESA skoðað sem hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu fæst hug­mynd um mögu­legt fram­lag Íslands. Eist­land er dæmi um nýtt aðild­ar­ríki og fara fram­lög þeirra öll í val­frjáls verk­efni. Sé Eist­land notað sem við­mið­un­ar­land yrði árlegt fram­lag Íslands um 83 millj­ónir króna. Ef miðað er við Dan­mörku yrðu heild­ar­fram­lög Íslands um 220 millj­ónir á ári. Þessar upp­hæðir mið­ast við Ísland sem full­gilt aðild­ar­ríki en búast má við að fram­lög Íslands yrðu mun lægri fyrst um sinn.



Það er aug­ljóst að ekki er um him­in­háar upp­hæðir að ræða. Til að mynda er hinn sígildi sam­an­burður við Ices­a­ve, Hörpu og Hval­fjarð­ar­göng algjör­lega frá­leit­ur. Upp­hæðin er er af sömu stærð­argráðu og árlegur rekstur Íslenska dans­flokks­ins eða Dval­ar­heim­ili aldr­aðra í Borg­ar­nesi, Land­mæl­inga Íslands, Húsa­frið­un­ar­sjóðs, Emb­ætti sýslu­manns Vest­fjarða eða árlegt fram­lag Íslands til NATO.

Hver ein­asta króna sem Ísland legði til í ESA myndi skila sér til baka til atvinnu­lífs­ins í formi úthlut­aðra verk­efna. Þá eru ekki með­talin þau óbeinu áhrif á hag­kerfið sem tengd nýsköp­un­ar­starf­semi hefði í för með sér. Í ítar­legum úttektum sem gerðar voru á þátt­töku hinna Norð­ur­land­anna í ESA var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, að fyrir hverja milljón króna sem varið er í sam­starf við ESA urðu til 4 til 5 millj­ónir í veltu fyrir þar­lend fyr­ir­tæki.

Að öllu ofan­töldu er ljóst að þátt­taka Íslands er ekki bara raun­sær mögu­leiki heldur einnig spenn­andi tæki­færi. Þess vegna ættu stjórn­völd að kanna málið af fullri alvöru. Inn­ganga í ESA er liður í því að skapa rétta umgjörð fyrir nýsköpun og iðnað byggðan á hug­viti. Og í leið­inni verður hægt að segja íslenskum skóla­börnum í fyrsta skipti, „Krakk­ar, ÞIÐ getið orðið geim­far­ar“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None