Hlaðvarp Kjarnans: Allt frá fótboltahetjum í Mílanó í pólitískar myndlíkingar á Íslandi

Hlaðvarp Kjarnans var stútfullt af áhugaverðu og fróðlegu efni í vikunni. Hér eru allir þættirnir.

Hlaðvarp Kjarnans 1. október 2016
Auglýsing

Það hafa aldrei verið jafn margir þættir á dag­skrá Hlað­varps Kjarn­ans eins og núna í haust. Dag­skráin er fjöl­breytt eftir því. Í vik­unni var fjallað um allt frá fót­bolta­hetjum í Mílanó yfir í PR-mi­s­tök stjórn­ar­and­stöð­unnar á Íslandi. Hér að neðan má finna alla þætt­ina sem birt­ust í hlað­varps­straum­inum í vik­unni.

Hægt er að hlusta á þætt­ina hér á vefnum eða ger­ast áskrif­andi að hlað­varps­straumnum í öllum helstu podcast-öppum í snjall­tækj­um. Við heitum Hlað­varp Kjarn­ans á iTu­nes. Ann­ars er hægt að fylgja hlekknum hér.

Auglýsing

Sparkvarpið

Költ-hetjan í Milan, gegen­pressen og þjálf­ara­mál

Sparkvarpið er viku­legur fót­bolta hlað­varps­þáttur um hinar ýmsu hliðar bolt­ans en umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru þeir Árni Þórður Rand­vers­son, Þor­geir Loga­son og Þór­hallur Vals­son. Strák­arnir munu fara um víðan völl og fjalla um margt  tengt bolt­an­um, meðal ann­ars pólítík, fót­bolta­sög­una, menn­ing­una og margt fleira.

Kana­varpið

Allt um fyrstu kapp­ræð­urnar og staða svartra kjós­enda

Hill­ary Clinton og Don­ald Trump mætt­ust í kapp­ræðum í beinni útsend­ingu á mánu­adginn. Fyrir kapp­ræð­urnar fóru þeir Hall­grímur Odds­son og Hjalti Geir Erlends­son yfir vænt­ing­arnar og gildi sjón­varp­s­kapp­ræðna, bæði í sam­tím­anum og í sögu­legu ljósi.

Kvikan

Fram­sókn er ABBA, íslenska efna­hags­rútan og skortur á póli­tískum ómögu­leika

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er orð­inn eins og þáttur af „24“, síð­ustu mín­út­urnar af hverjum þætti láta þig þrá að horfa strax á þann næsta, sem er vana­lega ein­ungis einum þjóð­fé­lags­um­ræðu­þætti und­an. Vig­dís Hauks­dóttir vill reyndar meina að flokk­ur­inn sé eins og ABBA, sem hefur verið valin besta póli­tíska lík­ing árs­ins hingað til af dóm­nefnd Kvik­unn­ar.

Kvikan er þáttur rit­stjórnar Kjarn­ans þar sem fjallað er um helstu frétta­mál líð­andi stundar og tæpt á helstu umfjöll­un­ar­efnum Kjarn­ans hverrar viku fyrir sig.

Hismið

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er orð­inn nor­mcore

Í Hismi vik­unnar buðu þeir Árni og Grétar upp á vand­aða yfir­ferð um póli­tík­ina, og reyndu að átta sig á hinum týpíska kjós­anda flokk­ana. Þá hringdu þeir að hætti Reykja­vík Síð­degis í Magnús H. Magn­ús­son og ræddu mikla ferð hans og Árna til Par­ísar á fót­bolta­leik þar sem Árni týndi jakka og Magnús vildi bara lesa Jo Nes­bo.

Hismið er lang­lífasti þátt­ur­inn í Hlað­varpi Kjarn­ans. Í haust hófst fjórða þátta­röðin undir stjórn þeirra Árna Helga­sonar og Grét­ars Theo­dórs­son­ar.

Tækni­varpið

Lifa Snapchat-­gler­augun dóm sam­fé­lags­ins af?

Fyr­ir­tækið sem rekur Snaptchat-­sam­skipta­mið­il­inn hefur kynnt til leiks sér­stök Snap-­gler­augu sem eiga að bylta því hvernig við upp­lifum snöpp og augna­blik ann­arra. Gler­augun eru búin mynda­vél og ein­földum takka sem senda snappið beint í sím­ann og á alla vini. Tækni­varpið ræddi þessa nýung við Árna Matth­í­as­son, þró­un­ar­stjóra hjá mbl.­is.

Tækni­varpið fjallar vítt og breitt um græjur og tækni. Þeir eru oftar en ekki búinn að prófa græjurnar sem okkur langar öllum í og segja sína skoð­un.

Norð­ur­skautið

Ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að Ísland verði „VR­-land­ið“

Í vik­unni fór fram ráð­stefnan Slush Play sem er alþjóð­leg ráð­stefna sem fjallar um sýnd­ar­veru­leika (VR) og leikja­þró­un. Á ráð­stefn­unni héldu fjöl­margir erlendir aðilar erindi, og íslensk fyr­ir­tæki kynntu sig og sínar vör­ur. Til að ræða þessi mál fékk Norð­ur­skautið Stef­aníu G. Hall­dórs­dóttur í heim­sókn.

Norð­ur­skautið er þáttur Jök­uls Sól­berg og Krist­ins Árna um nýsköpun og sprota­sam­fé­lagið á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiHlaðvarp
None