Prótínrík fæða gæti takmarkað ávinning þyngdartaps

hvatinn
Auglýsing

Mataræði skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að heilsunni. Allt kerfið okkar, líkaminn, byggir á því að við fáum nægilega mikla orku og að orkan sem við borðum gefi okkur öll þau lífsnauðsynlegu vítamín og steinefni sem líkaminn þarf að nota. Í vestrænum samfélögum er ekki skortur á orkuríkum mat og vandinn felst yfirleitt í því að fá nægilega góða næringu án þess að innbyrða of mikla orku. Þetta lúxusvandamál leiðir til þess að við þyngjumst ótæpilega og það sem verra er þá leiðir þetta af sér alls kyns sjúkdóma á borð við sykursýki tvö.

Margir hafa því farið í gegnum alls kyns breytileg mataræði til að draga úr orkuinntökunni. Eitt slíkt mataræði sem er nokkuð vinsælt og hefur reynst mörgum vel snýst um að auka vægi prótína í fæðu og þá oftast á kostnað kolvetna. Rannsókn sem birtist á dögunum í Cell Reports bendir til þess að aukin inntaka prótína geti truflað áhrif þyngdartapsins á líkamann.

Rannsóknin var unnin við Washington University, en viðfangsefni hennar voru 34 konur sem áttu það sameiginlegt að vera komnar yfir tíðahvörf og með BMI stuðul yfir 30, s.s. í offitu. Konunum var skipt í þrjá tilviljanakennda hópa, einn hópurinn breytti engu í mataræði sínu, hinir tveir fengu strangt mataræði sem rannsóknarhópurinn stjórnaði og átti að draga úr þyngd kvennanna. Fékk annar meðhöndlunarhópurinn prótínríkari fæðu en hinn, en markmiðið var að skoða hvaða áhrif prótínrík fæða hefði á efnaskipti kvennanna.

Auglýsing

Báðir meðhöndlunarhóparnir léttust á breyttu mataræði. Þegar efnaskipti hópanna voru skoðuð kom í ljós að munur var á insúlín-næmi þeirra eftir meðhöndlun. Þær konur sem borðuðu prótínríkari fæðu voru ekki eins næmar fyrir insúlíni m.v. hópinn sem ekki neytti auka prótína. Minna insúlín-næmi er eitt af upphafsstigum sykursýki tvö, en sú týpa af sykursýki er tilkomin vegna þess að líkamsfrumurnar verða ónæmar fyrir insúlíni.

Þessar niðurstöður segja okkur að konur í ofþyngd eftir tíðahvörf græða að öllum líkindum ekki á því að léttast með því að auka inntöku prótínríkrar fæðu, ef horft er til áhættu á sykursýki tvö. Hins vegar væri áhugavert að skoða hver áhrifin væru í annars konar samsetningu af fólki, svo sem meðal karla, meðal yngri þátttakenda og meðal þeirra sem hafa þegar þróað með sér sykursýki tvö.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None