Styrkur koltvísýrings í sögulegu hámarki

hvatinn
Auglýsing

Árið 2015 markaði mikilvæg tímamót þegar koltvísýringur í andrúmsloftinu náði í fyrsta sinn, síðan mælingar hófust, yfir 400 milljónustu hlutum (ppm) á heimsvísu. Allt útlit er fyrir það að staðan verði enn verri í ár og er búist við því að árið 2016 verið fyrsta árið sem fram úr því marki á heildina litið. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.

Þrátt fyrir að losun koltvísýrings af mannavöldum hafi nokkurn veginn staðið í stað á milli áranna 2014 og 2015 varð El Niño veðurfyrirbærið til þess að magn þess í andrúmsloftinu hækkaði mikið. Þetta má rekja til þess að El Niño olli miklum þurrkum á hitabeltissvæðum sem gerði það að verkum að gróður átti erfiðara með að draga í sig koltvísýring. Í ofanálag olli þurrkurinn skógareldum sem gerðu stöðuna enn verri.

Það að koltvísýringur sé yfir 400ppm segir okkur að 400 sameindir koltvísýrings séu fyrir hverja milljón sameindir í andrúmsloftinu. Sérfræðingar telja að um fimm milljón ár séu síðan styrkur koltvísýrings var svo hár að staðaldri og að fyrir árið 1800 hafi hann verið um 280ppm.

Auglýsing

Koltvísýringur er ekki eina gróðurhúsalofttegundin sem hefur aukist í andrúmsloftinu. Árið 2015 var styrkur metans til dæmis 2,5 sinnum hærri en fyrir iðnbyltingu og nituroxíðs 1,2 sinnum hærri.

Í byrjun nóvember munu um 200 þjóðir funda í Marokkó til að ræða næstu skref í kjölfar Parísarsáttmálans. Alþjóðaveðurfræðistofnunin leggur áherslu á að framkvæmd sáttmálans verði flýtt eins mikið og auðið er til að sporna gegn hlýnun jarðar og að áhersla verði lögð á takmörkun á koltvísýringi í andrúmsloftinu.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None