Andleg heilsa og líkamlegir kvillar – sitthvor hliðin á sama pening

Hvatinn
Auglýsing

Andleg veikindi hafa lengi verið læknavísindunum mikil ráðgáta, raunar svo mikil að ekki er ýkja langt síðan þau fóru að flokkast til veikinda. Þrátt fyrir miklar framfarir stöndum við enn frammi fyrir því að þekkja lítið um orsakir andlegra veikinda en rannsóknir á viðfangsefninu skila okkur þó alltaf áfram um einhver skref þó mörgum gæti þótt þau lítil eða fá.

Nýlega birti rannsóknarhópur frá University of Basel í Sviss, grein þar sem tengls líkamlegra og andlegra kvilla eru skoðuð. Rannsóknin var birt í PLOS ONE í lok síðasta mánaðar.

Í rannsókninni voru tæplega 6500 bandarísk ungmenni á aldrinum 13-18 ára skoðuð með tilliti til andlegra og líkamlegra veikinda. Í ljós kom að marktæk tengsl eru til staðar milli þunglyndis og sjúkdóma í meltingarfærum, kvíðaröskunar og húðsjúkdóma eða hjartasjúkdóma auk þess að tengsl fundust milli átröskunar og flogaveiki. Við þetta er svo að bæta að hjartasjúkdómar sýndu tengsl við nánast alla andlega kvilla sem voru skoðaðir í rannsókninni.

Auglýsing

Þessar niðurstöður sýna enn og aftur að andlega heilsa er beintengd við líkamlega heilsu. Ekki skal tekin afstaða til þess hér hvort andlegu veikindi eru orsök eða afleiðing þeirra líkamlegu. Þó er ljóst að til að með upplýsingum sem þessum opnast möguleikinn á að skilgreina betur þá líffræðilegu þætti sem liggja að baki andlegum kvillum. 

Þó ekki sé hægt að spá fullkomlega fyrir um andlega kvilla með því að horfa á líkamlega heilsu ber að hafa í huga að margs konar misbrestir í líkamanum geta haft sömu birtingamynd, eins og t.d. þunglyndi eða kvíða. Það er því mikilvægt að setja ekki öll andleg veikindi undir sama hatt heldur skoða hvert tilfelli útfrá eigin forsendum.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None