Á eftir íslenskri fótboltaveislu var það íslenskt jólaboð

nýtt louis
Auglýsing

Frakkar eru algjör­lega ást­fangnir af Íslandi. Fjöl­margar aug­lýs­ingar í sjón­varpi eru gerðar í ótrú­legu íslensku lands­lagi. Hvort sem um er að ræði bíla eða far­síma og fleira mætti finna. Tísku­hús Louis Vuitton notar meira að segja lunda í þema jóla­skreyt­inga sinna í sýn­ing­ar­gluggum fyrir þessi jól. Reyndar er Ísland svo vin­sælt að hér sjást greinar í blöðum um hvort það sé að verða fórn­ar­lamb vel­gengni sinnar í ferða­mennsku. Nú síð­ast í dag­blað­inu Le Fig­aro í síð­ustu viku. En Ísland átti ekki síður sitt ár hér í Frakk­landi með þátt­töku sinni í Evr­ópu­meist­ara­keppn­inni í fót­bolta, lands­menn féllu gjör­sam­lega fyrir þessu fót­boltaliði frá eyj­unni litlu hátt uppi á landa­kort­inu.

Ekki var ákaf­inn minni hér í Nice þar sem nokkrir leikir á mót­inu fóru fram og ekki síst sá allra merki­leg­asti fyrir Íslend­inga, þegar Eng­land var slegið út úr í keppn­inni. Borgin var bók­staf­lega blá af stuðn­ings­mönnum lands­liðs­ins, í bol­um, með trefla, and­lits­máln­ingu og horn á höfði. Ekki nóg með það heldur voru tveir for­setar mætt­ir, sá nýkjörni og hinn frá­far­andi. Nice-­búar voru heill­aðir af fram­komu Íslend­inga sem voru eins og englar, bornir saman við Pól­verja, Eng­lend­inga og Rússa sem alls staðar voru til ama. Ítalskur veit­inga­maður á vin­sælum veit­inga­stað í mið­borg­inni, Por­tovenere, sagð­ist orð­laus eftir að hafa séð átta­tíu Íslend­inga klukkan tvö að nóttu fyrir utan kebabstað eftir sig­ur­inn á Eng­lend­ingum án þess að nokkur yrði þeirra var.

Systurnar Marion og Anne-Lise Herrera, Marion til vinstri hörpuleikari, Anne-Lise á selló.Margir Íslend­ingar upp­götv­uðu sömu­leiðis Nice í sumar þar sem í fyrsta skipti var hægt að fljúga beint frá Kefla­vík til Nice með WOW-air frá júní til sept­em­ber­loka. Það var því ekki óal­gengt að heyra tal­aða íslensku í mið­borg­inni í sum­ar, nokkuð sem er alveg nýtt hér. En þá eru ekki allar óvæntar upp­á­komur taldar hvað varðar Ísland. 

Auglýsing

Milli jóla og nýars var nefni­lega boðið í íslenskt síð­deg­is­sam­kvæmi fyrir lítil og „stærri“ börn í mesta „tren­dý“ hverfi Nice sem kennt er við Bonap­ar­te-­götu. Það var veit­inga­stað­ur­inn Bel œil (Fag­urt auga), ein­stak­lega skemmti­lega inn­rétt­aður staður á Emmanuel Phili­bert­i-­götu, sem í sam­vinnu við konu frá Nice, Marion Her­rera, sem hefur búið í tutt­ugu ár á Íslandi, buðu til þess­arar sam­veru­stund­ar. Það verður að segj­ast eins og er að það er nokkuð sér­stakt hér í borg, þar sem hægt er að telja Íslend­inga á fingrum ann­arrar hand­ar, að fara í eins konar íslenskt jóla­boð og bragða á hangi­kjöti og laufa­brauði. Marion spil­aði á hörpu og systir hennar Ann­e-Lise Her­rera á selló. Þær systur eru sömu­leiðis stofn­endur vina­fé­lags­ins Ísland-Kor­síka og spil­uðu þar síð­asta sumar ásamt Ásgerði Jún­í­us­dóttur mezzó­sópr­an. Marion sem var flug­maður í tíu ár, meðal ann­ars hjá Icelanda­ir, er nú að reyna fyrir sér að nýju að tón­list­inni. Þegar þær systur hófu dag­skrána með Heyr himna­smiður var ekki laust við að íslensk augu hafi vöknað örlít­ið. Svo tóku við sögur af Grýlu og Jóla­k­ett­inum með til­heyr­andi lögum á milli eins og Það á að gefa börnum brauð og Jóla­köttur Ingi­bjargar Þor­bergs. Þar á eftir voru hin­ir  íslensku jóla­sveinar kynntir og er óhætt að segja að þeir séu ólíkir þeim franska. Emmanu­el, sonur Marion, söng um jóla­sveina sem ganga um gólf og svo fengu allir hangi­kjöt. Ekki frítt við smá heim­þrá hjá Íslend­ingn­um.

Greinin birt­ist einnig á síðu höf­undar hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None