Karolina fund: Skrifar ævisögu langafa síns

Tryggvi Magnússon teiknaði skjaldarmerkið en er einn af mörgum listamönnum fortíðarinnar sem er eiginlega gleymdur og grafinn, segir langafabarn hans sem nú vinnur að ævisögu hans.

Skjaldarmerkið eftir Tryggva Magnússon.
Skjaldarmerkið eftir Tryggva Magnússon.
Auglýsing

Andrés Úlfur er mann­fræð­ingur og er í augna­blik­inu að skrifa ævi­sögu langafa síns, teikn­ar­ans og mál­ar­ans Tryggva Magn­ú­sonar (1900-1960). Til­efni þess­ara skrifa er að gefa hald­góða inn­sýn inn í líf og feril teikn­ar­ans og mál­ar­ans Tryggva Magn­ús­son­ar. Nýverið voru opin­beruð gögn sem voru í vörslu Þór­dísar Tryggva­dótt­ur, dóttur Tryggva, í meira en fjóra ára­tugi. Þetta er gríð­ar­stórt safn frum­teikn­inga eftir Tryggva sem eru talin í þús­undum og brúar það stærsta hluta ævi hans og mest allan starfs­fer­il. 

Í umfjöll­un­inni um Tryggva Magn­ús­son verður líf hans og fer­ill rak­inn í máli og myndum þar sem stuðst verður við áður óbirt safn hans sem og áður útgefið efni. Þessi frum­gögn sem í fyrsta skipti fá að líta dags­ins ljós, gegna því veiga­miklu hlut­verki í allri umfjöllun og inn­sýn í líf mál­ar­ans og eru þunga­vigtin í kom­andi skrifum um ævi og starfs­feril lista­manns­ins. Þetta voru miklir umbrota­tímar í íslensku þjóð­lífi. Þar fór mest fyrir sjálf­stæð­is­bar­átttu land­ans, sjálfsí­mynda­sköpun nýfull­valda þjóðar og hvernig Íslend­ingar álítu sig menn­ing­ar­lega frá­brugðna öðrum, sem þjóð með sam­eig­in­legan upp­runa og sögu­lega for­tíð. Kjarn­inn hitti Andrés Úlf og tók hann tali.

Hver var Tryggvi Magn­ús­son?

„Tryggvi Magn­ús­son fædd­ist alda­móta­árið 1900 og ólst upp á Ströndum í mik­illi frá­sagna­hefð í umhverfi sem var rómað fyrir galdra og galdra­fár. Hann fór í Gagn­fræði­skól­ann á Akur­eyri og fór svo til útlanda árin 1919-1923 í frekara nám í list­um, til Dan­merk­ur, Banda­ríkj­anna og Þýska­lands. Tryggvi var alkom­inn heim 1923 og hóf hann þá sinn feril sem teikn­ari. Hann Tryggvi er oft tal­inn vera fyrsti teikn­ar­inn á Íslandi sem hafði atvinnu sem slík­ur. Hann var braut­riðj­andi í skop og aug­lýs­inga­teikn­un, sem átti þann draum að vera mál­ari.“

Auglýsing

Er eitt­hvað ein­kenn­andi við list­ina hans?

„Þegar hann var ungur að þá var nán­ast ekk­ert mynd­mál í bók­um. Hann var mjög upp­tek­inn af hetjum Íslend­inga­sagn­anna, þar sem var að finna gríð­ar­lega grein­ar­góðar lýs­ingar á bæði þjóð­sagna­per­sónum og þeirra umhverfi, en án mynd­máls. Hann var fyrst og fremst teikn­ari sem varð meist­ari í að setja mynd við mál. Hann var líka fær málari, en fékk aldrei við­ur­kenn­ingu sem slíkur og hafa þeir tímar sem hann var hluti af eflaust eitt­hvað með það að ger­a.”

Spegillinn

Hver eru hans þekkt­ustu verk? 

„Því miður er Tryggvi einn af mörgum lista­mönnum for­tíð­ar­innar sem er eig­in­lega gleymdur og graf­inn. Þetta er frekar erfið spurn­ing, því í gamla daga var hann eflaust þekkt­astur fyrir mynd­skreyt­ingar sínar í bækur og fyrir teikn­ingar sínar í skopá­deilu­rit­inu Spegl­in­um. Í dag er hann eflaust þekkt­astur fyrir að hafa teiknað núgild­andi skjald­ar­merki Íslands.”

Hvar birt­ust helst verkin hans?

„Tryggvi var gríð­ar­lega afkasta­mik­ill lista­maður og var hann feng­inn í að teikna allt sem fólki dátt í hug á þessum tíma. Hann mynd­skreytti tugi barna- og ævin­týra­bóka. Hann var rit­stjóri og aðal teikn­ari skopá­deilu­blaðs­ins Speg­ils­ins í yfir tutt­ugu ár. Hann var einn af þeim merku lista­mönnum sem tók þátt í að hanna og mynd­skreyta allt fyrir Alþing­is­há­tíð­ina 1930. Hann teikn­aði jóla­svein­ana með ljóðum Jóhann­esar úr Kötl­um. Tryggvi var fyrsti aug­lýs­inga­teikn­ari Raf­skinnu árin 1935-1945 og árið 1944 var teikn­ing hans af land­vætt­unum við­ur­kennd sem opin­bert skjald­ar­merki lýð­veldis Íslands. Þessi upp­taln­ing er alls ekki tæm­andi og verður það tals­verð áskorun að koma því öllu fyrir í einni bók.“

Ef það er ein­hver þarna úti sem býr yfir ein­hverjum fróð­leik um Tryggva og vill deila honum með höf­und er bent að net­fangið skjald­ar­merk­ið@g­mail.com. 

Í augna­bliknu er staðið fyrir fjár­öflun hjá Karolina­fund svo að ævi­sagan um þennan stór­brotna lista­mann verði að veru­leika. „Ég bið auð­vitað alla listaunn­endur og alla þá sem vett­lingi geta valdið að taka þátt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None