Fillon situr í súpunni

Spillingarmálin hrannast upp hjá franska forsetaframbjóðandandum François Fillon. Búið er að ákæra hann fyrir misnotkun á almannafé og misbeitingu áhrifa. Fillon kennir Hollande forseta um og segir hann hafa sett á fót leynisellu til að leka upplýsingum.

François Fillon, forsetaframbjóðandi í Frakklandi.
François Fillon, forsetaframbjóðandi í Frakklandi.
Auglýsing

Kosn­inga­bar­áttan fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi er nú komin á fulla ferð. Fram­bjóð­endur eru ell­efu, langt frá met­inu frá 2002 þegar þeir voru sext­án. Fjár­mál François Fillon hafi þó vakið mesta athygli og dálítið skyggt á umræður um stefnur hinna ólíku fram­bjóð­enda. Á dög­unum var Fillon ákærður fyrir mis­notkun á almannafé og fyrir mis­beit­ingu áhrifa en það er í fyrsta skiptið sem for­seta­fram­bjóð­andi stendur í slíku í miðri kosn­inga­bar­áttu. Nýlega bár­ust af því fregnir að rann­sak­endur hefðu fundið skjöl und­ir­rituð af Pen­elope Fillon sem áttu að sanna raun­veru­lega vinnu hennar en sem eru lík­leg ný. 

Sí­fellt fleiri mál skjóta upp koll­inum í kring­um Fillon. Þegar fjár­hags­leg og eignarstaða allra fram­bjóð­end­anna var kynnt í vik­unni kom í ljós að Marie, dótt­ir Fillons, sem talin er hafa verið á launum hjá föður sínum þegar hann var öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur, eins og bróðir henn­ar, án þess að leysa af hendi nokkra vinnu, lán­aði föður sínum 30.000 evrur á síð­asta ári til að borga skatta.

Einnig hefur komið í ljós að hún greiddi föður sínum fyrir nokkru 35.000 evrur og sagð­ist hafa verið að end­ur­greiða hluta af kostn­aði við brúð­kaup sitt sem var 50.000 evr­ur. Trúi hver sem vill. Það hlýtur að koma á óvart að maður sem býr á óðals­setri sem kostar yfir milljón evrur og með tekjur eins François Fillon borgi ekki brúð­kaup dóttur sinn­ar, eins og oft er gert, ekki síst hjá klass­ískum kaþ­ólikkum eins og Fillon-­fjöl­skyld­unn­i. 

Fillon við­ur­kenndi í vin­sælasta stjórn­mála­þætti sjón­varps­ins í gær að það hefðu verið mis­tök að þiggja fata­gjafir frá ríkum vini upp á nærri 50.000 evrur og lofar að þeim verði skil­að. Allt vekur þetta spurn­ingar um hvernig slíkur maður eigi eftir að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi þegar fjár­sterkir aðilar geta beitt hann þrýst­ingi vegna gjafa. 

Í sjón­varps­þætt­inum í gær sak­aði François Fillon, for­set­ann François Hollande um að hafa sett á fót eins konar leyn­isellu í Elysée-höll til að leka upp­lýs­ingum úr dóms­kerf­inu í því skyni að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga sína, eins og Fillon. Þar vitn­aði hann í nýja bók sem er vænt­an­leg en áður en þætt­inum lauk hafði annar höf­undur bók­ar­innar borið þær ásak­anir til baka. Sagði það fjar­stæðu að Hollande læki upp­lýs­ing­um, og full­yrti að engin leyn­isella væri í for­seta­höll­inni. Þetta væri hrein firra. Lík­lega sýna þessi ummæli Fillons hversu von­laus vörn hans er orð­in, vörn fyr­ir óverj­an­legan mál­stað.

Auglýsing

Margir í flokki Repúblikana, flokki Fillons, segja nærri ófært að stunda kosn­inga­bar­áttu fyrir hann þar sem fót­göngu­lið­arnir sem dreifa bæk­lingum á mörk­uðum og víðar fær yfir sig móðg­anir og háðs­slettur hvar sem þeir fara. Til dæmis snertir fólk á götum úti föt sjálf­boða­lið­anna án þess að segja orð, sem á að gefa í skyn hversu dýr þau séu, allt vísun í fata­gjaf­irn­ar.

Kosn­inga­mið­stöð Fillon lík­ist drauga­húsi og mik­il­vægir flokks­menn lýsa yfir stuðn­ingi við Emmanuel Macron, fram­bjóð­anda „Á Hreyf­ingu“ sem eru sam­tök utan flokka. Tveir fyrrum ráð­herrar frá Chirac tím­anum lýstu yfir stuðn­ingi við Macron í vik­unni og einn öld­unga­deild­ar­þing­maður er kom­inn yfir til hans.

Annað sem vakti athygli í gær voru ummæli Fillons um að síðan fjöl­miðlar hafi orðið yfir­fullir af fréttum af málum hans hafi hann oft hugsað um Pierre Béré­govoy síð­ustu miss­er­i. Pierre Béré­govoy var for­sæt­is­ráð­herra François Mitt­er­and 1993 og fyr­ir­fór sér vegna láns. Þetta hefur verið túlkað sem óbein hótun af hálfu Fillons um að hann hafi hug­leitt sjálfs­víg. Þykir hann hafa gengið nokkuð langt í sjálfs­vor­kunn.

Emmanuel Macron er nú far­inn fram úr Mar­ine Le Pen, pop­u­lista­fram­bjóð­anda Þjóð­ern­is­fylk­ing­ar­innar í skoð­ana­könn­unum 26/24,5 pró­sent. Fillon er langt á eftir með 17 pró­sent og nær, sam­kvæmt því, ekki í aðra umferð­ina 23. apríl þegar fyrri umferðin fer fram.

Repúblikanar reyna að standa saman en margir hljóta þó að blóta Nicolas Sar­kozy, fyrr­ver­andi for­seta og flokks­for­manni. Talið er að hann hafi komið í veg fyrir að flokk­ur­inn setti Fillon af í byrjun mars og byði fram Alain Juppé, borg­ar­stjóra Bor­deaux, í stað­inn en hann var annar í for­vali flokks­ins í nóv­em­ber. Juppé var til­bú­inn að fara fram en ein­ungis ef allir stæðu að baki hon­um. Stuðn­ing­ur­inn var heldur mátt­lít­ill að hálfu Sar­kozys og því hætti Juppé við og Fillon sat áfram. Engin annar vara­maður var á áætl­un. 

Annar fram­bjóð­andi hinna stóru hefð­bundnu flokka í Frakk­landi á einnig í erf­ið­leik­um. Benôit Hamon, fram­bjóð­andi Sósílista­flokks Hollandes, á í erf­ið­leikum með að ná til eyrna kjós­enda og er nú kom­inn í fimmta sætið í skoð­ana­könn­un­um. For­set­inn hefur ekki lýst yfir stuð­ingi við hann en Hamon mót­mælti oft og mikið á kjör­tíma­bil­inu sem er að líða og þar liggur hund­ur­inn graf­inn. Þess vegna eru margir sem ekki styðja hann. Þeir kenna Hamon og hinum þing­mönn­un­um, sem fóru gegn for­seta og rík­is­stjórn, um að hafa spillt fyr­ir Hollande. Einnig telja þeir að Macron sé sá eini sem geti komið í veg fyrir að Mar­ine Le Pen verði kos­in. Hamon er nú á eft­ir Jean-Luc Melanchon sem er fram­bjóð­andi hjá „Óund­ir­gefn­u Frakk­land­i“  La France insoumi sem er lengra til vinstri.  

Auk ráð­herr­anna hefur fjöldi þing­manna og áhrifa­manna í Sós­í­alista­flokknum fært sig til Macrons sem hefur mikið aðdrátt­arafl, aðeins 39 ára gam­all, og hefur aldrei verið kos­inn í eitt né neitt áður sem er merki­legt því hér í Frakk­landi eru það oft­ast lang­reyndir jaxlar með þrjá­tíu ára stjórn­mála­feril að baki sem bjóða sig fram í æðsta emb­ætti lýð­veld­is­ins. 

Verði nið­ur­staðan sú að Macron og Le Pen mæt­ist í annarri umferð 7. maí yrði það sögu­legt. Ekki aðeins sökum ald­urs fra­mjóð­and­anna, þar sem Mar­ine Le Pen er 48 ára, heldur einnig vegna þess að stóru flokk­arnir til hægri og vinstri munu ekki eiga fram­bjóð­anda í úrslitum og eru því úti­lok­aðir frá for­seta­stóli í fyrsta skipti í sögu lýð­veld­is­ins. 

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None