Fillon situr í súpunni

Spillingarmálin hrannast upp hjá franska forsetaframbjóðandandum François Fillon. Búið er að ákæra hann fyrir misnotkun á almannafé og misbeitingu áhrifa. Fillon kennir Hollande forseta um og segir hann hafa sett á fót leynisellu til að leka upplýsingum.

François Fillon, forsetaframbjóðandi í Frakklandi.
François Fillon, forsetaframbjóðandi í Frakklandi.
Auglýsing

Kosn­inga­bar­áttan fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi er nú komin á fulla ferð. Fram­bjóð­endur eru ell­efu, langt frá met­inu frá 2002 þegar þeir voru sext­án. Fjár­mál François Fillon hafi þó vakið mesta athygli og dálítið skyggt á umræður um stefnur hinna ólíku fram­bjóð­enda. Á dög­unum var Fillon ákærður fyrir mis­notkun á almannafé og fyrir mis­beit­ingu áhrifa en það er í fyrsta skiptið sem for­seta­fram­bjóð­andi stendur í slíku í miðri kosn­inga­bar­áttu. Nýlega bár­ust af því fregnir að rann­sak­endur hefðu fundið skjöl und­ir­rituð af Pen­elope Fillon sem áttu að sanna raun­veru­lega vinnu hennar en sem eru lík­leg ný. 

Sí­fellt fleiri mál skjóta upp koll­inum í kring­um Fillon. Þegar fjár­hags­leg og eignarstaða allra fram­bjóð­end­anna var kynnt í vik­unni kom í ljós að Marie, dótt­ir Fillons, sem talin er hafa verið á launum hjá föður sínum þegar hann var öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur, eins og bróðir henn­ar, án þess að leysa af hendi nokkra vinnu, lán­aði föður sínum 30.000 evrur á síð­asta ári til að borga skatta.

Einnig hefur komið í ljós að hún greiddi föður sínum fyrir nokkru 35.000 evrur og sagð­ist hafa verið að end­ur­greiða hluta af kostn­aði við brúð­kaup sitt sem var 50.000 evr­ur. Trúi hver sem vill. Það hlýtur að koma á óvart að maður sem býr á óðals­setri sem kostar yfir milljón evrur og með tekjur eins François Fillon borgi ekki brúð­kaup dóttur sinn­ar, eins og oft er gert, ekki síst hjá klass­ískum kaþ­ólikkum eins og Fillon-­fjöl­skyld­unn­i. 

Fillon við­ur­kenndi í vin­sælasta stjórn­mála­þætti sjón­varps­ins í gær að það hefðu verið mis­tök að þiggja fata­gjafir frá ríkum vini upp á nærri 50.000 evrur og lofar að þeim verði skil­að. Allt vekur þetta spurn­ingar um hvernig slíkur maður eigi eftir að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi þegar fjár­sterkir aðilar geta beitt hann þrýst­ingi vegna gjafa. 

Í sjón­varps­þætt­inum í gær sak­aði François Fillon, for­set­ann François Hollande um að hafa sett á fót eins konar leyn­isellu í Elysée-höll til að leka upp­lýs­ingum úr dóms­kerf­inu í því skyni að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga sína, eins og Fillon. Þar vitn­aði hann í nýja bók sem er vænt­an­leg en áður en þætt­inum lauk hafði annar höf­undur bók­ar­innar borið þær ásak­anir til baka. Sagði það fjar­stæðu að Hollande læki upp­lýs­ing­um, og full­yrti að engin leyn­isella væri í for­seta­höll­inni. Þetta væri hrein firra. Lík­lega sýna þessi ummæli Fillons hversu von­laus vörn hans er orð­in, vörn fyr­ir óverj­an­legan mál­stað.

Auglýsing

Margir í flokki Repúblikana, flokki Fillons, segja nærri ófært að stunda kosn­inga­bar­áttu fyrir hann þar sem fót­göngu­lið­arnir sem dreifa bæk­lingum á mörk­uðum og víðar fær yfir sig móðg­anir og háðs­slettur hvar sem þeir fara. Til dæmis snertir fólk á götum úti föt sjálf­boða­lið­anna án þess að segja orð, sem á að gefa í skyn hversu dýr þau séu, allt vísun í fata­gjaf­irn­ar.

Kosn­inga­mið­stöð Fillon lík­ist drauga­húsi og mik­il­vægir flokks­menn lýsa yfir stuðn­ingi við Emmanuel Macron, fram­bjóð­anda „Á Hreyf­ingu“ sem eru sam­tök utan flokka. Tveir fyrrum ráð­herrar frá Chirac tím­anum lýstu yfir stuðn­ingi við Macron í vik­unni og einn öld­unga­deild­ar­þing­maður er kom­inn yfir til hans.

Annað sem vakti athygli í gær voru ummæli Fillons um að síðan fjöl­miðlar hafi orðið yfir­fullir af fréttum af málum hans hafi hann oft hugsað um Pierre Béré­govoy síð­ustu miss­er­i. Pierre Béré­govoy var for­sæt­is­ráð­herra François Mitt­er­and 1993 og fyr­ir­fór sér vegna láns. Þetta hefur verið túlkað sem óbein hótun af hálfu Fillons um að hann hafi hug­leitt sjálfs­víg. Þykir hann hafa gengið nokkuð langt í sjálfs­vor­kunn.

Emmanuel Macron er nú far­inn fram úr Mar­ine Le Pen, pop­u­lista­fram­bjóð­anda Þjóð­ern­is­fylk­ing­ar­innar í skoð­ana­könn­unum 26/24,5 pró­sent. Fillon er langt á eftir með 17 pró­sent og nær, sam­kvæmt því, ekki í aðra umferð­ina 23. apríl þegar fyrri umferðin fer fram.

Repúblikanar reyna að standa saman en margir hljóta þó að blóta Nicolas Sar­kozy, fyrr­ver­andi for­seta og flokks­for­manni. Talið er að hann hafi komið í veg fyrir að flokk­ur­inn setti Fillon af í byrjun mars og byði fram Alain Juppé, borg­ar­stjóra Bor­deaux, í stað­inn en hann var annar í for­vali flokks­ins í nóv­em­ber. Juppé var til­bú­inn að fara fram en ein­ungis ef allir stæðu að baki hon­um. Stuðn­ing­ur­inn var heldur mátt­lít­ill að hálfu Sar­kozys og því hætti Juppé við og Fillon sat áfram. Engin annar vara­maður var á áætl­un. 

Annar fram­bjóð­andi hinna stóru hefð­bundnu flokka í Frakk­landi á einnig í erf­ið­leik­um. Benôit Hamon, fram­bjóð­andi Sósílista­flokks Hollandes, á í erf­ið­leikum með að ná til eyrna kjós­enda og er nú kom­inn í fimmta sætið í skoð­ana­könn­un­um. For­set­inn hefur ekki lýst yfir stuð­ingi við hann en Hamon mót­mælti oft og mikið á kjör­tíma­bil­inu sem er að líða og þar liggur hund­ur­inn graf­inn. Þess vegna eru margir sem ekki styðja hann. Þeir kenna Hamon og hinum þing­mönn­un­um, sem fóru gegn for­seta og rík­is­stjórn, um að hafa spillt fyr­ir Hollande. Einnig telja þeir að Macron sé sá eini sem geti komið í veg fyrir að Mar­ine Le Pen verði kos­in. Hamon er nú á eft­ir Jean-Luc Melanchon sem er fram­bjóð­andi hjá „Óund­ir­gefn­u Frakk­land­i“  La France insoumi sem er lengra til vinstri.  

Auk ráð­herr­anna hefur fjöldi þing­manna og áhrifa­manna í Sós­í­alista­flokknum fært sig til Macrons sem hefur mikið aðdrátt­arafl, aðeins 39 ára gam­all, og hefur aldrei verið kos­inn í eitt né neitt áður sem er merki­legt því hér í Frakk­landi eru það oft­ast lang­reyndir jaxlar með þrjá­tíu ára stjórn­mála­feril að baki sem bjóða sig fram í æðsta emb­ætti lýð­veld­is­ins. 

Verði nið­ur­staðan sú að Macron og Le Pen mæt­ist í annarri umferð 7. maí yrði það sögu­legt. Ekki aðeins sökum ald­urs fra­mjóð­and­anna, þar sem Mar­ine Le Pen er 48 ára, heldur einnig vegna þess að stóru flokk­arnir til hægri og vinstri munu ekki eiga fram­bjóð­anda í úrslitum og eru því úti­lok­aðir frá for­seta­stóli í fyrsta skipti í sögu lýð­veld­is­ins. 

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk
None