Umhverfisvænar vörur sem stuðla að slökun

Blómkollur býður upp á hágæða vörur með umhverfisvæna gæðavottun sem stuðla að aukinni slökun. Í vörunum fara hönnun og notagildi saman. Og nú getur fólk tryggt sér rúmföt frá fyrirtækinu á Karolina fund.

blómkollur
Auglýsing

Blóm­kollur er nýstofnað fyr­ir­tæki af mynd­list­ar­mann­inum Sig­ríði Soffíu Haf­liða­dóttur en hún starfar kór­stjóri og Ragn­ari Pálm­ari Krist­jáns­syni, hönn­uði og athafna­manni. Mark­mið Blóm­kolls er að bjóða ­upp á vand­aðar hágæða vörur með umhverf­is­væna gæða­vottun sem stuðla að auk­inni slökun þar sem hönnun og nota­gildi fara sam­an. 

Fyrsta vara Blóm­kolls eru 400 þráða satín rúm­föt sem vænt­an­leg eru síðla sum­ars. Sig­ríður Soff­ía, eða Sigga Soffía eins og hún er oft­ast kölluð hefur lengi leitað í mynd­list­ina sem leið til auk­innar slök­unar en mandalan sem prýðir rúm­fötin saman stendur af vatns­lit­aðri flóru Íslands og er ætlað að leiða til auk­innar slök­un­ar. Ragnar Pálmar hefur séð um vöru­þróun og hönn­un. Við spurðum Siggu Soffíu nokk­urra spurn­inga. 

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að þessu verk­efni?

„Ég hafði lengi séð mynd­irnar mínar fyrir mér á fal­legum vörum sem myndu stuðla að auk­inni slök­un. Sjálf hef ég fundið fyrir kvíða og mín leið í átt að bata hefur til dæmis verið fólgin í því að teikna og mála. Hug­myndin að rúm­fata­lín­unni kom til mín í hreið­ur­gerð­inni fyrir komu frum­burð­ar­ins og ákvað að láta þennan gamla draum verða að veru­leika. Við Ragnar fórum að skoða mögu­leik­ann á ung­barna­rúm­fata­línu en vegna gríð­ar­legrar eft­ir­spurnar ákváðum við að bjóða einnig uppá full­orð­ins­sett. Ferlið er búið að vera langt og strangt, við höfum pru­fað ótal efni og nið­ur­staðan varð sú að við munum bjóða upp á 100% 400 þráða satín bóm­ull með oeko-tex gæða­vott­un.“Blómkollur er nýstofnað fyrirtæki af myndlistarmanninum Sigríði Soffíu Hafliðadóttur en hún starfar kórstjóri og Ragnari Pálmari Kristjánssyni, hönnuði og athafnamanni.

Hvað er heil­un­ar­kraftur mandöl­unnar og hvernig teng­ist hann sköp­un­inni?

„Ég hef heill­ast af mandölu­form­inu í langan tíma. Eftir að hafa kynnt mér þetta dáleið­andi, sam­hverfa form sá ég hversu merk­inga­mik­ill tákn­heimur hennar var og heill­að­ist. Mandölur hafa verið til í mörg þús­und ár. Orðið mandala er sanskrít og þýðir hring­ur, marg­hyrn­ing­ur, sam­fé­lag og tengsl. Mandala getur bæði táknað sýni­lega heim­inn í kringum okkur og þann ósýni­lega heim sem býr innra með okk­ur. Upp­haf mandöl­unnar er í miðju henn­ar, heildin sam­ein­ast í kring um miðju/kjarna mandöl­unnar sem síðar verður að einni heild. Þetta hring­laga lista­verk kemur úr tíbetskum búdd­isma og hefur til dæmis verið notað við helgi­at­hafnir og hug­leiðslu.

Allar þess­ar mandölu­teikn­ingar sem ég hef verið að tekna und­an­farin ár hafa verið mín per­sónu­lega hug­leiðslu­að­ferð, ég róast við þá gjörð að teikna og svo finnst mér þetta hring­laga, mynstraða og lit­ríka mandölu­form ró­andi. Ásamt því að teikna mandölur lang­aði mig til að prufa vatns­lit­ina og fór að mála þær íslensku plöntur sem mér þóttu fal­leg­ar, fljót­lega fann ég þessu sam­eig­in­legan far­veg svo úr varð flór­um­andölu­mynd­irnar.“

Hvað bjóðið þið í stað­inn fyrir að heita á verk­efnið ykk­ar?

„Hóp­fjár­öfl­unin gengur ótrú­lega vel inná Karol­ina fund síð­unn­i ­getur fólk tryggt sér rúm­föt á hag­stæðu verði. Fólk getur valið um allskyns pakka. Frá einu ung­barna­setti yfir í BOMB­UNA en þá tryggir ein­stak­ling­ur­inn sér tvö ung­barna­sett, tvö full­orð­ins­sett, inn­ram­maða mandölu­mynd að eigin vali í stærð 50cm x 50cm teikn­aða af mér. Að auki fær hann/hún fjóra einka­tíma í söng og auð­vitað boð í útgáfu­teiti þegar sæng­ur­ver­a­settin kom­a.“

Hægt er að skoða verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk