Mjólkurmolar í kaffið

Rannsóknarhópur hefur hannað mjólkurmola sem sparar rusl og inniheldur fljótandi mjólk inni í sykurkristallahylki.

mjólkurmolar
Auglýsing

Kaffi er uppáhaldsdrykkur margra, enda fjöldi fólks sem telur daginn ekki hafinn fyrr en búið er að dreypa á fyrsta kaffibollanum. Notkun á mjólk og stundum sykri er vel þekkt og mætti jafnvel fullyrða að a.m.k. helmingur þeirra sem drekka kaffi velja að drekka það með slettu af mjólk.

Þessi mjólkursletta getur valdið nokkrum vandræðum þegar kaffi er drukkið við ákveðnar aðstæður, t.d. í flugvélum eða á ráðstefnum. Við slíkar aðstæður þykir oft ekki fýsilegt að vera með stóra mjólkurfernu. En til að gera mjólkurdrykkjufólki til hæfis eru oft til staðar pínulitlar umbúðir sem innihalda akkúrat það sem samsvarar einni slettu af mjólk.

Það gefur auga leið að litlu fernurnar skilja eftir sig gommu af rusli, aðallega plasti, sem gott er að forðast. Til að leysa þetta vandamál hefur rannsóknarhópur við Martin-Luther-Universität Halle-Wittenberg hannað nokkurs konar mjólkurmola, mola sem innihalda fljótandi mjólk inní sykurkristallahylki.

Auglýsing

Mjólkurmolarnir verða til þegar mjólkinni og súkrósa eða gervisykrinum erythritol er blandað saman og síðan kælt á ákveðinn hátt í sérstökum formum. Við kælinguna mynda sykursameindirnar kristalla sem raðast upp utan um mjólkina. Inní hylkinu er því fljótandi mjólk sem blandast við kaffið þegar sykurinn hefur bráðnað saman við það.

Samkvæmt rannsóknum hópsins geta molarnir enst í allt að 3 vikur, svo það er tilvalið fyrir flugfélög eða hótel að nýta þennan kost til að minnka sorpið. Því miður er staðan ennþá þannig að þeir hafa engan áhuga á því að drekka sykrað kaffi geta ekki nýtt þessi hylki. En við treystum á að lausn við því verði fundin fyrr en varir. Á sama tíma er einnig unnið að því að skoða hvort hylkin uppfylli allar þær kröfur sem við gerum til matvæla, en fyrr er ekki hægt að selja mjólkurmolana sem matvöru.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk