Svona var almyrkvinn úr geimnum

Þessar myndir voru teknar úr margra milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Auglýsing

Gervi­tungla­myndir úr margra milljón kíló­metra fjar­lægð frá jörðu sýna glögg­lega skugga tungls­ins frá sól­inni fær­ast yfir Norð­ur­-Am­er­íku á mánu­dag.

Earth Polychrom­atic Imaging Camera, eða EPIC, náði tólf lit­myndum af jörð­inni þegar tunglið gekk fyrir sólu og mynd­aði almyrkva í Norð­ur­-Am­er­íku 21. ágúst. EPIC er um borð í gervin­hettinnum Deep Space Climate Observatory, eða DSCOVR, þaðan sem bjarta hlið jarðar er mynduð á hverjum degi.

Mynd­bandið hér að ofan er frá Geim­ferða­stofnun Banda­ríkj­anna, NASA, sem rekur gervi­hnött­inn. Hann var sendur á spor­baug um sólu árið 2015 og á að rann­saka geim­veður og fylgj­ast með jörð­inni. Úr þess­ari fjar­lægð má greina stór verð­ur­kerfi með góðu móti, eins og glöggir les­endur hafa kannski tekið eft­ir.

Auglýsing

Það var 6. júlí 2015 sem DSCOVR sendi fyrstu mynd­irnar af allri sól­ar­hlið jarð­ar­innar aftur til vís­inda­manna hjá NASA. Síðan hefur gervi­tunglið sent nokkrar myndir á hverjum degi af jörð­inni. Þær birt­ast svo allar á vefnum 12 til 36 klukku­stundum eftir að þær eru fram­kall­að­ar.

Ásamt því að fylgj­ast með og taka myndir af jörð­inni er DSCOVR­-­gervi­hnött­ur­inn mik­il­vægt tæki fyrir vís­inda­menn til þess að rann­saka og glöggva sig betur á sól­ar­vindum og geim­veðri. Gervi­hnött­ur­inn er stað­settur á milli sólar og jarðar – í fyrsta Lagrangi­an-­punkti svo notuð séu stjarn­fræði­leg hug­tök – og fær þess vegna fyrst veður af sól­gosum eða sól­vind­um, áður en þeir lenda á jörð­inni.

Hægt er að skoða allar mynd­irnar af jörð­inni á sér­stökum und­ir­vef NASA fyrir DSCOVR­-­gervi­hnött­inn.

Lagrangian-punktarnir eru fimm. Þeir merkja allir mismunandi afstöðu við sólina, jörðina og tunglið. DSCOVR-gervihnötturinn er í stöðu L1.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiFólk