Svona var almyrkvinn úr geimnum

Þessar myndir voru teknar úr margra milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Auglýsing

Gervi­tungla­myndir úr margra milljón kíló­metra fjar­lægð frá jörðu sýna glögg­lega skugga tungls­ins frá sól­inni fær­ast yfir Norð­ur­-Am­er­íku á mánu­dag.

Earth Polychrom­atic Imaging Camera, eða EPIC, náði tólf lit­myndum af jörð­inni þegar tunglið gekk fyrir sólu og mynd­aði almyrkva í Norð­ur­-Am­er­íku 21. ágúst. EPIC er um borð í gervin­hettinnum Deep Space Climate Observatory, eða DSCOVR, þaðan sem bjarta hlið jarðar er mynduð á hverjum degi.

Mynd­bandið hér að ofan er frá Geim­ferða­stofnun Banda­ríkj­anna, NASA, sem rekur gervi­hnött­inn. Hann var sendur á spor­baug um sólu árið 2015 og á að rann­saka geim­veður og fylgj­ast með jörð­inni. Úr þess­ari fjar­lægð má greina stór verð­ur­kerfi með góðu móti, eins og glöggir les­endur hafa kannski tekið eft­ir.

Auglýsing

Það var 6. júlí 2015 sem DSCOVR sendi fyrstu mynd­irnar af allri sól­ar­hlið jarð­ar­innar aftur til vís­inda­manna hjá NASA. Síðan hefur gervi­tunglið sent nokkrar myndir á hverjum degi af jörð­inni. Þær birt­ast svo allar á vefnum 12 til 36 klukku­stundum eftir að þær eru fram­kall­að­ar.

Ásamt því að fylgj­ast með og taka myndir af jörð­inni er DSCOVR­-­gervi­hnött­ur­inn mik­il­vægt tæki fyrir vís­inda­menn til þess að rann­saka og glöggva sig betur á sól­ar­vindum og geim­veðri. Gervi­hnött­ur­inn er stað­settur á milli sólar og jarðar – í fyrsta Lagrangi­an-­punkti svo notuð séu stjarn­fræði­leg hug­tök – og fær þess vegna fyrst veður af sól­gosum eða sól­vind­um, áður en þeir lenda á jörð­inni.

Hægt er að skoða allar mynd­irnar af jörð­inni á sér­stökum und­ir­vef NASA fyrir DSCOVR­-­gervi­hnött­inn.

Lagrangian-punktarnir eru fimm. Þeir merkja allir mismunandi afstöðu við sólina, jörðina og tunglið. DSCOVR-gervihnötturinn er í stöðu L1.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFólk