Frægðin er fallvölt: „Vandi” íslenskrar knattspyrnu

Uppgangur landsliðsins hefur átt sér stað á sama tíma og aukin einstaklingshyggja, græðgi og firring hafa rutt sér til rúms í íþróttinni. Þessi krísa hefur að hluta skapað tækifæri Íslands og aðstæður þar sem styrkleikar okkar nýtast best.

7DM_7064_raw_171009.jpg landslið knattspyrna fótbolti hm2018 fagn
Auglýsing



Upp­gangur lands­liðs­ins hefur átt sér stað á sama tíma og aukin ein­stak­lings­hyggja, græðgi og firr­ing hafa rutt sér til rúms í íþrótt­inni. Þessi krísa hefur að hluta skapað tæki­færi Íslands og aðstæður þar sem styrk­leikar okkar nýt­ast best. En 
hnignun kann að leyn­ast handan við horn­ið. 

Íslensk knatt­spyrna stendur á hátindi frægðar sinn­ar. Eftir árangur karla­lands­liðs­ins á Evr­ópu­mót­inu 2016, og eftir að liðið fylgdi þeim árangri eftir með því að tryggja sig á loka­keppni Heims­meist­ara­móts­ins í Rúss­landi næsta sum­ar, hafa augu heims­byggð­ar­innar beinst að Íslandi. Augu undr­unar og aðdá­un­ar. 

For­víg­is­menn knatt­spyrn­unnar á Íslandi hafa eignað þennan árangur góðu starfi innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar á und­an­förnum árum, að mörgu leyti með réttu. Miklar fram­farir hafa átt sér stað í umgjörð íslenskrar knatt­spyrnu á síð­ustu árum og fag­mennska ein­kennir alla vinnu í kringum lands­lið­ið. En það er fleira sem hangir á spýt­unni. Árangur karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu er ekki afrakstur ára­langrar og þaul­skipu­lagðrar vinnu knatt­spyrnu­yf­ir­valda með það að mark­miði að akkúrat þetta lið myndi slá í gegn með þessum hætti akkúrat núna. Til­vilj­anir og heppni ráða þar einnig miklu. 

Auglýsing

Önnur mik­il­væg ástæða þess að íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu nær þessum árangri má segja að sé að mörg lands­lið þaul­reyndra knatt­spyrnu­þjóða eiga í til­vist­ar­kreppu. Hún er til­komin vegna alþjóð­legrar þró­unar sem felur í sér aukna atvinnu­væð­ingu, mark­aðsvæð­ingu og stjörnu­dýrkun sem hefur myndað kúltúr í íþróttum sem ýtir undir ein­stak­lings­hyggju, græðgi, firr­ingu og jafn­vel spill­ingu. Slíkur kúlt­úr, þar sem ein­stak­lings­hyggju er hampað á kostnað heild­ar­hyggju, er alveg sér­stak­lega óheppi­legur í hóp­í­þrótt­um, þar sem byggja þarf upp lið sem þarf að vinna saman og nýta sér allar bjargir til að ná árangri í harðri keppni. Þegar and­rúms­loft innan liða ein­kenn­ist af frama ein­stak­lings­ins, græðgi, öfund og stirðum sam­skiptum þá eru for­sendur þess að liðið virki sem lið ekki til stað­ar. Slík lið – ef lið skyldi kalla – ná ekki hámarks­ár­angri. 

Krísa afrek­s­í­þrótta og tæki­færi Íslands

Þessi krísa afrek­s­í­þrótta hefur leitt til þess að mikið af sterkum knatt­spyrnu­þjóðum – þjóðum sem búa yfir mik­illi sögu, hefð, fjár­magni og afburða hæfi­leik­a­ríkum knatt­spyrnu­mönnum –  eiga nú undir högg að sækja á knatt­spyrnu­vell­in­um. Hefur árangur marga þess­ara þjóða því verið langt undir vænt­ing­um. Vand­inn sem fylgir mark­aðsvæð­ingu knatt­spyrn­unnar er þó ekki ein­skorð­aður við „stóru” atvinnu­manna­þjóð­irnar heldur birt­ist hann hjá nán­ast öllum liðum í kjöl­far þess að þau ná árangri á hinu stóra sviði afrek­s­í­þrótta. Þetta á því einnig við um  minni þjóðir sem eiga sín tíma­bundnu gull­ald­ar­skeið. „Smá­þjóð­ir” eins og Nor­eg­ur, Hol­land og Króa­tía eru ágætis dæmi um þetta. Gull­aldir renna sitt skeið.

Karla­lands­lið Nor­egs átti sitt gull­ald­ar­skeið á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Lið­ið, undir hand­leiðslu Egils „Drillo” Olsen, komst á þrjú stór­mót (sín fyrstu) og í annað sætið á FIFA list­anum svo­nefnda. Frá­bær árangur hjá ekki stærri þjóð. En frá alda­mótum hefur norska liðið ekki náð inn á fleiri stór­mót og árangur þess farið lóð­beint niður á við. Sama má segja um hol­lenska lands­lið­ið. Eftir að hafa náð brons­verð­launum í Heims­meist­ara­keppn­inni 2014 þá hefur liðið hvorki náð að kom­ast í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins 2016 né Heims­meist­ara­móts­ins 2018. Hnignun hol­lenskrar knatt­spyrnu blasir við. Það sama er að ger­ast í Króa­tíu en kannski ekki með jafn afdrátt­ar­lausum hætti, alla vega enn sem komið er. Gullöld Króata hófst við ­sam­bands­slit­in frá Júgóslavíu í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins og hafa króat­ísk lands­lið verið ein­stak­lega sig­ur­sæl und­an­farin miss­eri í knatt­spyrnu, körfuknatt­leik og hand­knatt­leik. En það er mál manna í Kró­tíu að gull­ald­ar­skeiðið sé á enda. Lands­lið Króata hafa ekki náð sömu hæðum og áður og á und­an­förnum miss­erum hefur árangur þeirra verið langt undir vænt­ing­um, sér­stak­lega í körfuknatt­leik og knatt­spyrnu.„Við höfum ekki gleymt leiknum í íþróttunum. Íslensku leikmennirnir setja landsliðið í fyrsta sæti. Þeir eru vinir og félagar, þeir spila með hjartanu og smita frá sér metnaði, jákvæðni og trú sem gerir það að verkum að það er eins og við séum allt í einu komnir með tólfta, og jafnvel þrettánda manninn, inn á völlinn. Það eru þessir grundvallarþættir góðra liða sem virka svo sjálfsagðir í orði, en eru það ekki endilega á borði“.  Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það má því halda því fram að árang­urs­rík lið verði oft fórn­ar­lömb eigin vel­gengni. Menn verða góðu vanir og eiga erfitt með að takast á við breyttar aðstæður og áskor­anir sem fylgja því að ná árangri í íþrótt­um. Frægðin getur verið fall­völt. Sviðs­ljósið blindar og árangur stígur litlu lið­unum til höf­uðs sem fjar­læg­ast smátt og smátt þau gildi sem upp­haf­lega skópu ár­angur þeirra. Dæmin hér að ofan eiga það öll sam­merkt að hnignun þess­ara lands­liða hélst í hendur við vax­andi ein­stak­lings­hyggju á kostnað heild­ar­hyggju og fórn­fýsi fyrir lið­ið, land og þjóð. Þau hafa að ein­hverju leyti tapað þessum jákvæðu, upp­byggi­legu og árang­urs­ríku gildum sem eru und­ir­stöður góðra liða. Það verður þessum liðum að falli. 

Lán­semi ís­lenskra lands­liða liggur meðal ann­ars í því að veik­leikar and­stæð­inga okkar – og nútíma afrek­s­í­þrótta – hafa gefið okkur færi á að nýta okkur þá, og kom­ast fram úr þeim, alla vega um stund­ar­sak­ir. Ef Hol­lend­ingar hefðu til að mynda spilað eins og þeir eiga að sér í und­ankeppni Evr­ópu­móts­ins 2016 þá hefði Ísland senni­lega ekki kom­ist í loka­keppn­ina. Ef Króatar og Tyrkir hefðu spilað eins og þeir eiga að sér í und­ankeppni Heims­meist­ara­móts­ins 2018 þá hefði Ísland senni­lega ekki kom­ist í loka­keppn­ina. Eins dauði er ann­ars brauð í þessu eins og öðru.

Ísland hefur gert vel í að nýta sér þau tæki­færi sem hafa skap­ast í afrek­s­í­þróttum á und­an­förnum árum. Ekki bara í knatt­spyrnu, heldur líka í körfuknatt­leik og hand­knatt­leik. Það að öll okkar helstu lands­lið séu að kom­ast á stór­mót í íþróttum þessi árin ber merki þess. Hluti skýr­ing­ar­innar á árangri íslenskra lands­liða þessi miss­erin er að við erum á réttum stað á réttum tíma. Lán­semi okkar felst í því að helstu eig­in­leikar okkar sem íþrótta­þjóðar eru þeir eig­in­leikar sem þessi afrek­s­í­þróttalið hafa einmitt tapað á und­an­förnum árum. Í því felst sér­staða okk­ar. 

For­skot íslenskra lands­liða liggja því í gild­un­um, vinnu­brögð­unum og hug­ar­far­inu sem þau hafa til­einkað sér – sem eru mikið til sömu gildi og þjóðir eins og Norð­menn, Hol­lend­ingar og Króatar höfðu í hávegum þegar frægð­ar­sól þeirra reis sem hæst. Gildi eins og sam­vinna, fórn­fýsi, þjóð­arstolt, vinnu­semi, leik­gleði og agi. Íslensku lands­liðin hafa þessi gildi í hávegi. „Við eigum fullt af leik­mönnum sem eru til­búnir að leggja allt á sig þó svo að þeir fái ekki sviðs­ljósið” sagði Heimir Hall­gríms­son, lands­liðs­þjálf­ari. Þessi eft­ir­sókn­ar­verðu gildi gera liðin okkar ekki bara að góðum lið­um, heldur leik­menn­ina að heil­steyptum og góðum ein­stak­ling­um. Heimir kall­aði einmitt eftir þessum gildum eftir ófar­irnar gegn Finn­um. „Við núll­stilltum okkur og fórum aftur í grunn­gild­in” sagði hann eftir fræk­inn sigur íslenska karla­lands­liðs­ins á Tyrkj­um. Gildin virka sem ósýni­legt afl sem tengir ein­stak­linga saman í eitt­hvað stærra, meira og merki­legra og nær því besta frá öllum – í sam­of­inni heild. Það gildir nefni­lega einu hvað við eigum góða fót­bolta­menn. Ef gild­in, við­horfin og karakt­er­inn eru ekki í lagi þá náum við ekki hámarks­ár­angri. 

Íslenskur íþróttakúltúr er enn þá frekar ósnort­inn af pen­inga­væð­ing­unni. Við Íslend­ingar erum enn þá á­huga­menn í eðli okk­ar. Við höfum ekki gleymt leiknum í íþrótt­un­um. Íslensku leik­menn­irnir setja lands­liðið í fyrsta sæti. Þeir eru vinir og félag­ar, þeir spila með hjart­anu og smita frá sér metn­aði, jákvæðni og trú sem gerir það að verkum að það er eins og við séum allt í einu komnir með tólfta, og jafn­vel þrett­ánda mann­inn, inn á völl­inn. Það eru þessir grund­vall­ar­þættir góðra liða sem virka svo sjálf­sagðir í orði, en eru það ekki endi­lega á borði. 

Vandi fylgir veg­semd hverri

Vandi íslenskrar knatt­spyrnu í dag – ver­andi á hátindi frægð­ar­innar –  er hvernig á að takast á við hnign­un­ina sem kann að leyn­ast handan við horn­ið. Nýlegur árangur íslenskrar knatt­spyrnu gerir það að verkum að lands­liðin okkar standa frammi fyrir ógn af mark­aðsvæð­ingu íþrótta. Dæmin frá Nor­egi, Króa­tíu, Hollandi og fleiri þjóðum eiga að vera okkur víti til varn­að­ar. Hnatt­væð­ingin máir út stað­bundin ein­kenni og ein­stak­lings­hyggjan og græðgin breiða úr sér til þeirra sem ná árangri og verða þeir því oft mark­aðsvæð­ing­unni að bráð. Þetta eru þættir sem hola liðin að innan þannig að ekk­ert stendur eftir nema umbúð­ir, en ekk­ert inni­hald. 

Við þurfum því að vera á varð­bergi ef við ætlum að við­halda árangrin­um. Við þurfum að við­halda gild­un­um. Við verð­um, í þeirri stöðu sem við erum í í dag, að styrkja grunn­stoð­irnar og vinna í því að efla karakter lands­liðs­manna fram­tíð­ar­inn­ar, frá fyrstu skrefum til þeirra síð­ustu. Að kenna grunn­gildin sem hafa reynst öllum sig­ur­sælum smá­þjóðum gulls ígildi. Við þurfum einnig að fræða þá sem standa leik­mönn­unum næst; þjálf­ara, for­eldra, umboðs­menn og aðra áhrifa­valda. Hjálpa þeim að sjá stóru mynd­ina og halda sínu fólki við efn­ið. Því ef við náum að koma böndum á óæski­leg áhrif mark­aðsvæð­ingar íþrótta þá getur litla Ísland ekki bara komið á óvart einu sinni eða tvisvar, heldur fest sig í sessi meðal þeirra bestu. Hættan er aftur á móti sú að við hverfum af stóra svið­inu eins skyndi­lega og við komust á það og að and­laus lands­lið fram­tíð­ar­innar leiki á nýja þjóð­ar­leik­vang­inum hálf­tóm­um, leiki sem engu máli skipta. 

Almenn nálgun okkar Íslend­inga á íþróttir er í dag bæði heil­brigð og árang­urs­rík; höldum henni þannig.

Höf­undur starfar sem dós­ent í félags­fræði við Háskóla Íslands og sem íþrótta­ráð­gjafi. Hann er höf­undur bók­ar­innar „Sport in IcelandHow sm­all nations achi­eve international success“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk