Loftslagsmaraþon í Reykjavík

Venjulegt fólk getur lagt sitt að mörkum í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Við getum t.d. passað að flokka ruslið okkar, nýta betur matinn okkar, minnka kjötneyslu og nota almenningssamgöngur meira svo dæmi séu nefnd.

loftlagsmál 12.10.2017
Auglýsing

Í umræðunni um loftslagsmál ber oft á vanmætti almennings gegn þeim breytingum sem við mannfólkið hrintum af stað fyrir margt löngu. Það er þó alls ekki svo að við sem einstaklingar höfum engin tól til að sporna við hlýnun jarðar þó oft finnist okkur hindranirnar óyfirstíganlegar. Við getum t.d. passað að flokka ruslið okkar, nýta betur matinn okkar, minnka kjötneyslu og nota almenningssamgöngur meira svo dæmi séu nefnd.

Margir finna þó hjá sér þörf til að gera miklu meira og um leið hjálpa samborgurum sínum að taka skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl. Það getur þó reynst erfitt að finna vettvang fyrir slíkan boðskap, annan en rökræður yfir kaffibolla eða á barnum, sem skila því miður misgóðum árangri.

Verkefnið Climathon eða loftslagsmaraþon, gæti þó vakið áhuga þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Verkefnið gengur útá samvinnu fólks úr mismunandi hópum samfélagsins sem leggja krafta sína saman til að finna lausnir við þeirri ógn sem loftslagsbreytingar eru.

Auglýsing

Loftslagsmaraþonið er alþjóðlegt verkefni runnð undan rifjum Climate-KIC, evrópskra samtaka um loftslagsmál. Verkefnið er nú haldið í þriðja sinn en í fyrsta skipti einnig á Íslandi. Maraþonið stendur yfir í 24 klukkustundir og fer samtímis fram í 237 borgum útum allan heim.

Verkefnið hér í Reykjavík er styrkt af Matís og Reykjavíkurborg. Verkefnið verður haldið í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12 og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun hefja maraþonið klukkan 13:00 þann 27. október næstkomandi. Frestur til að skrá sig til leiks er 15. október svo nú fer hver að verða síðastur. Hægt er að skrá sig heimasíðu verkefnisins en upplýsingar er einnig að finna á facebook-síðu viðburðarins.

Þó hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða standa einstaklingar á Íslandi á bak við það að koma því á koppinn hér innan lands. Þetta verkefni sýnir okkur hversu mikill dugnaður býr í fólki sem raunverulega vill breyta því hvernig við komum fram við náttúruna, alveg á sama hátt og átakið Plastlaus September gerði. Þessi verkefnið eru því mikill innblástur og vonandi munum við sjá aukna umhverfisvitund í kjölfar þeirra.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk