Loftslagsmaraþon í Reykjavík

Venjulegt fólk getur lagt sitt að mörkum í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Við getum t.d. passað að flokka ruslið okkar, nýta betur matinn okkar, minnka kjötneyslu og nota almenningssamgöngur meira svo dæmi séu nefnd.

loftlagsmál 12.10.2017
Auglýsing

Í umræðunni um loftslagsmál ber oft á vanmætti almennings gegn þeim breytingum sem við mannfólkið hrintum af stað fyrir margt löngu. Það er þó alls ekki svo að við sem einstaklingar höfum engin tól til að sporna við hlýnun jarðar þó oft finnist okkur hindranirnar óyfirstíganlegar. Við getum t.d. passað að flokka ruslið okkar, nýta betur matinn okkar, minnka kjötneyslu og nota almenningssamgöngur meira svo dæmi séu nefnd.

Margir finna þó hjá sér þörf til að gera miklu meira og um leið hjálpa samborgurum sínum að taka skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl. Það getur þó reynst erfitt að finna vettvang fyrir slíkan boðskap, annan en rökræður yfir kaffibolla eða á barnum, sem skila því miður misgóðum árangri.

Verkefnið Climathon eða loftslagsmaraþon, gæti þó vakið áhuga þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Verkefnið gengur útá samvinnu fólks úr mismunandi hópum samfélagsins sem leggja krafta sína saman til að finna lausnir við þeirri ógn sem loftslagsbreytingar eru.

Auglýsing

Loftslagsmaraþonið er alþjóðlegt verkefni runnð undan rifjum Climate-KIC, evrópskra samtaka um loftslagsmál. Verkefnið er nú haldið í þriðja sinn en í fyrsta skipti einnig á Íslandi. Maraþonið stendur yfir í 24 klukkustundir og fer samtímis fram í 237 borgum útum allan heim.

Verkefnið hér í Reykjavík er styrkt af Matís og Reykjavíkurborg. Verkefnið verður haldið í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12 og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun hefja maraþonið klukkan 13:00 þann 27. október næstkomandi. Frestur til að skrá sig til leiks er 15. október svo nú fer hver að verða síðastur. Hægt er að skrá sig heimasíðu verkefnisins en upplýsingar er einnig að finna á facebook-síðu viðburðarins.

Þó hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða standa einstaklingar á Íslandi á bak við það að koma því á koppinn hér innan lands. Þetta verkefni sýnir okkur hversu mikill dugnaður býr í fólki sem raunverulega vill breyta því hvernig við komum fram við náttúruna, alveg á sama hátt og átakið Plastlaus September gerði. Þessi verkefnið eru því mikill innblástur og vonandi munum við sjá aukna umhverfisvitund í kjölfar þeirra.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk