Eftir fjórtán mánaða prufutíma, þar sem aðeins starfsmenn Amazon máttu versla, hefur hin byltingarkennda nýja Amazon Go verslun fyrirtækisins verið opnuð almenningi í Seattle í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru.
Nú getur fólkið verslað í búðinni án þess að nokkur búðarkassi sé sjáanlegur eða neitt slíkt. Fólk gengur inn, skannar símann og velur síðan vörurnar sem það vill, og gengur út.
Viðskiptin fara fram í gegnum Amazon svæði notenda í símanum.
Amazon tilkynnti um tæknina fyrir fjórtán mánuðum, og opnaði þá verslun innan starfssvæðis Amazon í Seattle en einungis starfsmenn gátu þó verslað í búðinni.
After more than a year of testing with an employee-only focus group, Amazon Go opens to the public Monday in downtown Seattle https://t.co/7LZp5a9ESJ pic.twitter.com/wzM9EpzKAh
— Bloomberg (@business) January 21, 2018
Hefur prufun á búnaðinum í búðinni verið í gangi síðan, en flókinn hugbúnaður, sem meðal annars vinnur með myndavélum og skynjurum í lofti búðarinnar, gerir fólki það mögulegt að versla með þessum hætti.
Amazon er með einkaleyfi á notkun þessa búnaðar, og gera greinendur ráð fyrir því að fyrirtækið muni setja upp mikinn fjölda verslana, vítt og breitt um Bandaríkin á næstunni, og síðan víðar um heim þar á eftir. Engin áform hafa þó verið kynnt um það, og mikil leynd sem hefur einkennt þróunina.
Verslunin mun ekki þurfa starfsfólk á kassa, en Amazon hefur gefið það út að tæknin auki áreiðanleika í viðskiptum, geri verslanir öruggari og hagkvæmari.
Lager verslunarinnar í Seattle er tölvustýrður og að mestu sjálfvirkur, þegar kemur að því að skipta út vörum og fylla á hillur.
In the name of journalism, I tried to shoplift from Amazon Go, the company’s convenience store of the future. Here’s what happened https://t.co/f3n5L3f6H5
— Nick Wingfield (@nickwingfield) January 21, 2018
Í umfjöllun New York Times, þar sem blaðamaður blaðsins heimsótti verslunina, kemur fram að ekki sé ljóst enn hvað Amazon hyggist gera nákvæmlega, með þennan búnað. Orðrómur hafi verið um það, að Whole Foods verslanirnar, sem eru í eigu Amazon, muni taka upp búnaðinn en fyrirtækið hefur ekki staðfest það.
Þá hefur þá einnig verið nefnt, að Amazon ætli sér að selja öðrum verslunarrekendum búnaðinn til afnota, í sínum verslunum, og hafa þannig tekjur af hugbúnaðinum sérstaklega.