Lítil fita eða lágkolvetna, hvort á að velja?

Getur verið að sama gamla klisjan sé einfaldlega sönn, til að grennast þurfi bara að minnka orkuinntöku og auka orkunotkun?

Franskar kartöflur
Auglýsing

Það er ekki að undra að margir hafa velt því fyrir sér hvernig hið full­komna matar­æð­i er ­saman sett. Í nútíma­sam­fé­lagi leyn­ast í hverju horni áróð­urs­kenndar aug­lýs­ingar um holl­ustu eða óholl­ustu kókosolíu og avóka­dó. Þurfum við raun­veru­lega eitt skot af hveitigrassafa á dag, hrært saman við líf­rænt rækt­aða ólífu­ol­íu­ áður en við smellum hrárri nauta­steik á diskinn okkar sem aldrei hefur svo mikið sem heyrt minnst á hvítt hveiti?

Til að svara þeirri spurn­ingu, eða kannski fjöl­mörgum slíkum spurn­ing­um, réðst rann­sókn­ar­hópur við Stan­ford Med­icine í yfir­grips­mikla rann­sókn þar sem lág­kol­vetna og fitu­s­nautt matar­æð­i var borið sam­an.

Í rann­sókn­inni var 609 sjálf­boða­liðum skipt til­vilj­ana­kennt í tvo hópa, annar hóp­ur­inn hélt sig við fitu­s­nautt fæði meðan hinn var settur á lág­kol­vetna­fæði. Til­rauna­tím­inn var 12 mán­uðir og fæðu­sam­setn­ingin var búin til af þátt­tak­end­unum sjálf­um, með leið­bein­ingum frá rann­sókn­ar­að­il­um.

Auglýsing

Í upp­hafi rann­sókn­ar­innar var erfða­efni þátt­tak­enda skoðað m.t.t. gena sem skrá fyrir prótínum sem taka þátt í nið­ur­broti kol­vetna eða fitu. Að auki var grunn­lína horm­óns­ins insúl­íns mæld í hverjum og ein­um. Allt þetta var gert til að skoða hvaða þættir það gætu verið sem hefðu áhrif á árangur ákveð­inna lífs­stíls­breyt­inga.

Að 12 mán­uðum liðnum höfðu hóp­arnir að með­al­tali misst 5,3 og 6 kíló. Sumir þátt­tak­endur í báðum hópum bættu á sig, meðan aðrir þátt­tak­endur misstu veru­legan fjölda kílóa. Hvorki lág­kol­vetna né fitu­s­nautt fæði virt­ist betra hvað varð­aði þyngd­ar­tap.

Til að reyna að skýra hvers vegna ákveðnir ein­stak­lingar létt­ust meðan aðrir bættu á sig var kafað ofan í erfða­gögn þátt­tak­enda. Því miður virt­ist hvergi vera teng­ing á milli ákveð­innar erfða­þátta og þyngd­ar­taps, hvorki meðal þeirra sem skáru niður fitu, né hjá þeim sem minnk­uðu við sig kol­vetni.

Þegar grunn­lína insúl­íns var borin saman milli hópa og innan hópa var það sama uppá ten­ingn­um, enga mark­tæka fylgni var þar að finna.

Þó þetta hafi ekki verið sú nið­ur­staða sem hóp­ur­inn lagði upp með að finna má segja að þessi rann­sókn hafi samt svarað gríð­ar­lega mik­il­vægum spurn­ing­um. Til dæmis hvort er væn­legra til árang­urs að minnka fitu eða minnka kol­vetni í fæðu sinni, en svo virð­ist sem hvoru tveggja skili til­skildum áhrif­um.

Getur verið að sama gamla klisjan sé ein­fald­lega sönn, til að grenn­ast þarf bara að minnka orku­inn­töku og auka orku­notk­un? Jú sann­ar­lega er það lyk­ill­inn á bak við þetta allt sam­an. Þó setn­ingin hljómi ein­föld þá virð­ist ekki alltaf svo ein­falt að fylgja henni.

Ástæðan gæti auð­vitað legið í öðrum þáttum sem rann­sókn­ar­hóp­ur­inn reynir nú að grúska í. Má þar nefna utan­gena­erfð­ir, tján­ing­ar­mynstur gena sem tengj­ast efna­skiptum og hina margróm­uðu örveruflóru melt­ing­ar­veg­ar­ins.

Með tíð og tíma munum við mögu­lega sjá per­sónu­legri leið­bein­ingar um lífs­stíls­breyt­ing­ar. Þangað til er kannski best að hlusta á eigin lík­ama og nýta sér það sem hentar manni best hverju sinni, líka ef að það sem hentar best er að vera ekki í megr­un.

Fréttin birt­ist fyrst á Hvat­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk