Malacidin – nýtt sýklalyf gegn ónæmum bakteríum

Nýtt sýklalyf gefur ástæðu til bjartsýni. Notast var við jarðvegssýni til að leita að genum sem gætu kóðað fyrir sýklalyfjum.

Pillur
Auglýsing

Enn og aftur dúkkar sýklalyfjaónæmið upp hjá okkur og í þetta sinn fréttir sem gefa ástæðu til bjartsýni. Fyrr í vikunni var birt grein í tímaritinu Nature Microbiology þar sem uppgötvun vísindahóps við The Rockefeller University á nýju sýklalyfi er sett fram.

Hópurinn notaði jarðvegssýni til að leita eftir genum sem gætu kóðað fyrir sýklalyfjum. Til að auðvelda sér leitina nýtti hópurinn sér þekkingu sína á svokölluðum kalk-háðum sýklalyfjum. Slík sýklalyf eru eins og nafnið gefur til kynna háð því að kalk sé í umhverfi bakteríunnar svo það virki.

Hópurinn nýtti sér þess vegna þekktar raðir sem tilheyra genum sem gera sýklalyfin kalk-háð til að leita að erfðaefnisbútum úr jarðvegssýnunum og fiska þannig út möguleg sýklalyfjagen. Þetta er framkvæmt á þann hátt að jarðvegssýnum er safnað og erfðaefni allra lífvera sem þar búa er einangrað. Síðan er allt erfðaefnið raðgreint og eftir það leitað eftir þessum tilteknu þekktu röðum.

Auglýsing

Næsta skref var svo að skoða erfðaefnið í kring um kalk-háðu bútana og meta hvort um var að ræða mögulegt gen sem kóðar fyrir sýklalyfjum. Ef talið var líklegt að þarna væri eitthvað bitastætt á ferðinni, þá var erfðaefninu komið fyrir inní tilraunalífverunni E.coli sem bjó til afurð gensins. Efninu safnað og einangrað áður en það var prófað með tilliti til sýklalyfjavirkni.

Ástæða þess að hópuinn leitaði að nýju sýklalyfi í jarðvegssýnum er sú að þar er mikið af óþekktum örverum sem eru líklegar til að bera með sér einhvers konar varnir gegn öðrum örveru, sýklalyf eru jú í flestum tilfellum upprunnar í bakteríum eða sveppum.

Fyrsti ávinningur þessarar leitar hefur nú litið dagsins ljós – malicidin. Nýja sýklalyfið hefur verið prófað á Staphylococcus aureus stofni sem geymir sýklalyfjaónæmi. Niðurstöðurnar voru afgerandi, bakterían steinlá fyrir þessu nýja lyfi.

Þrátt fyrir þessar gleðilegu niðurstöður er þó enn langt í land. Þróun og prófun nýrra lyfja tekur því miður nokkur ár í framkvæmd. Allt er þetta þó gert til að auka öryggi okkar neytenda og á meðan við bíðum er aldrei að vita nema Rockefeller hópurinn og aðrir hópar sem stunda svipaðar rannsóknir, kynni enn fleiri sýklalyf til sögunnar.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk