Malacidin – nýtt sýklalyf gegn ónæmum bakteríum

Nýtt sýklalyf gefur ástæðu til bjartsýni. Notast var við jarðvegssýni til að leita að genum sem gætu kóðað fyrir sýklalyfjum.

Pillur
Auglýsing

Enn og aftur dúkkar sýklalyfjaónæmið upp hjá okkur og í þetta sinn fréttir sem gefa ástæðu til bjartsýni. Fyrr í vikunni var birt grein í tímaritinu Nature Microbiology þar sem uppgötvun vísindahóps við The Rockefeller University á nýju sýklalyfi er sett fram.

Hópurinn notaði jarðvegssýni til að leita eftir genum sem gætu kóðað fyrir sýklalyfjum. Til að auðvelda sér leitina nýtti hópurinn sér þekkingu sína á svokölluðum kalk-háðum sýklalyfjum. Slík sýklalyf eru eins og nafnið gefur til kynna háð því að kalk sé í umhverfi bakteríunnar svo það virki.

Hópurinn nýtti sér þess vegna þekktar raðir sem tilheyra genum sem gera sýklalyfin kalk-háð til að leita að erfðaefnisbútum úr jarðvegssýnunum og fiska þannig út möguleg sýklalyfjagen. Þetta er framkvæmt á þann hátt að jarðvegssýnum er safnað og erfðaefni allra lífvera sem þar búa er einangrað. Síðan er allt erfðaefnið raðgreint og eftir það leitað eftir þessum tilteknu þekktu röðum.

Auglýsing

Næsta skref var svo að skoða erfðaefnið í kring um kalk-háðu bútana og meta hvort um var að ræða mögulegt gen sem kóðar fyrir sýklalyfjum. Ef talið var líklegt að þarna væri eitthvað bitastætt á ferðinni, þá var erfðaefninu komið fyrir inní tilraunalífverunni E.coli sem bjó til afurð gensins. Efninu safnað og einangrað áður en það var prófað með tilliti til sýklalyfjavirkni.

Ástæða þess að hópuinn leitaði að nýju sýklalyfi í jarðvegssýnum er sú að þar er mikið af óþekktum örverum sem eru líklegar til að bera með sér einhvers konar varnir gegn öðrum örveru, sýklalyf eru jú í flestum tilfellum upprunnar í bakteríum eða sveppum.

Fyrsti ávinningur þessarar leitar hefur nú litið dagsins ljós – malicidin. Nýja sýklalyfið hefur verið prófað á Staphylococcus aureus stofni sem geymir sýklalyfjaónæmi. Niðurstöðurnar voru afgerandi, bakterían steinlá fyrir þessu nýja lyfi.

Þrátt fyrir þessar gleðilegu niðurstöður er þó enn langt í land. Þróun og prófun nýrra lyfja tekur því miður nokkur ár í framkvæmd. Allt er þetta þó gert til að auka öryggi okkar neytenda og á meðan við bíðum er aldrei að vita nema Rockefeller hópurinn og aðrir hópar sem stunda svipaðar rannsóknir, kynni enn fleiri sýklalyf til sögunnar.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Enn af þrælmennum
Kjarninn 16. maí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk