Lítil fita eða lágkolvetna, hvort á að velja?

Getur verið að sama gamla klisjan sé einfaldlega sönn, til að grennast þurfi bara að minnka orkuinntöku og auka orkunotkun?

Franskar kartöflur
Auglýsing

Það er ekki að undra að margir hafa velt því fyrir sér hvernig hið fullkomna mataræði er saman sett. Í nútímasamfélagi leynast í hverju horni áróðurskenndar auglýsingar um hollustu eða óhollustu kókosolíu og avókadó. Þurfum við raunverulega eitt skot af hveitigrassafa á dag, hrært saman við lífrænt ræktaða ólífuolíu áður en við smellum hrárri nautasteik á diskinn okkar sem aldrei hefur svo mikið sem heyrt minnst á hvítt hveiti?

Til að svara þeirri spurningu, eða kannski fjölmörgum slíkum spurningum, réðst rannsóknarhópur við Stanford Medicine í yfirgripsmikla rannsókn þar sem lágkolvetna og fitusnautt mataræði var borið saman.

Í rannsókninni var 609 sjálfboðaliðum skipt tilviljanakennt í tvo hópa, annar hópurinn hélt sig við fitusnautt fæði meðan hinn var settur á lágkolvetnafæði. Tilraunatíminn var 12 mánuðir og fæðusamsetningin var búin til af þátttakendunum sjálfum, með leiðbeiningum frá rannsóknaraðilum.

Auglýsing

Í upphafi rannsóknarinnar var erfðaefni þátttakenda skoðað m.t.t. gena sem skrá fyrir prótínum sem taka þátt í niðurbroti kolvetna eða fitu. Að auki var grunnlína hormónsins insúlíns mæld í hverjum og einum. Allt þetta var gert til að skoða hvaða þættir það gætu verið sem hefðu áhrif á árangur ákveðinna lífsstílsbreytinga.

Að 12 mánuðum liðnum höfðu hóparnir að meðaltali misst 5,3 og 6 kíló. Sumir þátttakendur í báðum hópum bættu á sig, meðan aðrir þátttakendur misstu verulegan fjölda kílóa. Hvorki lágkolvetna né fitusnautt fæði virtist betra hvað varðaði þyngdartap.

Til að reyna að skýra hvers vegna ákveðnir einstaklingar léttust meðan aðrir bættu á sig var kafað ofan í erfðagögn þátttakenda. Því miður virtist hvergi vera tenging á milli ákveðinnar erfðaþátta og þyngdartaps, hvorki meðal þeirra sem skáru niður fitu, né hjá þeim sem minnkuðu við sig kolvetni.

Þegar grunnlína insúlíns var borin saman milli hópa og innan hópa var það sama uppá teningnum, enga marktæka fylgni var þar að finna.

Þó þetta hafi ekki verið sú niðurstaða sem hópurinn lagði upp með að finna má segja að þessi rannsókn hafi samt svarað gríðarlega mikilvægum spurningum. Til dæmis hvort er vænlegra til árangurs að minnka fitu eða minnka kolvetni í fæðu sinni, en svo virðist sem hvoru tveggja skili tilskildum áhrifum.

Getur verið að sama gamla klisjan sé einfaldlega sönn, til að grennast þarf bara að minnka orkuinntöku og auka orkunotkun? Jú sannarlega er það lykillinn á bak við þetta allt saman. Þó setningin hljómi einföld þá virðist ekki alltaf svo einfalt að fylgja henni.

Ástæðan gæti auðvitað legið í öðrum þáttum sem rannsóknarhópurinn reynir nú að grúska í. Má þar nefna utangenaerfðir, tjáningarmynstur gena sem tengjast efnaskiptum og hina margrómuðu örveruflóru meltingarvegarins.

Með tíð og tíma munum við mögulega sjá persónulegri leiðbeiningar um lífsstílsbreytingar. Þangað til er kannski best að hlusta á eigin líkama og nýta sér það sem hentar manni best hverju sinni, líka ef að það sem hentar best er að vera ekki í megrun.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk