Meðferð gegn PCOS í kortunum

Nýjar niðurstöður sem birtar voru í tímaritinu Nature Medicine varpa ljósi á ástæðuna að baki fjölblöðrueggjastokksheilkenni og hugsanlega meðferð gegn því.

Hvatinn PCOS
Auglýsing

Ein af hverjum fimm konum upplifir heilkenni sem nefnist fjölblöðrueggjastokksheilkenni (PCOS) á lífsleiðinni. Nýjar niðurstöður sem birtar voru í tímaritinu Nature Medicine varpa ljósi á ástæðuna að baki heilkenninu og hugsanlega meðferð gegn því.

PCOS einkennist af því að kona er með hækkuð karlhormón miðað við það sem eðlilegt telst. Einkenni geta meðal annars verið aukinn hárvöxtur á líkama, hárlosi á höfði og skert frjósemi þó einkennin séu mismunandi og mismikil milli kvenna. Fram til þessa hefur reynst erfitt að rekja hvað það er sem orsakar heilkennið og finna áhrifaríkar meðferðir gegn því.

Rannsóknarhópurinn greindi tengls á milli hormónaójafnvægis í móðurkviði og PCOS. Sér í lagi var samband greint á milli snertingu fósturs í móðurkviði við vaxtarþátt sem nefnist anti-Mullerian hormone (AMH). Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að AMH sé hækkað í konum með PCOS en þekkt er að gildi hormónsins lækki á meðan á þungun stendur. Ekki var ljóst hvort gildi AMH væri hækkuð á meðgöngu hjá konum með PCOS.

Auglýsing

Samkvæmt niðurstöðunum voru gildi AMH 30% hærri í barnshafandi konum með PCOS en öðrum. Vegna þess að áður hefur verið sýnt fram á að PCOS gangi að einhverju leiti í erfðir vildu vísindamennirnir einnig kanna hvort dætur kvenna með PCOS hefðu hækkuð AMH gildi.

Til að prófa þetta var þunguðum músum gefið AMH svo gildi vaxtarþáttarins voru yfir eðlilegum mörkum á meðgöngunni. Í ljós kom að kvenkyns afkvæmi músa með hækkuð AMH gildi voru líklegri til að þróa með sér PCOS en kvenkyns afkvæmi í samanburðarhópnum.

Að auki tóks hópnum að snúa við áhrifunum í músunum með því að gefa þeim lyfið cetrorelix í æð. Með lyfjagjöfinni hurfu einkenni PCOS og gæti lyfið því verið möguleg meðferð gegn PCOS í konum. Prófanir á lyfinu í konum hefjast seinna á þessu ári og er ljóst að ef vel gengur gæti lyfið haft jákvæð áhrifa á líðan og frjósemi milljóna kvenna um allan heim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk