Flest ný sprotafyrirtæki í Bandaríkjunum byggja starfsemi sína á blockchain-tækni og þeirra trú er sú að blockchain eigi eftir að breyta öllum viðskiptum og þjónustu, skjalageymslu, samningagerð, kosningum og fleira á næstu árum. Eitt af þessum fyrirtækjum er Civil, bandarískt fjölmiðlafyrirtæki sem notar blockchain tæknina til þess að selja og dreifa blaðagreinum, útvarpsþáttum og öðru fjölmiðlaefni. Fyrirtækið hefur strax fengið framúrskarandi viðurkenningar og margir eru farnir að tala um að Civil eigi jafnvel eftir að breyta fjölmiðlaheiminum á byltingarkenndan hátt.
Mikið hefur verið rætt og ritað um blockchain og möguleika þess. Blockchain-tæknin byggist á geymslu gagna í dreifðu kerfi, mörgum stöðvum, blokkum, en ekki miðlægu kerfi. Þetta er á margan hátt ný tegund af interneti þar sem enginn, hvorki fyrirtæki né einstaklingar eiga eða stýra kerfinu, hver og einn sem notar kerfið heldur utan um gagngeymsluna. Þetta er ný og risavaxin gagnageymsla sem býður upp á nýja möguleika, kerfið styrkist og eflist með hverri færslu. Blockchain er gagnsætt kerfi, allar færslur eru rekjanlegar. Með þessu er hægt að fækka milliliðum, stunda viðskipti án þriðja aðila eins og banka og kortafyrirtækja. Það er von manna að blockchain geti aukið gegnsæi, lækkað kostnað og eflt traust í viðskiptum og þjónustu.
Civil er markaðstorg og vettvangur fyrir sjálfbæra blaðamennsku þar sem þessi tækni er notuð. Markmiðið er að blása nýju lífi í frétta – og blaðamennsku. Fjölmiðlar fjármagnaðir með auglýsingum virðast vera renna sitt skeið, netið og ný stafræn tækni, nýjir miðlar hafa farið illa með hina hefðbundnu miðla, við höfum séð fjölmörg þekkt fjömiðlafyrirtæki fara á hausinn, síðast liðin 15 ár hafa verið þungbær fyrir fjölmiðla út um allan heim.
"How do I start a Newsroom on @Join_Civil?" has become an increasingly frequent question as we near launch. Here's a detailed look into how the process works -- and how we're building a system of checks and balances for quality control: https://t.co/VPhI9XHQWS
— Matt Coolidge (@mattcoolidge) April 27, 2018
Civil vill reyna snúa blaðinu við með nýrri tækni og nýrri hugsun þar sem blaða- og fréttamaðurinn er einungis í þjónustu við lesendur sína, algjörlega frjáls og óháður auglýsendum, eigendum eða öðrum hagsmunaöflum. Ég mælti mér mót við einn stofnanda Civil, Matt Coolidge í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Brooklyn. Þar var allt á iði, nýlega opnaði fyrirtækið nýjar starfsstöðvar í Chicago, nýja podcastrás, nýja fréttastofu. Fjölmargir, þaulreyndir blaðamenn hafa gengið til liðs við Civil.
Þetta eru spennandi tímar?
„Já, afar, það er allt að gerast. Síðast liðið haust náðum við að fjármagna okkur með fimm milljónum dollara, þannig að nú er allt komið af stað, það er í raun bara tvö ár síðan við fórum af stað með þessa hugmynd, birtum grein á Netinu um sjálfbæra blaðamennsku, að reyna finna nýja leið til þess að stunda óháða, gagnrýna og heilbrgða blaðamennsku og kölluðum fólk til liðs við okkur. Við fengum mikil viðbrög við þessari grein og seinna fengum við þá hugmynd að notfæra okkur blockchain-tæknina til þess að láta þennan draum rætast. Við erum öll með bakgrunn í fjölmiðlum og tilgangurinn með þessu fyrirtæki er fyrst og fremst blaðamennska, að stunda blaðamennsku, bjarga henni. Þannig að þetta er drifið áfram af ástríðu og hugsjón.“
Hvernig fæddist sú hugmynd að nota blockchain?
„Við vildum skapa milliliðalaust samband við lesendur, reyna að gera fjölmiðla óháða auglýsingatekjum og þá blasti við þessi dreifði og gagnsæi gagnaflutningur sem blockchain býður upp á. Þetta er ný hugsun, nýtt rekstarmódel sem gæti blásið nýju lífi í fjölmiðla, skapað heilbrigðara og betra umhverfi. Fjölmiðlaumhverfið í Bandaríkjunum er orðið mjög laskað og afskræmt, það eru fjögur, fimm risafyrirtæki sem eiga og reka flestu stóru fjölmiðlana, almenningur ber minna traust til fjölmiðla, rekstarumhverfið er erfitt.“
En nú er búið að tala um blockchain í tíu ár, og í raun og veru ekki mikið gerst. Þetta er þung og erfið tækni, það eina sem hefur virkilega sett mark sitt á viðskiptaheiminn er bitcoin, sem sumir vilja meina að séu einungis spilapeningar. Ertu sannfærður um að blockchain sé tæknin til þess að knýja áfram nýtt og öðruvísi resktrarmódel í fjölmiðlum?
„Ég er sannfærður um að blockchain muni hafa mikil áhrif á næstu árum með mjög margvíslegum hætti. Þessi umræða minnir mig á þegar menn voru ræða Netið í byrjun tíunda áratugarins, það voru ekki allir að skilja hvað var raunverulega í vændum, svona ýmsar vangaveltur og mikill efi. Fjölmiðlar og önnur fyrirtæki settu upp heimasíður og reyndu að netvæðast, en í byrjun var enginn að skilja tilganginn. Við vitum auðvitað núna að Netið er gjörsamlega búið að breyta öllu. Það sama á við um blockchain, þetta er enn dálítið þokukennt, skrítið, nýtt, það eru möguleikar og við erum að átta okkur betur og betur á því í hverju þeir möguleikar eru fólgnir. En ég tel það skynsamlegt að vera með á nótunum því blockchain er tæknibylting sem er hægt að bera saman við Netið. Blockchain verður kannski ekki eina tæknin sem á eftir að breyta fjölmiðlum en hún mun sannarlega eiga stóran þátt í því. Með rafmynt eins og Etherum hefur opnast nýr heimur, hún er milliliður og markaðstorg sem er hægt að umbreyta í annarskonar verðmæti og gögn, ný tækni sem býður upp á mikla möguleika.“
For those as excited about @ColoradoSun as we are, they're also launching a Kickstarter to supplement their initial Civil grant ahead of launch; link here - https://t.co/0zD9iSQOSA.
— Matt Coolidge (@mattcoolidge) June 17, 2018
En það á eftir að taka einhvern tíma fyrir almenning að aðlagast þessu nýja kerfi?
„Já, það er að fara af stað umbreyting á Netinu. “Web 2” til “Web 3”, fólk þarf ekki nauðsynlega að skilja tæknina á bak við þetta. Netið tók miklum breytingum með Goggle, Facebook og Amazon og varð þessi risa vettvangur viðskipta og samfélagsmiðla, en Netið er eiginlega stýrt af þessum risum. Vonandi verður Netið, með nýrri blockchain-tækni, byggður á meiri dreifingu. En það er alveg rétt, ný tækni eins og þessi tekur tíma. Það á eftir að taka tíma fyrir fólk að vejast þessu en við hjá Civil tökum það með í reikninginn þegar við skipuleggjum okkur fram í tímann. Hins vegar þurfa okkar notendur ekkert að vita um rafmynt eða blockchain. Við ætlum að gefa út efni, fólk gerist áskrifendur og fær sent til sín efni frá okkur.
Getur þú reynt að útskýra þessa tækni út – hvernig virkar þetta?
„Civil er vettvangur, strafrænt torg fyrir sjálfbæra blaða- og fréttmennsku sem byggist á Ethereum blockchain tækni. Við erum með okkar eigin “Civil -token” sem tengist Etherum, þeir sem kaupa og hlaða því niður eru orðnir félagsmenn og þáttakendur. Þetta er einfaldlega hugnúnaður sem dreifir fjölmiðlaefni með öruggari hætti en áður þekkist. Á þessum vettvangi geta blaðamenn verið í beinu sambandi við lesendur sína, frjálsir og óháðir eigendum, misvitrum ritstjórum, stjórnvöldum eða auglýsendum. Blaðamenn geta sömuleiðis fengið greitt fyrir vinnu sína og lifað á blaðamennsku sem er orðið æði erfittt. Almenningur getur stutt mikilvæga rannsóknarblaðamennsku, sem er því miður í hættu víðs vegar um heiminn. Rannsóknarblaðamennska og upplýsing er eitt það mikilvægasta sem við höfum til þess að berjast gegn spillingu og ofbeldi og það er meginmarkmiðið með þessari starfsemi: að styrkja alvöru frétta- og blaðamennsku. Fólk getur stutt blaðamenn bæði með fjárframlögum og sömuleiðis upplýsingum, við vitum ekki um öruggara kerfi til þess að deila upplýsingum því allur gagnaflutningur er dulkóðaður í blockchain og það er nánast ógjörningur að brjótast inn í þetta kerfi. Civil er skipt upp í nokkur “Newsroom” eða fréttastofur, sem eru með mismunandi áherslur, sem þú getur valið að fylgja og styrkja.“
Það hefur gjarnan loðað við blockchain – þessi aktívismi, andstaða við núverandi kerfi. Það er ákveðin uppreisn í kringum þetta allt saman?
„Það felst mikil ögrun í þessari tækni, að þurfa hugsa hlutina upp á nýtt, það fer í taugarnar á mörgum. Ég held að mörg fyrirtæki eigi eftir að fara flatt á því að hunsa þetta. En þetta er stór og mikill hópur í kringum blockchain og við hjá Civil erum engir fulltrúar einhverrar blockchain hreyfingar. Við sjáum bara mikla möguleika með þessari tækni til þess að styða við frétta- og blaðamennsku. Okkar megin hugsjón er frjáls, óháð, sjálfbær blaðamennska. Við erum með mjög skýr yfirmarkmið, sem ég held að sé alltaf hollt og gott fyrir öll fyrirtæki og félagasamtök. Við höfum sömuleiðis mjög skýrar siðareglur og okkar eigin stjórnarskrá, við þyggjum ekki fé eða styrki frá vafasmömum aðilum. Civil hugsar fyrst og fremt hagsmuni almennings – að almenningur fái réttar upplýsingar, það ríki alvöru mál- og prentfrelsi. Þetta er í raun grundvallarreglur í allri fjölmiðlum sem við fylgjum.“
Og hvernig gengur – ertu bjartsýnn að þetta gangi upp?
„Þetta hefur gengið vonum framar, margir frábærir blaðamenn hafa gengið til liðs við okkur, við erum þá þegar komnir með fjöldan af áskrifendum. Við erum ekki að segja að við séum með “Lausnina” en þetta er ein lausn og vonandi gott fordæmi fyrir aðra. Við erum mjög bjartsýn.“