Karolina Fund: Litlir staðir, stórar hugmyndir

Karolina Fund-verkefni vikunnar er vefritið ÚR VÖR, sem fjallar um hvernig fólk alls staðar að af landinu notar skapandi aðferðir til úrlausna á verkefnum.

úr vör
Auglýsing

ÚR VÖR er vefrit sem fjallar um hvernig fólk á Vestfjörðum og víðs vegar um landið notar skapandi aðferðir til að leita lausna. ÚR VÖR er staðsett á Vestfjörðum og verður áherslan lögð á þann landsfjórðung en mikilvægt er að veita öðrum fjórðungum athygli og verður það gert.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Eftir að hafa búið skamman tíma á Vestfjörðum áttuðum við okkur á því að það er margt að gerast á landsbyggðinni varðandi nýsköpun, menningu, listir og frumkvöðlastarf. 

Auglýsing
Og það sem er merkilegt eru þær aðferðir sem fólk notar til að ná fram markmiðum sínum á svæðum þar sem ekki allt er fáanlegt. Fólk verður því að nota hugmyndaflug og beita sköpunarkrafti og er það aðdáunarvert. Svo ekki sé minnst á allt það listræna fólk sem býr í bæjum og sveitum landsins. Okkur fannst vanta miðil sem miðlar þessum sögum, eflir landsbyggðina og veitir öðrum innblástur.

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

Það er nú þannig að lífið er ekki bara saltfiskur og viljum við veita því góða starfi sem
unnið er víða athygli. Það má segja að rauði þráðurinn í verkefninu sé sá að það er ávalt gott ef fólk hugsar út fyrir kassann og leitar lausna með óhefðbundnum hætti. Einnig er mikilvægt að muna það að hættulegt getur reynst að setja of mörg egg í sömu körfuna og því viljum við varpa ljósi á hversu fjölbreytt verkefni fólk er að taka sér fyrir hendur og hvað hægt er að gera þegar viljinn er fyrir hendi. Það getur virst vera langt á milli landshornanna en ÚR VÖR getur vel verið vettvangur sem sameinar, styrkir og færir fólk nær hvort öðru.Aron Ingi og Julie.

Það er ekki þannig að ÚR VÖR sé eingöngu miðill fyrir landsbyggðina. Það er mikilvægt að fólkið í höfuðborginni fái rétta mynd af landsbyggðinni. Í dag, t.d. vegna þess hvernig staðan er á húsnæðismarkaðnum og hvað mikið áreiti er í borginni, þá eru ófáir sem geta vel hugsað sér að flytja frá borg í sveit. Og það eru svo margir kostir við að taka það skref og gott væri að til staðar væri miðill sem getur miðlað því á góðan hátt. Einnig er mikilvægt að fólk átti sig á því að það eru ekki bara einhverjir krúttlegir hlutir sem fara fram úti á landi.

Hér býr klárt og frambærilegt fólk sem er síður og svo aftarlega á merinni hvað varðar
t.a.m. nýsköpun og það er morgunljóst að landsbyggðarfólk getur líka verið fólki í
höfuðborginni innblástur. Þetta þarf ekki og á ekki að vera alltaf „við” á móti „þeim” heldur getur fólk unnið saman og hjálpað hvort öðru, hvar sem það býr.

Verkefnið má finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk