Fjárhagslegt óöryggi getur valdið gremju og áhyggjum sem hafa áhrif á taugakerfið. Sólar plexus er þétt þyrping taugafruma umlukin stuðningsvef og staðsett á bak við magann, á celiac slagæðinni rétt fyrir neðan þindina. Þetta svæði sem er einnig nefnt sem celiac plexus á í mikilvægum tengslum við heilann. Solar Plexus Pressure Belt™ örvar sólar plexusinn með djúpþrýstingstækni (Deep Touch Pressure) og róar þannig kvíðinn huga án lyfjameðferðar.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Innblásturinn að Solar Plexus Pressure Belt™ kemur frá minni eigin reynslu af streitu og tíðum kvíðaköstum sem ég upplifði í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2008. Áratug seinna er „kreppuástandið“ orðið eðlilegur partur af daglegu lífi fólks. Tímabundin og óörugg atvinna, sem var áður talin óæskileg, er nú orðin óaðskiljanlegur hluti af virkni og innbyggðri rökvísi efnahagslífsins. Þessar skipulagsbreytingar hafa bein áhrif á líkama fólks og taugakerfi þess. Solar Plexus Pressure Belt™ líkir eftir fingri sem þrýstir á sólar plexus svæðið, meðferðarúrræði sem ég uppgötvaði að gæti dregið úr streitu og kvíða. Í kjölfar uppgötvunarinnar hóf ég rannsóknir á undirliggjandi taugafræðilegum ferlum og legg nú til nýja vöru, Solar Plexus Pressure Belt™. Beltið er hannað til þess að draga tímabundið úr óþægindum þar til þróað hefur verið nýtt efnahagslegt kerfi sem veitir öllum íbúum fjárhagslegt öryggi.“
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Verkefnið er framleitt að Félagi borgara sem er hagsmunasamtök borgara og þrýstihópur um borgaralaun á íslandi. Félagið stofnaði ég ásamt góðum vinum í október 2017 í þeim tilgangi að fjármagna- og framleiða verkefni sem geta stuðlað að vitundarvakningu à fjárhagslegu- og menningarlegu gildi þeirra vinnu sem fellur utan viðurkenndra starfsgreina á borð við tónsmíði, myndlist, skrif, rannsóknarstörf, verkahring heimavinnandi fólks, húsmæðra- og feðra, atvinnulausra og þeirra einstaklinga sem hafa almennt skerta getu til atvinnu. Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins rennur til BIEN, (Basic Income Earth Network), hnattrænu borgaralaunaneti sem berst fyrir skilyrðislausri grunnframfærslu allra jarðarbúa. Með hjálp Karolina Fund viljum við fjármagna framleiðslu á BETA útgáfu af Solar Plexus Pressure Belt™ í takmörkuðu upplagi til prófunar og frekari þróunar.
Þau sem heita á verkefnið með €30 fá Fruit of the Loom stuttermabol með Solar Plexus Pressure Belt™ merki sem var hannað af Gabríel Markan.
Þau sem styrkja verkefnið um €250 eða meira, fá takmarkaða BETA útgáfu af beltinu ásamt gegnsæjum búk úr plexígleri sem hægt er að hengja beltið á. Þegar beltið er ekki í notkun má líta á það sem listaverk í takmörkuðu 50 eintaka upplagi þar sem hvert belti er númerað og áritað.
Þau sem heita á verkefnið, styrkja einnig þau góðu störf og málstað sem Félag Borgara stendur fyrir þ.e.a.s. skilyrðislausa grunnframfærslu allra samfélagsþegna.“
Eitthvað sérstakt sem þú vilt að komi fram um þitt verkefni?
„Neðst á Karolina Fund söfnunarsíðunni má einnig lesa stutta ritgerð eftir Sophie Hoyle sem fjallar um tengsl geðheilsu og kapitalisma, þar sem geðkvillar eru ekki endilega einstaklingsbundnir, heldur háðir untanaðkomandi öflum á borð við langvarandi fjárhagslegt óöryggi.“Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið á Karolina Fund.