Ólafur Torfason er tónlistarkennari sem hefur verið búsettur í Helsinki síðan árið 2008. Árið 2016 stofnaði Ólafur nýjan tónlistarskóla þar sem ber nafnið Music Adventures. Samhliða rekstri og stofnum tónlistarskólans hefur Ólafur verið að vinna að nýrri sólóplötu sem hefur fengið nafnið Hamskipti. Hann safnar nú fyrir henni á Karolina Fund.
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Um vorið 2014 slitum ég og barnsmóðir mín samvistum. Þessi plata og þessi ljóð eru að mörgu leyti samin í rauntíma, eða þessar metaforíur sem birtast í þessum ljóðum, var mín leið til að reyna formfesta hvernig mér leið og mín viðleitni til að skilja hvað þetta allt saman þýddi. Ég upplifði þessi sambandsslit sem ákveðna tegund á hamskiptum, eins og útgáfa af mér, og á köflum tíminn sjálfur, væri að deyja, þyrfti að deyja til þess að ég og tíminn gætum byrjað upp á nýtt. Þessi plata fjallar um Hamskipti en listsköpunin sjálf var mín leið til hafa hamskipti.
Hvernig líður þér núna?
„Mér líður mjög vel í dag skólinn vex og dafnar og svo ég er mjög ánægður með útkomuna á þessari plötu, það er ólýsanlega tilfinning að leggja eitthvað svona mikið á sig og vera þokkalega sáttur með afraksturinn.“
Þú ætlar að halda tónleika laugardaginn 23 mars og ert að safna fyrir plötunni á Karolina Fund?
„Já á slóðinni hamskipti.com má styrkja við þetta verkefni, kaupa miða á útgáfutónleikana og kaupa plötuna í forsölu.“
Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum ?
„Ég myndi vilja þakka þeim hjá Karolina Fund, og sérstaklega Inga, fyrir aðstoðina við að setja þessa síðu upp og skerpa á framsetningunni á verkefninu. Svo myndi ég vilja þakka Sigríði og þeim hjá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fyrir að leggja þessu verkefni lið.“