Karolina Fund: Brandur fer í hjólastól til Nepal

Listamanninn og samfélagsfrumkvöðulinn Brand Karlsson langar að komast langt út fyrir þægindarammann sinn og í ævintýri í Himalaya.

f8e097a164db9463818ef92ed4a232ec.jpg
Auglýsing

Brandur Karlsson kemst ekki um án hjólastóls og aðstoðar en hann hefur lært að treysta á stólinn og samfélagið til að komast um og láta gott af sér leiða. Fyrr á árinu fékk hann NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, og með því rætist langþráður draumur um að geta ferðast og sjá heiminn. Nepal er eitt það land í heiminum með hvað versta aðgengi fyrir fólk í hjólastól, Brandur og vinir ætla að leifa okkur að fylgjast með ferðalaginu og áskorunum í gegnum samfélagsmiðla @brandur_travels og heimildamynd sem verður gerð af góðvinum Brands frá Vanaheim. 


„Ég er búinn að hafa þessa flugu í höfðinu í mörg ár. En svo vissi ég að stundin var runnin upp þegar ég kynnist Rahul Bharti, sem bjó heima hjá mér á meðan hann kenndi námskeið í aldagömlum nudd meðferðum hér á landi. Ég tók eftir auknum framförum í endurhæfingu á meðan að hann var í heimsókn, þannig þegar hann bauð mér til sín til Kathmandu til að æfa með honum þá var það ekki spurning hvort heldur hvenær. Í mars er komið að því. 

Auglýsing

Það má líka segja að þessi ferð sé framhald af vitundarvakningu sem ég og aðrir höfum barist fyrir um aðgengismál. Ég hef farið nokkra hringi í kringum landið til að vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra, en það að vera bundinn við hjólastól minnkar veröld manns mikið.“


Samhliða æfingum með Rahul ætlar Brandur og hópurinn sem fer með honum að láta reyna á það hvort þau geti lagt nepölsku samfélagi einhvert lið. „Ég hef lært mikið undanfarin ár af öllum frábæru frumkvöðlunum sem ég unnið með í gegnum mjög fjölbreytt verkefni og hef safnað verðmætri reynslu sem mér finnst gaman að deila. Ég trúi því að samvinna og nýsköpun geti leyst öll okkar vandamál, ef kerfin styðja við frumkvöðla. Svo er aldrei að vita hvort eitthvað sem ég læri í Nepal geti ekki gagnast okkur hér á Íslandi.“


Hópurinn ætlar svo halda ráðstefnu í september þar sem farið verður yfir ferðina og árangurinn af henni með sjálfbærni markmið S.Þ. að leiðarljósi. „Einnig munu góðir vinir halda stutt erindi um hvaða tækifæri blasa við Íslandi í tengslum við samfélags nýsköpun og áhrifa fjárfestingar.“


Hér er hægt að skoða og styrkja ferðalagið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk