Hans Hedtoft, skipið sem átti ekki að geta sokkið

Fyrir 60 árum fórst danska grænlandsfarið Hans Hedtoft undan suðurodda Grænlands og með því 95 manns. Þetta var fyrsta ferð skipsins sem sagt var að gæti ekki sokkið. Eina sem fundist hefur úr skipinu er bjarghringur sem rak á fjöru á Íslandi.

Hans Hedtoft, 1959
Auglýsing

Fyrir 60 árum, 30. jan­úar 1959, fórst danska græn­lands­farið Hans Hed­toft undan suð­ur­odda Græn­lands og með því 95 manns. Þetta var fyrsta ferð skips­ins sem sagt var að ­gæti ekki sokk­ið. Um borð í skip­inu voru tug­þús­undir mik­il­vægra og sögu­legra græn­lenskra skjala. Eina sem nokkru sinni hefur fund­ist úr skip­inu er ­bjarg­hringur sem rak á fjöru austan við Grinda­vík.

Árið 1958 lét Kon­ung­lega græn­lenska versl­un­ar­fé­lagið (KGH) ­smíða skip til Græn­lands­sigl­inga. Skipið var smíðað í Frederiks­havn á Jót­land­i og smíðin tók aðeins fjóra mán­uði. Ákveðið var að nafnið bæri nafn Hans Hed­toft ­fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Dana. Þetta var stærsta skip sem félagið hafð­i ­eignast, var 2900 brúttó­tonn, 83 metra langt og rúm­lega 14 metra breitt. Það var hannað til sigl­inga í ís, meðal ann­ars með sér­styrkt stefni og tvö­fald­an ­botn. Skrokknum var skipt upp í sjö hólf og var gert ráð fyrir að þótt eitt hólfið fyllt­ist af sjó myndi skipið eigi að síður fljóta. Skrokk­ur­inn var rafsoð­inn saman en ekki hnoð­aður eins og þá tíðk­að­ist með skip sem ætluð vor­u til sigl­inga á norð­ur­slóð­um. Rafsuðu­að­ferðin gerði það að verkum að skrokk­ur­inn var stíf­ari en það var tal­inn ókostur ef skipið ræk­ist á ísjaka.

For­svars­menn KGH voru mjög stoltir af nýja skip­inu og ­sögðu í við­tölum að það ,,gæti hrein­lega ekki sokk­ið“. Ýmsir úr hópi þáver­and­i og fyrr­ver­andi skip­stjórn­ar­manna KGH höfðu ein­dregið lagst gegn vetr­ar­sigl­ing­um á haf­svæð­inu við Græn­land, einkum við syðsta odda lands­ins Uummann­ar­suaq (Hvarf, á dönsku Kap Far­vel). Snemma árs 1957 lenti græn­lands­farið Uman­ak, í tvígang, í miklum erf­ið­leikum í ofsa­veðri á þessum slóð­um, við Hvarf. Stjórn­mála­menn og ­for­svars­menn KGH gáfu hins­vegar lítið fyrir þessa gagn­rýni, hún var þögguð nið­ur.

Auglýsing

Kvatt með við­höfn

Hans Hed­toft lagði upp frá Kaup­manna­höfn 7. jan­úar 1959. Fjöldi fólks var ­sam­an­kom­inn á bryggj­unni á Krist­jáns­höfn (gegnt Nýhöfn­inni) til að kveðja ætt­ingja og vini sem voru á leið til Græn­lands.  Auk 60 far­þega og 40 manna áhafnar var skip­ið hlaðið ýmis konar varn­ingi. Skipið lenti í leið­inda­veðri á leið­inni til­ Græn­lands, sigl­ingin frá Kaup­manna­höfn tók rétta viku, mun skemmri tíma en það tók Uman­ak, sem áður var á minnst, að sigla þessa leið. Fyrsti við­komu­staður á Græn­landi var Qaqor­tog (Ju­li­anehaab), þar var tekið á móti skip­inu með við­höfn. ­Síðan var siglt áfram upp með vest­ur­strönd­inni, komið við á nokkrum stöðum og ­síðan til baka til Qaqor­tog.

95 far­þeg­ar, 960 tonn af varn­ingi, þar á meðal 16 tonn af skjölum

29. jan­úar 1959 lagði Hans Hed­toft úr höfn í  Qaqor­tog. Auk 40 manna áhafnar voru 55 far­þegar og tæp­lega 1000 tonna fragt. Stærstur hlut­inn fros­inn fisk­ur, salt­að­ar­ ­fiskaf­urðir og lýsi. Auk þess 174 póst­pokar, með pökkum og bréfum og síð­ast ekki síst 16 tonn af alls kyns skjölum úr græn­lenska þjóð­skjala­safn­inu. Þessi skjöl höfðu verið varð­veitt í Qaqor­tog, en búið var að ákveða að flytja þau til­ ­rík­is­skjala­safns­ins í Kaup­manna­höfn, þar sem skil­yrði til varð­veislu voru önn­ur og betri. Danskir og græn­lenskir emb­ætt­is­menn höfðu lagst gegn því að skjöl­in yrðu öll flutt til Dan­merk­ur, í einni ferð, og þar að auki að vetr­ar­lagi. Með­al­ far­þeg­anna var græn­lenski þing­mað­ur­inn  Augo Lynge en tveimur árum fyrr hafði hann, í ræðu í danska þing­in­u, ­Fol­ket­in­get, lagst gegn vetr­ar­sigl­ingum til Græn­lands, taldi þær alltof á­hættu­sam­ar.

Þeg­ar Hans Hed­toft lagði af stað frá Qaqor­tog var veð­ur­út­litið þokka­legt og í byrj­un ­gekk allt vel.

Neyð­ar­kall

Björgunarhringur Hans Hedtoft30. jan­ú­ar, dag­inn eftir að heim­ferð­in hóf­st, var Hans Boi­sen á vakt á loft­skeyta­stöð­inni í Qaqor­tog. Skyndi­lega heyrði hann ógreini­lega eitt­hvað sem honum fannst vera neyð­ar­kall en var þó ekki viss. ,,Þetta var neyð­ar­kall“ sagð­i ­Boi­sen við tækni­mann­inn Thom­sen. ,,Nei, var þetta ekki bara ein­hver að prófa mors­kerf­ið“ svar­aði Thom­sen. Boi­sen hækk­aði í tækj­unum og fylgd­ist vel með. Tveimur mín­út­u­m ­síðar heyrð­ist greini­legt kall í tal­stöð­inni, á neyð­ar­bylgj­unni 2182 ,,ma­yda­y, ma­yda­y“. Klukkan var 13.50. Boi­sen svar­aði og loft­skeyta­mað­ur­inn á Hans Hed­toft til­kynnti að sjór væri kom­inn i vél­ar­rúm skips­ins og veðrið væri mjög slæmt. Hann gaf jafn­framt upp stað­ar­á­kvörð­un. Boi­sen loft­skeyta­maður í Qaqor­tog send­i þegar í stað út, bæði gegnum tal­stöð og mors­kerfi, skila­boð til allra skipa sem hugs­an­lega væru á þessu svæði. Nokkur skip svör­uðu strax og þýskur tog­ari, Jo­hannes Kruss reynd­ist vera næst þeim stað sem loft­skeyta­mað­ur­inn á Hans Hed­toft hafði gefið upp og skip­stjór­inn á tog­ar­anum taldi að það tæki þrjá til­ fjóra tíma á kom­ast á stað­inn. Mikið íshröngl, og jakar, voru á þessu svæði og tafði það mjög ferð tog­ar­ans.

Hvar var Hans Hed­toft?

Nú kom ­upp nýtt vanda­mál. Stað­ar­á­kvörð­unin sem loft­skeyta­mað­ur­inn á Hans Hed­toft gaf ­upp pass­aði ekki við þá stað­setn­ingu sem loft­skeyta­menn í Qaqor­tog höfðu stung­ið út (plott­að) á sjó­korti. Þýski skip­stjór­inn hafði líka stungið út ­stað­setn­ing­una og auk þess notað mið­un­ar­stöð tog­ar­ans, sem var mjög full­komin á þeirra tíma mæli­kvarða Skip­stjór­inn ákvað að fylgja stað­setn­ing­unni sem hann og ­loft­skeyta­menn­irnir í Qaqor­tog höfðu reiknað út. Þegar þýski tog­ar­inn kom á stað­inn sem mið­aður hafði verið út bað skip­stjór­inn áhöfn­ina á Hans Hed­toft að ­skjóta upp rak­ett­um. Eftir nokkra stund spurði loft­skeyta­mað­ur­inn á Hans Hed­toft hvort áhöfnin á tog­ar­anum hefði séð þær. Svo var ekki, enda veðrið mjög slæmt. Skip­stjóri tog­ar­ans sagði síðar að Hans Hed­toft hefði getað verið í 30 - 40 metra fjar­lægð án þess að tog­ara­menn sæu rak­ett­urn­ar.

Vi syn­ker langsomt

Klukk­an 17.41 sendi loft­skeyta­mað­ur­inn á Hans Hed­toft út ofan­greind skila­boð á mors­in­u. 25 mín­útum síðar heyrði loft­skeyta­mað­ur­inn á tog­ar­anum ógreini­legt mors­merki og ­spurði ,,Hans Hed­toft ertu þarna“. Ekk­ert svar barst. Hans Boisen ­loft­skeyta­maður í Qaqor­tog og félagi hans heyrðu líka þessa ógreini­leg­u ­send­ingu og voru sam­mála um að þetta hefðu verið þrjú orð ,,við sökkvum nú“  Þetta var það síð­asta sem heyrð­ist frá Hans Hed­toft. Skip­stjóri þýska tog­ar­ans sagði síðar að hann teldi öruggt að tog­ar­inn hefði verið mjög skammt þar frá sem Hans Hed­toft hvarf í hafið en þeir hefð­u eigi að síður orðið einskis var­ir.

Mikil en árang­urs­laus leit

Næst­u daga fór fram mikil leit á stóru svæði á stóru svæði suður af Hvarfi, bæði á sjó og úr lofti. Veður var slæmt til leitar og ekk­ert fannst en áhöfn einn­ar ­leit­ar­vélar sá eitt­hvað, sem virt­ist vera nokkrar spýt­ur, en það var allt og sumt.

Vakti mikla athygli

Þetta slys vakti mikla athygli víða um heim. Margir fjöl­miðlar líktu slys­inu við það þegar far­þega­skipið Titanic fórst árið 1912. Um Titanic var sagt, eins og um Hans Hed­toft, að skipið ætti ekki að geta sokk­ið. Titanic var marg­falt stærra ­skip en Hans Hed­toft, og af þeim 2224 sem voru þar um borð björg­uð­ust 710, en um Hans Hed­toft slysið var eng­inn til frá­sagn­ar.

Þáttur ráð­herr­ans

Framar í þessum pistli var þess getið að skip­stjórn­ar­menn hjá KGH hefðu lagst gegn vetr­ar­sigl­ingum til Græn­lands. Eftir slysið kom í ljós að þeir höfðu ver­ið ­neyddir til að skrifa undir yfir­lýs­ingu um að ekk­ert væri athuga­vert við slík­ar ­sigl­ing­ar. Johannes Kjær­bøl sem var á þeim tíma ráð­herra Græn­lands­mála full­yrt­i að hann hefði ekk­ert vitað um efa­semdir varð­andi vetr­ar­sigl­ing­ar, sér hefð­i ein­ungis verið kunn­ugt um yfir­lýs­ing­una um að ekk­ert væri athuga­vert við að ­sigla til Græn­lands að vetr­ar­lagi. Þeir sem skrif­uðu undir yfir­lýs­ing­una sögð­u að Johannes Kjær­bøl ráð­herra  hefði vit­að allt um efa­semdir þeirra (sem voru til skrif­leg­ar) en hann og for­svars­menn KGH hefðu lagt ofurá­herslu þessar vetr­ar­sigl­ing­ar.

Þing­menn d­anska Íhalds­flokks­ins, Ven­stre og Sós­íal­íska þjóð­ar­flokks­ins kröfð­ust þess að ráð­herr­ann yrði dreg­inn fyrir rétt. Rík­is­stjórn sós­í­alde­mókrata kom í veg fyr­ir­ það en sam­þykkti yfir­lýs­ingu þar sem ráð­herr­ann (sem þá var orð­inn fyrr­ver­and­i) var gagn­rýnd­ur.

Til­gátur

Ekk­ert hefur enn komið fram sem skýrir hvað olli því að Hans Hed­toft sökk. ­Loft­skeyta­mað­ur­inn um borð hafði sagt að sjór væri kom­inn í vél­ar­rúm skips­ins og minnst á ísjaka. Nokkrar til­gátur hafa komið fram en eins og áður var á minnst var skrokkur skips­ins soð­inn saman en ekki hnoð­að­ur. Ein til­gátan er sú að skipið hafi siglt á ísjaka, við höggið hafi suða í byrð­ingi skips­ins, við ­vél­ar­rúm­ið, gefið sig með þeim afleið­ingum að gat hafi komið á skrokk­inn, sem var ekki tvö­faldur eins og algengt varð síð­ar. Og höggið hafi enn­fremur orð­ið til þess að suður í skil­rúmum sem áttu að tryggja að að skipið flyti þótt eitt hólfanna sjö, sem áður var get­ið, hafi gefið sig. Önnur til­gáta er að ísjaki hafi rek­ist á skipið aft­antil og gert gat á byrð­ing­inn. Síðan hafi skil­rúm­in milli hólfanna ekki reynst nægi­lega sterk og sjór­inn smám saman kom­ist um allt ­skip. En þótt til­gát­urnar skorti ekki veit eng­inn hvað olli slys­inu.

Liggur á miklu dýpi

Nokkrum sinnum hafa verið gerðar til­raunir til að finna flak Hans Hed­toft. Þær til­raunir hafa engan árangur borið, en á svæð­inu þar sem skipið fórst er dýp­ið um það bil tveir kíló­metr­ar. Fyrir nokkrum árum var stofn­aður í Dan­mörku ­fé­lags­skapur í þeim til­gangi að finna flak Hans Hed­toft en ekki tókst að safna nægi­legum fjár­munum og ekk­ert varð úr leit­inn­i. 

Björg­un­ar­hring­ur­inn

Eina sem nokkru sinni hefur fundist úr skipinu er bjarghringur sem rak á fjöru austan við Grindavík.7. októ­ber 1959, átta mán­uðum eftir að Hans Hed­toft fórst fann Magnús Haf­liða­son ­bóndi á Hrauni við Grinda­vík björg­un­ar­hring í fjör­unni neðan við bæinn. Hring­ur­inn var heil­legur og á hann letrað Hans Hed­toft Køben­havn. ­Magnús bóndi fór með hring­inn til Slysa­varna­fé­lags Íslands í Reykja­vík sem kom honum áfram til Dan­merk­ur. Fréttir af þessum fundi vöktu mikla athygli og ­myndir af Magn­úsi bónda og björg­un­ar­hringnum voru á for­síðum allra danskra dag­blaða og frá fund­inum greint í fjöl­miðlum víða um lönd. 

Björg­un­ar­hring­ur­inn er varð­veittur í kirkj­unni í Qaqor­tog en í tengslum við að þess er nú minnst að 60 ár eru liðin frá slys­inu við Græn­land var hring­ur­inn lán­aður til­ ­Kaup­manna­hafnar og er þessa dag­ana í Hol­mens kirke, gegnt Krist­jáns­borg. 30. jan­úar síð­ast­lið­inn voru víða í Dan­mörku haldnar minn­ing­ar­at­hafnir þar sem þeirra sem fór­ust með Hans Hed­toft var minnst.

Þess má ­geta að á Norð­ur­bryggju í Kaup­manna­höfn (þar sem íslenska sendi­ráðið er til­ húsa) má sjá skjöld með nöfnum þeirra sem fór­ust með Hans Hed­toft

Í lok­in má geta þess að 21. febr­ú­ar  1967 fórst þýski ­tog­ar­inn Johannes Kruss (sem fyrst skipa kom á slys­stað­inn 1959) á sömu slóð­u­m og Hans Hed­toft átta árum fyrr. 22 voru í áhöfn tog­ar­ans og fór­ust þeir all­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk