Ágústa Margrét Arnardóttir, fimm barna móðir á Djúpavogi, fann fyrst fyrir vöntun á barna- og
ungmennatímariti fyrir um 6 árum síðan þegar dóttir hennar sem þá var 6 ára vildi verða
áskrifandi af tímariti en fátt fannst þeim um góða drætti í þeim efnum.
Öðru hvoru síðan
hefur þetta komið upp í huga Ágústu en það var ekki fyrr en fimmta og síðasta fæðingarorlofi
lauk í september sl. að hún ákvað að setja hugmyndina í framkvæmd.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Þegar dóttir mín bað mig um að fá að vera áskrifandi af tímariti fyrir um 6 árum síðan fannst
mér það frábær hugmynd til að auka lestur og fjölbreytileika lesefnis sem hún hafði aðgengi
að. Hins vegar fundum við ekkert sem heillaði okkur, mögulega var ég haldin einhverri
nostalgíuþrá eftir einhverju sambærilegu ABC og Æskunni eins ég man þau tímarit frá minni
barnæsku.
ungmenni í tímarita formi kom oftar og oftar upp í hausinn á mér. Hugmyndir um efni í svona
tímarit jukust líka jafnt og þétt og trú mín á vöntun á þetta varð til þess að ég ákvað að stíga
fyrstu sporin og kanna áhuga fólks á að taka þátt í þessu með mér. Það má segja að
viðbrögðin frá fólki sem ég þekki, og þekki ekki neitt, gerðu útslagið. Þetta tímarit þarf að
koma út.“
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Þemað er hvatning, efling og þátttaka barna og ungmenna. Eigandi fimm börn, sem öll hafa á
einhvern hátt stýrt framvindu verkefnisins, veit ég hversu mikilvægt er að efla þeirra innri
manneskju og tengja þau við það sem skiptir raunverulega máli. Þau verða fyrir stanslausu
áreiti í gegnum netið, bíómyndir, auglýsingar, samfélagið og fleira. Það er látlaust verið að
segja þeim meðvitað eða ómeðvitað hvernig þau eiga að vera, hvað er töff, hvað er gott,
hvað gerðum við þegar við vorum yngri og fleira.“