Skandali er hugarfóstur nokkurra einstaklinga sem eiga það sameiginlegt, en ekki endilega
margt annað, að hafa ást og áhuga á orðum. Skandali er blað sem til stendur að gefa út í
fyrst sinn í vor, og sem fyrirhugað er að birti sem fjölbreyttast efni og taki sérstaklega vel
við efni frá yngri og óþekktari pennum. En Skandali er meira en bara blað. Aðstandendur
verkefnisins vilja með þessari útgáfu skapa opið samfélag fyrir skapandi einstaklinga að
koma sama, standa að viðburðum, deila sínum verkum í öruggu umhverfi og geta þar
fengið yfirlestur, ráð og deilt skoðunum. Áhugasamir geta fylgst með þessu ferðalagi á
Facebook-síðu verkefnisins. Nú stendur yfir söfnun fyrir kostnaði í gegnum Karolina Fund.
Kjarninn hitti ritstjóra fyrsta tölublaðsins, Ægi Þór, að máli.
Hvernig kviknaði hugmyndin að verkefninu?
„Eins og svo margar góðar sögur hófst ferlið á bar yfir bjór. Vinur minn (og nú meðlimur
ritstjórnar) stakk uppá því að gefa út bókmenntatímarit. Í stuttu máli má segja að ég hafi
ekki haft trú á fyrirtækinu. Reyndar skaut ég það harkalega niður enda meðvitaður um
vesenið og kostnaðinn við slíka útgáfu. En einsog eitthvað inception dæmi þá var engu að
síður búið að planta fræinu, og það svo óx og dafnaði þangað til ég ákvað loks að fara
raunhæft að skoða möguleikana.
fyrstu ljóðabók og þar sem það ferli gekk allt smurt hugsaði ég að tímarit gæti nú ekki verið
svo mikið mál. Áður en ég vissi af vorum við svo komin með drífandi og öfluga ritstjórn og
það varð ekkert aftur snúið.“
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Öll erum við (í ritstjórn) sammála um að það skorti valkosti fyrir unga og óreynda höfunda
sem eru að stíga sín fyrstu skref í ritlistinni (og listinni almennt). Jafnframt vantar
aðgengilegra blað, rit sem er ekki eins hátt skrifað og t.d. Tímarit M&M. Blað sem er ódýrt
en samt vel ritstýrt og sem tekur við óhefðbundnu og öðruvísi efni.
Þetta er það sem við
viljum gera með þessu blaði. Við viljum bjóða upp á svona DIY fílíng, án þess þó að gera
bara hvað sem er. Við viljum að umsjónarmenn blaðsins séu jafningjar þeirra sem skrifa í
það. Blaðið sjálft er svo hugsað sem aðeins fyrsta skref í átt að því að skapa samfélag
skapandi einstaklinga. Við ætlum að standa fyrir reglulegum upplestrum og öðrum
viðburðum, ásamt því að bjóða upp á samfélag þar sem fólk getur deilt hugmyndum, fengið
yfirlestur og ráðlagt hvort öðru.“
Hvað þarf fólk að vita sem gæti viljað taka þátt í þessu ferli?
„Við viljum gjarnan fá fleiri aðila til liðs við okkur. Margir meðlimir ritstjórnar þekkjast ekkert
sérstaklega innbyrðis þannig að við erum alls engin klíka sem býður engum með. Þvert á
móti viljum við að ritstjórn blaðsins og útgáfufélag þess sé síbreytilegur félagsskapur. Allir
sem vilja taka að sér einhver verkefni, hver svo sem þau eru, eru velkomnir í hópinn. Við
munum svara öllum fyrirspurnum og lesa yfir allt efni sem berst okkur.“