Losunarlaus áliðnaður í sjónmáli og nýr samningur við ESB

Árni Snævarr ræddi við Halldór Þorgeirsson formann Loftslagsráðs um stöðu Íslands í loftslagsmálum, nýjan samning við ESB og tæknibyltingu í áliðnaði sem gæti gjörbylt ýmsum forsendum.

Halldór Þorgeirsson (lengst til hægri) við háborðið í loftslagsviðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Halldór Þorgeirsson (lengst til hægri) við háborðið í loftslagsviðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Auglýsing

Skammt er stórra högga á milli í lofts­lags­mál­um. Sam­komu­lag tókst nýverið við Evr­ópu­sam­bandið um skuld­bind­ingar Íslands gagn­vart Par­ís­ar­samn­ingn­um, á sama tíma og lofts­lags­mál hafa aldrei verið jafn mikið í brennid­epli vegna fjölda­mót­mæla ung­menna. Þá hafa verð­hækk­anir á los­un­ar­kvótum ýtt undir tækninýj­ungar sem kunna að leiða til þess að koltví­sýr­ingslosun álvera heyri sög­unni til. Um leið verður losun og föngun koltví­sýr­ings eins og sú sem fram fer á Hell­is­heiði áhuga­verð­ari frá efna­hags­legu sjón­ar­horni.

Framundan er leið­toga­fundur Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál og menn ráða ráðum sínum um hvað Ísland setur þar á odd­inn, en þrýst­ingur er á að aðild­ar­ríkin kynni þar nýjar aðgerð­ir.

Hall­dór Þor­geirs­son var um ára­bil einn af æðstu mönnum stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna sem heldur utan um lofts­lags­sátt­mála sam­tak­anna (UN­FCCC) í Bonn, en skömmu eftir að hann snéri aftur heim fyrir ári tók hann að sér að stýra nýju Lofts­lags­ráði.

Auglýsing

Samn­ingur við ESB

Hall­dór bendir á að sam­starf við nágranna­ríki okkar skiptir jafn­vel meira máli í lofts­lags­málum en á nokkru öðru sviði vegna sam­flots Íslands, Nor­egs og Lichten­stein ann­ars vegar og Evr­ópu­sam­bands­ins hins vegar við fram­kvæmd mark­miða Par­ís­ar­samn­ings­ins um lofts­lags­breyt­ing­ar.

Nýi samn­ing­ur­inn felur í sér að draga verður úr losun um 29% fyrir 2030 auk þess sem þak er sett á hve mikið til­lit er tekið til bind­ingar koltví­sýr­ings.

„Ís­land er í nánu sam­starfi við nágranna­þjóðir okkar í Evr­ópu,“ segir Hall­dór Þor­geirs­son í við­tali við vef­síðu UNRIC. „Sam­eig­in­legar skuld­bind­ingar Íslands, Nor­egs og Lichten­stein með ESB gagn­vart Par­ís­ar­samn­ingnum er mjög nauð­syn­legur þáttur í íslenskri lofts­lags­stefnu. Það væri mjög erfitt fyrir Ísland að ætla sér að halda stór­iðju­losun ef það ætti bara að tengja það íslenskum skuld­bind­ingu, vegna stærð­argráðunn­ar. Allir stór­los­endur eru í svoköll­uðu Emission Tra­d­ing Scheme (ETS), þar á meðal álf­ram­leið­end­ur. Íslensk álf­ram­leiðsla þarf að hafa los­un­ar­heim­ildir og verð á þeim hefur snar­hækkað und­an­far­ið, vegna þess að verðið var óraun­hæft.“

Þessi verð­hækkun á los­un­ar­heim­ildum koltví­sýr­ings hefur leitt til þess að áhugi hefur auk­ist að nýju á föngun og bind­ingu koltví­sýr­ings, eins og í Car­bFix-verk­efni vís­inda­manna og Orku­veit­unnar á Hell­is­heiði.

„Verð á heim­ildum innan ETS er að kom­ast á sama verð­bil og kostn­að­ur­inn við að dæla niður koltví­sýr­ingi í berg. Það sem er mik­il­vægt við Carb Fix-verk­efnið við að fanga og binda koltví­sýr­ing er að ekki er aðeins búið að þróa tækn­ina og sýna fram á að hún virka, heldur er hún í notk­un. Ef álverin myndu fanga og binda sína los­un, þá þurfa þau ekki að taka alla los­un­ina í einu. Þau geta byrjað á 5% af útblæstir og aukið það smám sam­an.“

Bylt­ing framundan í áliðn­aði

En þetta eru ekki einu breyt­ing­ar­anar sem eru við sjón­deild­ar­hring­inn því tækni­bylt­ing er að verða í álf­ram­leiðslu sem er kennd við óvirk skaut.

„Hún felur í sér að hætt verður notkun kola­skauta við raf­grein­ingu en núver­andi koltví­sýr­ingslosun verður þegar þau brenna upp,“ segir Hall­dór. „Með þessu móti myndi hrein­lega öll losun álver­anna hverfa. Tæknin er ekki langt undan því Alcoa, Rio Tinto og Quebec fylki í Kanada sem hafa þróað þessa tækni í sam­ein­ingu búast við að hún verði komin í notkun árið 2024 -innan fimm ára.

Nýja tæknin er orku­frekari, sér­stak­lega í byrjun á meðan verið er að reyna hana.

Stóra spurn­ingin er hvar íslensku verk­smiðj­urnar lenda í bið­röð­inni, eftir nýrri tækni, en von­andi munu okkar álver njóta þess að þau eru drifin áfram af hreinni orku.

Fleira hangir á þarna á spýt­unni. Verður greitt hærra verð í fram­tíð­inni fyrir ál sem fram­leitt er með kolefn­is­snauðum aðferð­um? Er hægt að fá fram að þetta verði sér vara? Með þeim hætti gætu kaup­endur tölva, bíla og svo fram­vegis geti valið vöru sem er fram­leidd með áli sem fram­leitt er á lofts­lagsvænan hátt.

Og þetta teng­ist svo því að Ísland þarf að búa sig undir að efla sam­keppn­is­færni sína á sviði kols­efn­issnauðs hag­kerf­is. For­senda þess er að upp­fylla mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins um kolefn­is­jafn­vægi fyrir miðja öld­ina. Og reyndar er það svo að við þurfum að ná slíku jafn­vægi fyrir miðja öld­ina ein­fald­lega til að geta lifað öld­ina af, þetta er eina lausnin til að koma í veg fyrir skað­lega upp­söfnun koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­in­u.“

Föngun og bind­ing koltví­sýr­ings eins og á Heill­is­heiði er ekki óum­deilt fyr­ir­bæri því hingað til hefur þessu aðal­lega verið beitt í kola­iðn­aði og því tengja margir þetta við skálka­skjól, eins og konar afsökun til að halda áfram kola­notk­un.

„Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök sjá þetta bara í sam­hengi við kol,“ segir Hall­dór. „Og tengja þetta við við­leitni til að hvít­þvo kol með póli­tíska hug­tak­inu „hrein kol,“, en auð­vitað er slíkt ekki til nema einna helst í Hvíta hús­inu. En hugs­an­lega myndu umhverf­is­vernd­ar­sam­tök fagna „Car­bFix“ því þar fara saman end­ur­nýj­an­leg orka og að koma fyrir losun frá iðn­aði, og hvorki kola- eða olíu­vinnsla eins og í Nor­eg­i.“

Mark­aðs­hvati

Banda­ríkja­menn fanga og binda meir en nokkur önnur þjóð en Norð­menn byrj­uðu snemma og ætla sér stóra hluti í Evr­ópu.

„Í Nor­egi gat Statoil unnið meiri olíu með því að dæla koltví­sýr­ingin iður,“ segir Hall­dór og bendir á að rík­is­ol­íu­fyr­ir­tækið hafi farið út í þetta í Norð­ur­sjó til þess að spara sér að greiða kolefn­is­skatt eftir að honum var komið á. Hann minnir á að hvað sem öðru líður muni ljóstillifínu plantna verða öfl­ug­asta tækið til að fanga koltví­sýr­ing. Sá hluti Car­bFix verk­efn­is­ins á Hell­is­heiði muni lík­lega verða áhuga­verður jað­ar­mark­að­ur, en mestur áhugi verði á því að fanga koltví­sýr­ing í meiri styrk; beint úr strompi iðn- og orku­vera.

Hátt verð á „meng­un­ar­kvót­um“ á ETS-­mark­aðnum hefur orðið til þess að búa til mark­aðs­hvata til þess að þróa og taka í notkun nýja tækni. Hall­dór segir að lofts­lags­vand­inn hafa skap­ast meðal ann­ars af því að mark­aðslög­mál hafi ekki ráðið ferð.

„Það hefur ekk­ert kostað að setja koltví­sýr­ing út í and­rúms­loft­ið. Það er búið að tala um ný skaut í álverum frá því ég byrj­aði í lofts­lags­mál­unum 1998, fyrir meir en tveimur ára­tug­um, en það var aldrei nægur áhugi. Ástæðan er ekki sú að fólkið sé svo vont, heldur að það er ekki fyrr en verðs­ins á losun koltv­sýr­ings fer að gæta í bók­hald­inu, sem tækni­lausn­irnar komu. Nú geta stjórn­endur rétt­lætt kostn­að­inn fyrir stjórnum fyr­ir­tækja og því er loks­ins farið í þessar fjár­fest­ing­ar.“

Skuld­bind­ingar Íslands sam­kvæmt Par­ís­ar­samn­ingum kalla þó flestar á aðgerðir inn­an­lands ef mark­mið­unum skal náð. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda jókst um 2,2% milli áranna 2016 og 2017.

Sam­göngur og losun stóru málin

„Það sem eru stóru við­fan­gefnin í losun eru sam­göngur og úrgangs­mál og losun tengd land­notk­un, og fjórða væri svo fisk­veið­ar,“ segir Hall­dór. „Við notum um 300,000 tonn af olíu til að knýja sam­göngu­tæk­in. Þetta var á nið­ur­leið en síðan kom ferða­þjónu­spreng­ingin og er enn á upp­leið. Það standa vonir til þess að 2018 verði hámarks­árið í olíu­noktun í inn­an­lands­samöngum á landi. Þar kemur fyrst og femst til hrein­bíla­væð­ing (blend­ings og raf­magns­bíl­ar, met­an­bíl­ar).

Stóri vand­inn þar eins og víð­ast hvar er að þetta er ný tækni og það er ótti við hana. Það teng­ist líka einviðum að ein­hverju leyti en það er ekki eins stórt vanda­mála og fólk fill vera láta.“

Sjálfur ekur Hall­dór raf­bíl og er hinn ánægð­asti. Hann segir bíla­leigur og þunga­flutn­inga (dísel) vera stórar hindr­an­ir, en þessir aðilar treysti sér ekki í breyt­ing­ar. Meira að segja rútur á föstum leiðum eins og flug­rútan á milli Kefla­víkur og Reykja­víkur halda fast í bens­ín­ið.

Úrgangs­myndun er gríð­ar­legt vanda­mál, þótt árangur hafi náðst td.varð­andi ennota drykkj­arílat vegna skila­gjalds.

Hringrásin varla náð hingað

Hins vegar eru Íslend­ingar „heims­meist­arar í að kaupa einnota fatnað og ann­að. það er stór þáttt­ur. Hringrás­ar­hag­kerfið er rétt að byrja hér,“ segir Hall­dór.

„End­ur­heimt vot­lendis er mjög spenn­andi mót­væg­is­að­erð ekki bara út af koelfn­inu, heldur hefur það líka jákvæð áhrif varð­andi fugla­líf sem er tengt lýð­heilsu og öðru slíku með auk­inni úti­vist, að ógleymdum áhrifum á vatns­miðl­un.“

Þá er mikið verk óunnið í sjáv­ar­út­vegi. Þar hefur heild­ar­losun minnkað en mikil tæki­færi blasa líka við. „Það hefur lítið verið gert í kæli­m­iðlun og þessi sam­dráttaur sem hefur átt sér er fyrst og fremst til­kom­inn vegna fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins og svo að hætt var að fara í Smug­una,“ segir Hall­dór Þor­geirs­son, for­maður Lofts­lags­ráðs, að lok­um.

Greinin er birt í sam­vinnu Kjarn­ans og Upp­lýs­inga­skrif­stofu Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­RIC).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal