#Kommentakerfið kom upprunalega út árið 2015 eftir söfnun á Karolina 
Fund. Nú er að koma framhald. Í spilinu taka spilarar að sér hlutverk 
virkra í athugasemdum. Þeir reyna að finna fyndnustu athugasemdina við 
hverja fyrirsögn. Spilið er undir miklum áhrifum frá Cards Against 
Humanity.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Ég fékk hugmyndina upprunalega þegar ég var að dunda mér við að reyna að 
búa til íslenska útgáfu af Cards Against Humanity. Það gekk ekki upp - 
aðallega af því að fallbeygingar og önnur málfræðilögmál gera 
eyðufyllingar erfiðar. Þá datt ég niður á þá hugmynd að nota 
athugasemdir vefmiðlana staðinn. Núna er upprunalega spilið uppselt og 
því augljóslega færi á gefa út nýja útgáfu. Ég hef líka eytt síðustu 
fjórum árum að safna kommentum og fyrirsögnum og það var ákaflega erfitt 
að velja út. Maður var reyndar að vona sumir stjórnmálamenn sem voru 
fyrirferðarmiklir árið 2015 hefðu látið sig hverfa en í staðinn fá þeir 
að vera aftur með.
sem mesta samskiptabylting allra tíma leiðir til þess að samskipti verða 
eitruð. Maður gæti grátið en með #Kommentakerfinu þá getur maður hlegið 
í staðinn.
Þegar ég ákvað að reyna að gefa út #Kommentakerfið fyrir fjórum árum þá 
náði ég að uppfylla draum en ég varð að læra mikið á skömmum tíma. Ég 
þurfti meðal annars að leggja stofuna heima undir spilapökkun. Ég fékk 
vini og fjölskyldu með mér í lið. Við þurftum að brjóta saman hvern 
einasta spilapakka. Síðan voru spjöldin ekki flokkuð í tilbúna bunka 
heldur voru öll eintök af hverju spjaldi í búnti sem við þurftum síðan 
að sortera ofan í kassa. Lukkulega kemur þetta allt tilbúið núna.
Það er hægt að spila nýja spilið eitt og sér eða með gamla spilinu. Það 
er reyndar auðvelt að sjá muninn á nýja og gamla spilinu af því að ég 
hef meðal annars lært að velja betri pappír. Ekki það að gamla útgáfan 
sé ómerkilegur pappír.“
				
              
          
              
          



