#Kommentakerfið II snýr aftur

Framhald er fyrirhugað af spilinu #Kommentakerfið. Í spilinu taka spilarar að sér hlutverk hins alræmda hóps virkra í athugasemdum.

oli-komm.JPG
Auglýsing

#Kommentakerfið kom upprunalega út árið 2015 eftir söfnun á Karolina 
Fund. Nú er að koma framhald. Í spilinu taka spilarar að sér hlutverk 
virkra í athugasemdum. Þeir reyna að finna fyndnustu athugasemdina við 
hverja fyrirsögn. Spilið er undir miklum áhrifum frá Cards Against 
Humanity.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég fékk hugmyndina upprunalega þegar ég var að dunda mér við að reyna að 
búa til íslenska útgáfu af Cards Against Humanity. Það gekk ekki upp - 
aðallega af því að fallbeygingar og önnur málfræðilögmál gera 
eyðufyllingar erfiðar. Þá datt ég niður á þá hugmynd að nota 
athugasemdir vefmiðlana staðinn. Núna er upprunalega spilið uppselt og 
því augljóslega færi á gefa út nýja útgáfu. Ég hef líka eytt síðustu 
fjórum árum að safna kommentum og fyrirsögnum og það var ákaflega erfitt 
að velja út. Maður var reyndar að vona sumir stjórnmálamenn sem voru 
fyrirferðarmiklir árið 2015 hefðu látið sig hverfa en í staðinn fá þeir 
að vera aftur með.

Auglýsing
Ef spilið hefur eitthvað þema þá er það einfaldlega firring nútímans þar 

sem mesta samskiptabylting allra tíma leiðir til þess að samskipti verða 
eitruð. Maður gæti grátið en með #Kommentakerfinu þá getur maður hlegið 
í staðinn.

Þegar ég ákvað að reyna að gefa út #Kommentakerfið fyrir fjórum árum þá 
náði ég að uppfylla draum en ég varð að læra mikið á skömmum tíma. Ég 
þurfti meðal annars að leggja stofuna heima undir spilapökkun. Ég fékk 
vini og fjölskyldu með mér í lið. Við þurftum að brjóta saman hvern 
einasta spilapakka. Síðan voru spjöldin ekki flokkuð í tilbúna bunka 
heldur voru öll eintök af hverju spjaldi í búnti sem við þurftum síðan 
að sortera ofan í kassa. Lukkulega kemur þetta allt tilbúið núna.
Það er hægt að spila nýja spilið eitt og sér eða með gamla spilinu. Það 
er reyndar auðvelt að sjá muninn á nýja og gamla spilinu af því að ég 
hef meðal annars lært að velja betri pappír. Ekki það að gamla útgáfan 
sé ómerkilegur pappír.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk