Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný

Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.

desert-4376898_960_720.jpg
Auglýsing

Hér í höfuðborginni hefur nýliðið sumar líklega verið sett ofarlega á lista margra íbúa sem besta sumar allra tíma. Veðurblíðan hefur leikið við íbúa suður og suðvesturhluta þessarar eyju.Á meðan við fögnum þessum bættu lífsskilyrðum fyrir okkur sem hér búum er samt sem áður ört hækkandi rödd innra með okkur sem varar við því að þessi þróun er líklega ekki eðlileg.

Hamfarahlýnun er nú löngu hætt að vera fyrirbæri sem við getum sagt að komi seinna eða einhvers staðar annars staðar. Við erum áþreifanlega farin að finna fyrir henni. Hér á Íslandi með hætti eins og fleiri jakkalausum dögum utandyra og minningarathöfn um fyrsta jökulinn sem hvarf, Ok.

NOAA eða National Ocean and Atmosphere Administration, birti á dögunum skýrslu sína sem sýnir hvernig hitastig jarðar fer hækkandi með hverju árinu. Samkvæmt henni var síðastliðinn júlímánuður sá heitasti síðan mælingar hófust fyrir 140 árum. Þar sem meðalhitinn yfir mánuðinn var heilli gráðu hærri en meðaltalið.

Auglýsing

Að sama skapi mældust íshellur á hafi minni en í meðalári, hvort sem er litið til norður eða suður heimsskautanna. Hafísinn var í báðum tilfellum sá minnsti sem mælst hefur, þegar horft er til alls 2019.

Sem betur fer virðist vera vitundarvakning meðal manna um allan heim. En vitundarvakning er ekki nóg til að stöðva hækkun hitastigs í heiminum. Stjórnvöld í heiminum verða að fara að setja sér markmið svo almenningur geti auðveldlega lagt sitt af mörkum til að sporna við hamfarahlýnun.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk