Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný

Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.

desert-4376898_960_720.jpg
Auglýsing

Hér í höfuðborginni hefur nýliðið sumar líklega verið sett ofarlega á lista margra íbúa sem besta sumar allra tíma. Veðurblíðan hefur leikið við íbúa suður og suðvesturhluta þessarar eyju.Á meðan við fögnum þessum bættu lífsskilyrðum fyrir okkur sem hér búum er samt sem áður ört hækkandi rödd innra með okkur sem varar við því að þessi þróun er líklega ekki eðlileg.

Hamfarahlýnun er nú löngu hætt að vera fyrirbæri sem við getum sagt að komi seinna eða einhvers staðar annars staðar. Við erum áþreifanlega farin að finna fyrir henni. Hér á Íslandi með hætti eins og fleiri jakkalausum dögum utandyra og minningarathöfn um fyrsta jökulinn sem hvarf, Ok.

NOAA eða National Ocean and Atmosphere Administration, birti á dögunum skýrslu sína sem sýnir hvernig hitastig jarðar fer hækkandi með hverju árinu. Samkvæmt henni var síðastliðinn júlímánuður sá heitasti síðan mælingar hófust fyrir 140 árum. Þar sem meðalhitinn yfir mánuðinn var heilli gráðu hærri en meðaltalið.

Auglýsing

Að sama skapi mældust íshellur á hafi minni en í meðalári, hvort sem er litið til norður eða suður heimsskautanna. Hafísinn var í báðum tilfellum sá minnsti sem mælst hefur, þegar horft er til alls 2019.

Sem betur fer virðist vera vitundarvakning meðal manna um allan heim. En vitundarvakning er ekki nóg til að stöðva hækkun hitastigs í heiminum. Stjórnvöld í heiminum verða að fara að setja sér markmið svo almenningur geti auðveldlega lagt sitt af mörkum til að sporna við hamfarahlýnun.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk