„Að hanna er eins og að anda með heilanum“

Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.

Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
Auglýsing

„Að hanna er eins og að anda með heilanum,“ segir Guðrún Margrét Jóhannsdóttir hönnuður. Hún segir að ferlið verði mjög tilfinningalega tengt og nái hápunkti þegar hugvit, útlit og virkni falla í ljúfa löð. Ferlið fái svo ákveðna mynd á sig og veraldlegan tilgang sem svo finni sinn farveg. „Sá farvegur gæti verið á matarborðinu heima hjá þér, inní eldhúsinu þínu, á öxlinni þinni eða í allt öðru samhengi, jafnvel án þess efnislæga.“

Hún ólst upp á opnunum myndlistasýninga hérlendis sem erlendis. Hún man bara eftir að hafa farið á jólaböll í sal Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara sem barn og allar utanlandsferðir með foreldrum hennar gengu út á að fara á listafestivöl og fleira í þeim dúr.

Guðrún Margrét safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund sem hún kallar hvítlauksskálina. Hún er í senn verkfæri og borðbúnaður og auðveld í þrifum. „Með skálinni er lífið dans á rósum og hamingjan óendanleg! Þú nuddar hvítlauknum við rifjárnið í botni hennar og hellir olíu yfir og útkoman er; hvítlauksolía!“ segir í kynningartextanum.

Auglýsing

„Hönnun í mínum huga þýðir ekki að eiga fullt heldur þvert á móti, að eiga fátt sem þjónar þér og þínu lífi og þú getur átt lengi. Ég nánast tilbið handverkið vegna þess að ég dýrka sláttinn í hinum lífræna tímanum, að verja honum og ekki eyða, þessi kombínasjón er fyrir mér sama sem súrefnið sem heldur í okkur lífi og elur af sér vilja í verki og þ.a.l. gefur okkur roða í kinnarnar,“ segir Guðrún Margrét.

Hún segist velja að setja sig ekki undir einn hat í hönnun, þar sem hönnun fyrir henni sé ekkert nema lífið sjálft með öllum sínum úturdúrum í bland við kóríógrafíuna sem endrum og eins gengur upp og slær í gegn.

„Ég hef fengið svo mörg og ólík verkefni upp í hendurnar og tel ég það kost og tilefni til þess að getað þroskast sem manneskja og hönnuður.

Ég hef til dæmis yndi af hönnun sem þjónar fleiri en einum tilgangi, eins og Hvítlauksskálin sem í senn er verkfærið og borðabúnaðurinn í eina og sama hlutnum,“ segir hún.

„Hæg hönnun er annar vínkill sem ég gef allan minn gaum og er í miklu uppáhaldi hjá mér, því ég tel hana eins þarfa náttúrunni og öllu því sem bærist á jarðkúlunni eins og höfuðáttirnar eru ferðalanganum úti í víðáttunni uppi á hálendinu. Þar er mergurinn málsins að sameina hugsunina, tilfinninguna og gjörðina eða þörfina og heiðarleikinn tekur öll völd því ferlið fær sitt sjálfstæði í tímanum sem það tekur og því ekki komist hjá umhugsun og að velta vöngum í allar áttir og draga djúpt inn andann.“

Hvítlauksolíuskálin Mynd: Aðsend

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég var búsett í Barcelona þegar ég kynntist pan con tomate aðferðinni þeirra Katalóníu búa sem er ristað brauð smurt með tómati, svo er salti stráð yfir og síðan olífu olíu hellt yfir og önnur brauðsneið notuð til að þjappa gumsinu öllu vel saman. En þar sem ég er mikil pizzugerða kona og hreinlega elska hvítlauk og alls hins góða sem hann hefur okkur upp á að bjóða, þá nudda ég alltaf fyrst afskornum hvítlauk í sárið á brauðsneiðinni og bæti svo öllu hinu við. Og svo hef ég alltaf átt í basli með hvítlaukspressuna og hjálpaði það basl til við að fá hugmyndina að Hvítlauksskálinni. Hún er dæmi um hönnun sem þjónar tvennum tilgangi en einnig fækkun hluta.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins

„Að varpa ljósi á mikilvægi hönnunar en í leiðinni að nærgætni gagnvart okkar nánasta umhverfi er mikið þarfaþing. Skálin er óður til jarðarinnar og eins konar minnisvarði hennar og þess vegna fannst mér mikilvægt að bein snerting með fingrunum utanum hvítlaukinn ætti sér stað svo að tilfinningin, verknaðurinn og útkoman rynni í eitt. Er ekki allt komið af jörðu og af jörðu skal allt verða?

Hversu mikilvægt er að vera manneskja og vilja og kunna að framkalla hugmyndir sínar til þess að geta borið á borð góðan málstað. Og hvað baslið getur orðið eitthvað lýrískt og harmónískt ef maður kýs að horfa þanig á vandræði breytast þau í verkefni. Það er eins og það sé ástæða fyrir öllu og þegar maður fer að taka eftir því fer allt að meika sens. Sem skúlptúristi, hönnuður og listakennari finnst mér dálítið mitt missjón í lífinu að leggja áherslu á mikilvægi þess að fá að vera í takt við ryðman sem á við okkur sem og jörðina. Allt á sinn sama upprunna þó myndirnar séu eins og ólíkar og þær eru margar.“

Hægt er að styrkja verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk