Upphafið - Árstíðaljóð

Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.

Auglýsing
galleríbíllportrait.jpg

Upphafið - Árstíðaljóð er fimmta ljóðabók listamannsins Gunnhildar Þórðardóttur en hún kemur út um miðjan september ef söfnun á Karolina Fund gengur vel. Gunnhildur lauk BA prófi í myndlist og listasögu við Listaháskólann í Cambridge í Englandi árið 2003 og MA prófi í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006. Hún er nú í viðbótardiplóma í listakennslu við Listaháskóla Íslands og mun klára í árslok 2019.  

Hún hefur verið virkur myndlistarmaður síðan hún útskrifaðist árið 2003 og unnið bæði sjálfstætt og fyrir söfn, stofnanir og félagasamtök sem trúnaðarmaður og stjórnarmaður. Hún hefur unnið í Hafnarborg, hjá Listasafni Reykjanesbæjar og hjá Sambandi Íslenskrar myndlistarmanna (SÍM) bæði sem verkefnastjóri gestavinnustofu og Dags myndlistar en einnig setið í stjórn SÍM. Gunnhildur hefur haldið margar einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis. 

Auglýsing
Hún hefur m.a. sýnt í sal Íslenskrar grafíkur, Listasafni Reykjanesbæjar, Flóru og Mjólkurbúðinni á Akureyri, Gallerí Boxi með systur sinni sem Lúka, 002 gallerí, sýningarsal SÍM, Borgarbókasafninu, Slunkaríki og Suðsuðvestur. Hún hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningu m.a. í Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Listasafni Íslands, Artótekinu, Minjasafni Austurlands, Þjóðminjasafninu, Listahátíð í Reykjavík, Norræna húsinu og tekið þátt í sýningum erlendis í Tate Britain safninu, í Norrænu menningarmiðstöðinni í Boston, grafíksýningum í Þýskalandi, Danmörku, Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hún stofnaði hönnunar - og listafyrirtækið Lúka Art & Design með systur sinni Brynhildi Þórðardóttur og saman tóku þær þátt í mörgum hönnunar - og listtengdum viðburðum s.s. HönnunarMars, PopUp viðburðum, sýningum í söfnum og tískusýningum en nú rekur Brynhildur fyrirtækið ein.

Á tímabili rak Gunnhildur sinn eigin sýningarstað Gallerí Bíll sem tók þátt í ýmsum menningarverkefnum s.s. menningarhátíðum í Hafnarfirði, Reykjavík, Keflavík og Degi Myndlistar. Hún starfar sem tungumála-, list - og verkgreinakennari í Myllubakkaskóla í Keflavík og hún á fjóra stráka með enskum manni sínum en saman reka þau listaverkefnið RePlace sem býr til listrænar vörur með sjálfbærum hætti.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég fékk hugmyndina um söfnun í vor þegar ég kláraði ljóðabókina sem sjálfstætt verkefni við Listaháskóla Íslands og hélt kynningu á henni í Gunnarshúsi í maí. Ég vildi prufa Karolina Fund þar sem ég hef einungis heyrt góða hluti um það verkefni. Ég hef alltaf gefið út mínar eigin ljóðabækur og staðið undir öllum kostnaði sjálf og oftast gefið út bækur í tengslum við sýningar. Fyrir mér er mjög eðlislægt að nota texta með verkum og sé ég ljóðin mín oft sem myndverk, þ.e. um leið ég er búin að semja ljóð þá teikna ég mynd eða skissa verk með eða öfugt því stundum er ég búin að gera skissu og þá kemur sjálfkrafa ljóð. Ég hef verið að skrifa frá blautu barnsbeini ljóð, sögur og dagbækur.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þema ljóðanna minna er oftast það sama þetta eru heimspekilegar vangaveltur um lífið, ástina og náttúruna. Þetta eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum. Ljóðin í Upphafið - Árstíðaljóð eru hugleiðingar allt árið um kring um viðburði, persónur og náttúru. Þegar ég gaf út Blóðsteina fyrstu bókina mína var það svona safn ungljóða svo kom pönkljóðabókin mín, DIY ljóð sem var eins konar svar við hruninu, Næturljóð var mjög rómantísk líkt og Götuljóð. Upphafið - Árstíðaljóð fjallar um einhvers konar byrjun eða uppgjör eins og titillinn gefur til kynna en líf mitt er mjög árstíðabundið bæði sem kennari og sem móðir. Ég þarf að skipuleggja allt í kringum í börn sama hvort það er í skólanum eða heima og ég eyði nánast öllum sumrum á fótboltamótum. En það má segja að rauði þráðurinn í ljóðum mínum og myndlist minni er virðing og ábyrgð fyrir náttúrunni sem við erum hluti af og þessi hreina sköpun sem er eðli mannsins.

Ég mun halda útgáfukynningu 5. september næstkomandi kl. 16 í Bókasafni Reykjanesbæjar á menningarhátíðinni Ljósanótt en útgáfuhóf verður haldið í Hannesarholti í Reykjavík 19. september kl. 19.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk