Apple kynnir þrjá nýja síma, uppfært úr og nýjan iPad

Gunnlaugur Reynir Sverrisson fer yfir það markverðasta sem kom fram á viðburði Apple í gær.

Fjölmiðlafólk myndar nýjan iPhone.
Fjölmiðlafólk myndar nýjan iPhone.
Auglýsing

Í gær hélt Apple sinn árlega sept­em­ber við­burð. Kynntir voru þrír nýir símar, upp­fært úr og ný grunn­út­gáfa af iPad. Einnig fengum við loks að vita verð og útgáfu­dag á Apple TV+ og Apple Arcade þjón­ust­un­um. Eins og síð­ustu ár fór við­burð­ur­inn fram í Steve Jobs Thea­t­er. Hér verður farið yfir það mark­verð­asta sem fram fór.

Þrír nýir símar

Eins og spáð hafði verið þá kynnti Apple þrjá nýja síma. Fyrsti sím­inn var iPhone 11, arf­taki iPhone XR, sím­inn fyrir mass­ann. iPhone 11 lítur í grunn­inn eins út og for­ver­inn en hefur þó fengið ýmsar upp­færsl­ur. 

Fram­hliðin er eins og áður, en bak­hliðin er núna úr hertu gleri sem á að vera mun högg­held­ara en sams­konar gler á eldri sím­um. Á bak­hlið­inni eru nú tvær mynda­vélar í stað einnar áður. Önnur er ofur víðlinsa (e. ultra-wide) og hin víðlinsa (eins og er á sím­anum þínum í dag). Þetta er því önnur nálgun á tveggja mynda­véla­kerfi en við höfum séð í iPhone 8 Plus, iPhone X og iPhone XS. Þeir símar voru allir með eina víðlinsu og aðra aðdrátt­ar­linsu. Hvort þessi nálgun sé betri eða verri á eftir að koma í ljós. 

Auglýsing

Apple sýndi ýmis dæmi um fram­farir í mynda­vél­inni við léleg birtu­skil­yrði, upp­tökur á mynd­skeiðum og frægir ljós­mynd­arar gerðu hrein lista­verk á auga­bragði. Hvort það gagn­ast við að taka mynd af skítugum börnum á blautum 17. júní er svo annað mál. Night mode er við­bót við mynda­vél­ar-appið sem hjálpar þér að taka betri myndir við mjög léleg birtu­skil­yrði. Þetta er sér­stök still­ing sem þarf að kveikja og slökkva á svipað og Night Sight á Pixel 3 sím­anum frá Google. Portrait mode hefur einnig verið upp­fært og ræður nú einnig við dýra­mynd­ir. Sjálfu mynda­vélin fær stuðn­ing við hæg mynd­skeið (e. slow motion) og fær þessi eig­in­leiki hið sér­stak­lega óþol­andi mark­aðs­nafn Slofies. Nýtt vopn í vopna­búr áhrifa­valda um allan heim sem verður án efa mis­not­að. 

Hátal­arar sím­ans hafa verið upp­færðir með Spacial Audio og stuðn­ingi við Dolby Atmos. Þetta bætir vænt­an­lega hljóm­inn eitt­hvað en ekki búast við heima­bíó í sím­an­um. Sím­inn styður einnig þráð­lausa hleðslu líkt og for­ver­inn.

Aðsend mynd

Sím­inn kemur í sex lit­um: Svört­um, hvít­um, gul­um, rauð­um, grænum og fjólu­blá­um. Verðið er $699 sem er $50 lækkun frá iPhone XR. Sím­inn ætti því að kosta á bil­inu 115 til 120.000 kr. á Íslandi þegar hann kemur í sölu í byrjun októ­ber.

Þar sem fag­menn­irnir versla

Hinir tveir sím­arnir sem Apple kynnti voru iPhone 11 Pro og 11 Pro Max. Þessir símar leysa iPhone XS og XS Max af hólmi. Þessi nafna­breyt­ing á iPhone yfir í Pro hefur verið spáð lengi og í takt við aðrar vörur Apple. Út frá kynn­ingu Apple er fag­mað­ur­inn sem sím­inn er hugs­aður fyrir sá sem tekur ljós­myndir og mynd­skeið, þarf að gera það í mestu mögu­legu gæðum og vill vinna þær á í sím­an­um. Mögu­lega minna mengi en evr­ópu­sinn­aðir Mið­flokks­menn en skýrt sjón­ar­horn engu að síð­ur. 

Útlitið er að mestu eins, glerið á bak­hlið­inni end­ur­bætt og bungan fyrir mynda­vél­ina höfð mun stærri til að rúma þrjár mynda­vél­ar. iPhone XS var með víðlinsu og aðdrátt­ar­linsu en 11 Pro bætir við ofur víðlinsu eins og á iPhone 11. 

Apple tók stóran hluta af kynn­ing­unni í að sýna mynda­vél­ina. Allt betra og flott­ara. Sím­inn get­ur, með við­bót­ar­hug­bún­aði, tekið mynd­skeið á tvær mynda­vélar í einu, líka sjálfu mynda­vél­ina. Þannig er hægt að taka sama atriðið upp með mis­mun­andi hætti á sama tíma, skipta á milli aðdráttar og víðlinsu í raun­tíma og í klipp­ingu. Apple sýndi einnig Deep Fusion við­bót við iOS 13 sem á að gefa miklu betri myndir og mynd­skeið við léleg birtu­skil­yrði með hjálp vél­ar­náms. Við­bótin kemur seinna í haust með hug­bún­að­ar­upp­færslu. Skjár­inn hefur verið bættur og kall­ast nú Super Ret­ina XDR í takt við fag­manna­skjá­inn sem Apple kynnti í sum­ar. 

Margt áhuga­vert þarna og kynn­ingin sann­ar­lega sniðin að fag­mönn­um. Pro eins og í fyrir fag­mann­inn, ekki Pro eins og í dýr­ari týpan eins og hefur verið allt of algengt með margar Apple vörur sem hafa Pro í nafn­inu. Sím­inn er með A13 Bionic örgjörva og er hann mun öfl­ugri en for­ver­inn en á sama tíma notar hann mun minni orku. Það skilar sér í 4 tíma betri raf­hlöðu­end­ingu í 11 Pro og 5 tímum lengri end­ingu í 11 Pro Max. 

Sím­inn kemur í nýjum grænum lit ásamt Space Gray, silfur og gull. Verðið helst óbreytt, $999 fyrir iPhone 11 Pro og $1.099 fyrir 11 Pro Max. Sím­arnir koma í sölu í Banda­ríkj­unum 20. Sept­em­ber og ættu að koma hingað í byrjun októ­ber.

Þessu til við­bótar verður iPhone XR áfram í sölu á $599 og iPhone 8 á $449. Hávær orðrómur um upp­færðan iPhone SE næsta vor sem mun mögu­lega breyta þess­ari upp­röðun eitt­hvað.

Upp­fært úr

Þegar röðin kom að Apple Watch var mynd­skeið sýnt þar sem mis­mun­andi ein­stak­lingar sögðu frá því hvernig Apple Watch hefur breytt lífi þeirra til hins betra. Hvort sem það var hvatn­ing til hreyf­ing­ar, tæki til að greina hjart­slátt­ar­trufl­anir eða örygg­is­tæki við fall þá var þetta gott dæmi um stöðu Apple á snjallúra­mark­aðn­um. 

Apple er í sér­deild og fáir sam­keppn­is­að­ilar í sjón­máli. Eftir mynd­skeiðið var Apple Watch Series 5 síðan kynnt. Útlitið helst óbreytt frá fyrri útgáfu. Stærsta breyt­ingin er mögu­leiki á að hafa alltaf kveikt á skján­um. Úrskífur og öpp breyt­ast þá í ein­fald­ari útgáfur þegar skjár­inn dofnar en samt sjást allar lykil­upp­lýs­ingar á skján­um. Þannig er hægt að sjá hvað klukkan er, sjá hlaupa­hrað­ann, brennslu og aðrar upp­lýs­ingar án þess að þurfa að lyfta hend­inni upp eins og stein­ald­ar­mað­ur. Með nýrri skjá­tækni og upp­færðum örgjörva næst fram nægur orku­sparn­aður til þess að þetta á ekki að hafa áhrif raf­hlöðu­end­ingu og úrið ætti því að duga dag­inn og rúm­lega það. 

Einnig er inn­byggður átta­viti sem nýt­ist vel í for­ritum sem nota kort og stað­setn­ingu. Eins og spáð hafði verið kemur úrið í tveimur nýjum efn­is­gerðum umfram ál og ryð­frítt stál. Nýju efn­is­gerð­irnar eru títan í svörtu og gráu og svo hvítt ker­am­ik. Bæði efnin eru vin­sæl hjá fram­leið­endum hágæða úra og því góð við­bót.

Aðsend mynd

Verðið helst óbreytt á grunn­týp­unni ($399) og stál útgáf­unni ($599). Apple Watch Edition í títan kostar $799 og ker­amik $1.299. Ólík­legt er við fáum nokkrar útgáfur í sölu aðrar en grunn­týpuna úr áli því aðrar týpu koma staðlað með 4G stuðn­ingi sem er ekki í boði á Íslandi, enn sem komið er. Apple Watch Series 3 heldur áfram í sölu á $199.

Upp­færður iPad

Eina varan sem var á annað list­anum í upp­hit­un­ar­grein minni sem lét sjá sig var grunn­út­gáfan af iPad. Hún fékk síð­ast upp­færslu vorið 2018 og því kom­inn tími á upp­færslu. Þegar Apple kynnti fimmtu kyn­slóð iPad árið 2017 þá var hún tals­vert hlið­ar­skref frá fyrri útgáf­um. Hún var þykk­ari og aflminni en for­ver­inn iPad Air 2, raunar nær iPad Air að flestu leyti. Allt gert til að ná niður kostn­að­i. 

2018 útgáfan lag­aði mikið af þessum vankönt­um, sem var létt­ari og þynnri og skjár­inn mun betri. Með iPad 2019 tekur Apple enn þá stærra skref. Skjár­inn fer úr 9.7“ í 10.2“ sem gerir rammann nett­ari og útlitið í takt við iPad Air sem fór í sölu í sum­ar. Skjár­inn hefur einnig verið bætt­ur. 

Örgjörvinn er sá sami og í fimmtu útgáfu iPad frá 2018. Sá var seint tal­inn hægur þannig að þetta ætti varla að vera mikið vanda­mál, sér­stak­lega ef að minnið hefur verið auk­ið, sem enn er óvíst enda gefur Apple aldrei upp vinnslu­minni í iOS tækj­um. Einnig er stuðn­ingur við lykla­borð og penna.

Aðsend mynd

Verðið helst óbreytt frá fyrri útgáfu eða $329. Eins og á snjallúra­mark­aðnum er Apple í raun að keppa í sér deild. Eng­inn selur spjald­tölvur í neinu magni nema þær kosti um og undir $100 og gæðin eftir því. Sam­sung hefur reyndar náð ágætis árangri með sínar A-línu spjald­tölvur en það er í raun eina sam­keppni Apple. Óhætt er að segja að heild­ar­lína Apple í spjald­tölvum sé orðin nokkuð þétt og flestir ættu að geta fundið eitt­hvað við hæfi.

Annað

Engar aðrar græjur voru kynntar á við­burð­inum en þær sem farið hefur verið yfir en verð og útgáfu­dagar var gef­inn upp fyrir Apple Arcade og Apple TV+. Apple Arcade er áskrift­ar­þjón­usta fyrir tölvu­leik, sem kostar $4.99 og fyrir það fæst aðgangur að yfir 100 leikjum sem virka jafnt á iPho­ne, iPad, Apple TV og Mac. Hægt er að hoppa á milli, spila leik í strætó úr vinnu og grípa þráð­inn í Apple TV þegar heim er kom­ið. Þjón­ustan kemur í sölu 20 Sept­em­ber í yfir 150 löndum og allir sem vilja geta fengið einn mánuð af prufu­á­skrift.

Apple gaf einnig út útgáfu­dag fyrir sjón­varps­þjón­ust­una Apple TV+. Hún kemur 1. nóv­em­ber og kostar einnig $4.99. Apple TV+ kemur í yfir 100 löndum (tals­vert færri en Apple Arcade). Þeir sem kaupa nýjar Apple græjur fá 1 ár frítt af Apple TV+. Þegar þetta er ritað hefur Apple ekki enn gefið út lista yfir þau lönd sem fá þessar tvær þjón­ustur og því óvíst hvort Ísland verður eitt af þeim.

Ekk­ert annað var kynnt. Ekk­ert Apple Tag, ekk­ert nýtt Apple TV né 16“ Mac­book Pro. Lík­legt er að Apple haldi annan við­burð í októ­ber, kynni þar þessar græjur og fari betur yfir þjón­ust­urnar og þá mögu­leg magn­af­slátt fyrir þá sem kaupa fleiri en eina þjón­ustu.

Heilt yfir var þessi við­burður góð­ur. Þétt keyrsla og lítið um óþarfa. Áhuga­vert þó að ekk­ert var talað um „Við­bótar veru­leika“ (AR) eins og hefur verið stór hluti af kynn­ingum Apple síð­ustu árin. Mikið var af nýjum and­litum hjá Apple og stærra hlut­fall af konum en oft áður. Jákvæð þróun og aug­ljóst að mikil end­ur­nýjun er að eiga sér stað hjá Apple. 

Í Tækni­varp­inu á föstu­dag­inn verður við­burð­inum gerð ítar­leg skil og kafað dýpra ofan í við­burð­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent