Cooking with Fire & Ice er uppskriftabók með uppskriftum frá vinsælustu veitingastöðum Reykjavíkur.
Bókin mun kynna veitingastaði og uppskrift frá hverjum og einum sem hægt er að gera heima og verður gefin út á íslensku og ensku. Þrír einstaklingar standa að gerð bókarinnar: Rob Tasker, Söndru Björk Sigurðardóttur og Tansu Iliyaz. Þau safna nú fyrir gerð hennar á Karolina fund.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Hugmyndin vaknaði vegna þess að við höfum mikinn áhuga á veitingastöðum og eldamennsku, en árið hefur verið sérlega slæmt fyrir veitingarekstur á Íslandi. Rótgrónir veitingastaðir eins og Ostabúðin og Dill, eini veitingastaður á Íslandi til þess að vinna sér inn Michelin Stjörnu, þurftu að leggja niður rekstur.
Það eru fullt af mismunandi uppskriftabókum á markaðinum, hvað myndi láta þessa standa upp úr restinni?
Uppskriftirnar.
Hugmyndin er að sýna veitingastaði sem Íslendingar, sem og ferðamenn, sækja í.
Það besta við þessa bók er það að þú þarft ekki að vera listakokkur til þess að geta fylgt henni eftir, við erum með uppskriftir frá fjölbreyttum veitingastöðum á mismunandi erfiðleikastigum.
Viltu uppskrift af uppáhalds borgaranum þínu? Við erum með hana.
Viltu uppskrift frá veitingastaðnum sem þú ferð bara á við sérstök tilefni, sem þarf að panta borð með dágóðum fyrirvara? Við erum líka með hana.
Veitingastaðirnir sem við höfum haft samband við hafa verið yfir sig hrifin af þessari hugmynd. Þessi bók er samstarf og fögnuður þeirrar miklu matarmenningar sem er í borginni.
Við erum að vonast eftir að koma þessum skemmtilega hluta af íslenskri menningu í öll eldhús heimsins, en það er erfitt og stórt verkefni, og þess vegna viljum við reyna á mátt hópfjáröflunar.“
Segið okkur frá þema verkefnisins?
„Aðalþema bókarinnar er matarmenning Reykjavíkur og fjölbreytileikann sem þar er að finna. Þetta er ekki bara hákarl og svið eins og túristinn heldur. Við vildum taka saman það sem gerir matarmenninguna svona sérstaka. Bókin inniheldur eitthvað fyrir alla, sama hverjir hæfileikarnir í eldhúsinu eru.
Við höfðum miklar áhyggjur af því að við myndum fá mikið af eins uppskriftum, en fjölbreytileikinn sem við höfum fengið er framar okkar björtustu vonum. Þetta er ekki eins og margar uppskriftabækur sem sýna eina tegund af mat, heldur hefur hún gamlar góðar klassískar íslenskar uppskriftir yfir í diska með japönsku yfirbragði. Fullkomin blanda af uppskriftum fyrir hvert tilefni.“
Þeir veitingastaðir sem eru staðfestir eru:
- Bike Cave
- Bryggjan Brugghús
- Burro Tapas + Steaks
- Café Loki
- The Coocoo's Nest
- Grillið
- Íslenski barinn
- Kolabrautin
- LAMB Street Food
- La Primavera
- Matarkjallarinn
- Messinn
- Public House Gastropub
- Slippbarinn
- Snaps Bistro
- Sæmundur í Sparifötunum in Kex Hostel
- Tapas Barinn
- Valdís