Besta platan með The Cure – Disintegration

Gefin út af Fiction Records þann 2. maí 1989, ýmist 10 lög á 59 mínútum og 59 sekúndum eða 12 lög á 71 mínútu og 47 sekúndum.

bibbinn.jpeg
Auglýsing

Hug­myndin um bestu plöt­una hverju sinni bygg­ist ein­göngu á skoðun minni og þekk­ingu. Skoð­unin er oft­ast mjög sterk en þekk­ingin getur verið alla­vega. Þannig hika ég ekki við að til­nefna bestu plöt­una og þá skiptir engu hvort ég þekki allar útgáfur við­kom­andi mjög vel eða bara þessa einu – já eða eitt­hvað þar á milli.

Ég er þess vegna alltaf til í rök­ræður og upp­fræðslu frá les­endum sem annað hvort vita betur eða telja sig vita bet­ur. Aðal­málið er að hlusta á og ræða hljóm­plötur sem heild, bestu plöt­una í hvert skipti.

Hljóm­sveitin The Cure var stofnuð árið 1976 í West Sus­sex á Englandi. The Cure hefur gefið út 13 breið­skífur á ferl­in­um:

Auglýsing

Three Imagin­ary Boys (1979)

Seventeen Seconds (1980)

Fait­h (1981)

Porn­ograp­hy (1982)

The Top (1984)

The Head on the Door (1985)

Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me (1987)

Dis­in­tegration (1989)

Wis­h (1992)

Wild Mood Swings (1996)

Blood­flower­s (2000)

The Cure (2004)

4:13 Dream (2008)

Ég held að engum dylj­ist að The Cure er hljóm­sveitin hans Robert Smith og í ströng­ustu skil­grein­ingu má rekja sveit­ina aftur til árs­ins 1973. Þá var hann 14 ára gam­all og næstu árin flaut hann um í ein­hverju hljóm­sveit­ar­sam­hengi í slag­togi við aðra. 

Hann var hvorki for­söngv­ari eða eini laga­smið­ur­inn í hópnum og ekk­ert sem benti sér­stak­lega til þess að hann yrði sá sem hann síðar varð. Smátt og smátt færð­ist hans þáttur þó í auk­ana og eftir að bandið hafði breytt nafn­inu úr Easy Cure í The Cure var ljóst í hvað stefndi. Fyrsta platan kom út 1979 og vakti mikla athygli, hann nýorð­inn tví­tugur og fram­tíðin björt eins og sagan hefur síðan sann­að. Við komum hins­vegar til leiks um tíu árum síð­ar, árum sem þeir not­uðu til þess að gefa út heilar 7 breið­skíf­ur, hvorki meira né minna. Eitísið er næstum því liðið og bandið orðið eitt af þeim allra stærstu í heim­in­um. Smith er 29 ára og í til­vist­ar­kreppu.

Ólög­legur drátt­ar­vélaröku­maður

Ég heyrði Dis­in­tegration fyrst árið 1992. Ég var 14 ára gam­all og í sveit allt sum­ar­ið. Ég var þarna byrj­aður að hlusta á alls­konar tón­list, mest­megnis þunga. Þetta sumar var keyptur Zetor á bæinn, drátt­ar­vél með yfir­byggðu húsi. Fram að því höfðum við setið í kuld­anum og hávað­anum á tveimur opnum Massey Fergu­son-­vélum en nú gat maður unnið í ylnum og jafn­vel heyrn­ar­hlífa­laus því húsið var þónokkuð þétt. Og aðal­lúx­usinn, maður minn, var snældu­tæki. 

Ég fór sér­ferð í kaup­stað­inn til þess að kaupa óáteknar snældur og valdi síðan úr vín­yl­plöturekk­anum þær plötur sem ég vildi hafa með mér út í vinnu­dag­inn. Europe, Metall­ica, Bon Jovi, Nir­vana, Sepultura. Þessa teg­und tón­list­ar­innar færði ég af mínum eigin plötum yfir á bandið því ég hafði vit­an­lega mætt í sveit­ina með ágætis vín­yl­stafla. En frændsystk­ini mín áttu líka plöt­ur, þau voru örlítið eldri en ég og höfðu dottið ofan í eití­spott­inn. Duran Dur­an. Limahl. Aha. Og sirka hillu­metri í við­bót. 

Ég próf­aði að setja þetta allt saman á fón­inn og fann fljótt fjöl­ina mína. Tyggjópoppið átti illa við mig en það sem þau vildu kalla nýbylgju var mitt stöff. Pix­ies. The Smiths. Og The Cure. Ég man vel að ég átti þrjár nákvæm­lega eins TDK-­kassett­ur, og á hverja þeirra setti ég eina plötu með hverju bandi. Og á einni þeirra var Dis­in­tegration. Hún komst ekki alveg öll fyrir heldur klippt­ist af einu lagi enda spólan bara 60 mín­út­ur. Vín­yll­inn er næstum nákvæm­lega klukku­tími og ónýttur spotti á A-hlið­inni varð mér að falli. Mér þykir gaman að nefna það sér­stak­lega að þetta til­tekna vín­ylein­tak er í minni vörslu í dag, merkt fanga­marki frænku minnar innan í umslag­ið.+

Ég man eftir að hafa tekið auka­hringi á tún­inu til þess að geta hlustað lengur á tón­list þegar vinnu­deg­inum var að ljúka. Pix­ies og The Smiths, þar voru aðgengi­legir smellir sem ég gat fljótt sungið með. Djöf­ull var gam­an. En þetta. Mér leið öðru­vísi þegar ég hlust­aði á Dis­in­tegration. Síð­sum­ars­kvöld í íslenskri nátt­úru, ég, hund­ur­inn og drátt­ar­vélin á leið­inni heim eftir að hafa gefið hest­un­um. Og þetta var hljóð­mynd­in. Ég man eftir handol­íu­gjöf­inni, hvernig ég horfði niður á fram­hjólin í gegnum gler­búrið og sá þau dúa á vökva­tjökk­un­um, hvernig ég sá sól­ina hverfa bak­við fjöll­in, hvernig ég klór­aði Kátu bak­við eyrun og naut þess að vera 14 ára að upp­götva tón­list­ina og sjálfan mig.

30 ára ell­ismellur

Smith hafði fundið það út að öll meist­ara­verk tón­list­ar­sög­unnar hefðu verið samin af lista­fólki áður en það náði þrí­tugu. Það féll honum þungt. Á 29 ára afmæl­is­dag­inn sinn hóf hann að semja tón­list af miklum móð, end­ur­nýj­aði kynni sín við ofskynj­un­ar­lyf og got­nesku áhrifin sem höfðu verið ráð­andi hjá The Cure á fyrir hluta ára­tug­ar­ins. 

Síðan hafði harka­lega sígið á popp­hlið­ina, bæði vegna þess að tíð­ar­and­inn kall­aði á það en einnig vegna áhrifa frá öðrum stofn­með­limi, Lol Tol­hur­st, sem var upp­haf­lega trymb­ill en þarna hljóm­borðs­leik­ari og hallur undir auð­melt­an­legri tón­list. Nákvæm­lega á þessum tíma og þá sér­stak­lega á tón­leika­ferða­lagi fyrir plöt­una sem á undan fór hafði Tol­hurst misst alla stjórn á áfeng­is­neysl­unni og að lokum settu aðrir með­limir bands­ins það í hendur Smith að reka mann­inn sem féll honum þungt. Það gerð­ist þó ekki fyrr en við upp­tökur Dis­in­tegration en þá hafði Tol­hurst verið svo gott sem óstarf­hæfur og fram­lag hans í lág­marki. 

Undir nálinni.Smith samdi óhemju magn af tón­list án þess svo mikið að nefna það við aðra með­limi og vissi ekk­ert hvernig þeir myndu taka í fram­takið og var með það sem varaplan að gefa út sóló­plötu. Þessi þung­lyndi tónn var alls­ráð­andi og seinna hefur hann sagt að ástæðan fyrir því hafi verið ein­föld. Hann var að verða þrí­tugur og það féll honum svona óskap­lega þungt. Þrátt fyrir að hann segi gjarnan frá þessu á gam­an­saman hátt í seinni tíð má öllum vera ljóst að þung­lyndi hefur farið illa með Smith í gegnum tíð­ina.

Allt bandið tók fram­tak­inu opnum örmum og sagan segir að til séu 32 lög á demó­upp­tökum sem hafi síðan verið skorin niður í 12. Allir segj­ast þeir hafa vitað frá upp­hafi að platan yrði meist­ara­verk en þrátt fyrir háværar raddir þess efnis að Smith hafi samið alla tón­list­ina einn hefur hann þver­tekið fyrir það. Hans er þó rík­ið, mátt­ur­inn og dýrðin og hin með­vit­aða ákvörðun um að búa til drunga­lega og grá­svarta þung­lyndis­plötu þvert á allar vænt­ingar hins popp­þyrsta mark­aðar sem beið eftir ein­hverju svip­uðu og hafði ein­kennt plöt­una á und­an.Lögin sem byrja aldrei

Ég ætla ekki að sann­reyna þessa full­yrð­ingu áður en ég set hana hér fram: Öll lögin á Dis­in­tegration fá að hljóma í að minnsta kosti 2 mín­útur áður en Robert Smith byrjar að syngja. Ókei, kannski ekki Lovesong sem er næstum því aug­ljós­lega samið sem smá­skífukandídat.Og senni­lega eru fleiri und­an­tekn­ing­ar. En þetta er gegn­um­gang­andi þema, þessi ótrú­lega þol­in­mæði og traust á tón­smíð­un­um. Allt er löðr­andi í gít­ar­effektum og hljóm­borðin spila ofboðs­lega rullu, ekki síst fyrir til­stilli Roger O’Donn­ell sem gerður var að full­gildum með­limi eftir að Tol­hurst var lát­inn fara. O’Donn­ell þessi á svo vit­an­lega stóra Íslands­teng­ingu og spilar meðal ann­ars gesta­hljóm­borð á Lof mér að falla að þínu eyra með Maus.

Platan sló vit­an­lega í gegn og varð þeirra stærsta þegar upp var stað­ið. Dis­in­tegration hefur selst í meira en þremur millj­ónum ein­taka og um hana flýtur ljómi sem erfitt er að skil­greina. Hún er óskilj­an­leg. Hún er löng. Hún er súpa af hljóðum og ang­ur­værð. Sorg, slen, yfir­læti, sjálfseyð­ing. Til­gerð jafn­vel. En hún er meist­ara­verk. Hún fangar mann og heldur svo bara. Klukku­tími og korter og svo máttu anda aft­ur. Nema að þú sért að hlusta á vín­yl­út­gáf­una. Þar eru tveimur lögum sleppt og við fáum að anda rétt á meðan við snúum plöt­unni við. Mér finnst hún betri á vín­yl. Eða kannski bara auð­veld­ari. Besta lagið er Fascination Street þótt ekki væri nema bara fyrir hið ótrú­lega bassa­sánd sem Simon Gallup ber ábyrgð á.Pict­ures of You er svo mögu­lega fal­leg­asti texti sem sam­inn hefur ver­ið. Hann hefst svona:

I've been look­ing so long at these pict­ures of you

That I almost beli­eve that they're real

I've been liv­ing so long with my pict­ures of you

That I almost beli­eve that the pict­ures

are all I can feel

Og þessi rödd sem maður trúir bara og grætur með.

60 ára ung­lingur

Smith er nákvæm­lega tvö­falt eldri nú þegar þetta er skrif­að, sex­tugur síðan í apríl og virð­ist vera sátt­ari við lífið og menn. Það er áhuga­vert að velta því fyrir sér að á þeim 30 árum sem liðið hafa frá útgáfu Dis­in­tegration hefur The Cure aðeins gefið út 5 plöt­ur. Átta á fyrstu tíu árunum og bara fimm síð­an. Og eins óhuggu­lega og það hljómar er lík­legt að Smith hafi haft rétt fyrir sér því við höfum ekki fengið meist­ara­verk síð­an. Ég hef þó hlustað á flestar plöt­urnar sem á eftir komu og var til að mynda mjög ánægður með Blood­flowers sem kom út árið 2000. 

Hann hefur aldrei orðið sér til skammar tón­list­ar­lega en ég býst nú ekki við að hann skáki meist­ara­verki sínu héðan af. The Cure hefur þó senni­lega aldrei verið stærri í dag. Þeir gera eins og þeir nenna og fylla leik­vanga ef þeir hafa fyrir því að ræsa vél­ina. Eitt­hvað sem Robert Smith sagði að hefði einmitt verið það sem hann hefði reynt að koma í veg fyr­ir. Þetta hefði ekki átt að verða svona stórt. Hann vildi víst bara vera venju­legur og þung­lyndur í friði. Ojæja. Ég ætla að leyfa mér að full­yrða að hann hafi ekki verið mjög harður í afstöðu sinni gegn frægð­inni enda þótt þessi 75 mín­útna þol­raun hafi kannski ekki verið aug­ljós upp­skrift að frama.

Í dag rata mörg lög af plöt­unni á tón­leika­prógramið og engin önnur plata sem þeir sinna bet­ur. Facination Street, Lullaby og Pict­ures of You hljóma næstum alltaf og nokkur til við­bótar mjög oft. Það er eitt­hvað stór­kost­legt við þá stað­reynd að þetta þung­lyndis­verk fái meiri tíma á tón­leikum en allir poppsmell­irn­ir. The Cure í hnot­skurn.

Ég hvet ykkur öll til að hlusta á þetta meist­ara­verk í heild. Hér er mín skoðun en ég skal glaður rök­ræða hana: Dis­in­tegration er besta platan með The Cure.

Laga­listi:

01 – Plain­song

02 – Pict­ures of You

03 – Clos­edown

04 – Lovesong

05 – Last Dance

06 – Lullaby

07 – Fascination Street

08 – Prayers for Rain

09 – The Same Deep Water as You

10 – Dis­in­tegration

11 – Homes­ick

12 – Untitled

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk