Rótleysi, ferðalög, flakk og tilgangur lífsins

Hjördís Eyþórsdóttir gefur út ljósmyndabókina „Put all our Treasures Together“.

Eitt af verkum Hjördísar.
Eitt af verkum Hjördísar.
Auglýsing

Ljósmyndarinn Hjördís Eyþórsdóttir gefur út sína fyrstu ljósmyndabók. Verkið „Put all our Treasures Together” er er verk um tímabil í lífi. Þar sem rótleysi, ferðalög, flakk og tilgangur lífsins eru meginþemað. Áhorfandinn er leiddur í gegnum ljósmyndir sem eru litlir fjársjóðir í hversdagsleikanum. 

„Hugmyndin laumaðist svolítið aftan að mér, ég var búin að vera að mynda lengi án þess að vera með hugmynd um hvað ég ætti að gera við efnið. Þetta gerðist svo hægt og rólega að það má segja að verkið hafið orðið til án þess að ég fattaði það. Það var í raun ekki fyrr en ég var nýbúin að gera annað verk þar sem ég vann með safn (e. archive) eða fundnar myndir að ég ákvað að kíkja með opnum hug á þessar svokölluðu tilgangslausu ljósmyndir. Þá safnaði ég þeim saman og horfði á þær einsog þær væru fundnar myndir. Þaðan kemur svo hugmyndin um fjársjóðinn, því eitt og sér er einhver mynd ekkert svakalega merkileg en safnir þú þeim saman þá mynda þær í raun fjársjóðinn sem lífið er þegar maður er bara að lifa venjulegu lífi. Ég sá í þessum myndum mjög augljóst hvernig lífið mitt er búið að vera síðustu 3 ár, bæði jóðrænt og myndrænt og þetta kom mér mjög á óvart. Þarna hafði verkið fengið að vaxa samsíða lífinu mínu - alltaf að bætast í bunkann en enginn augljós áfangastaður. Svolítið einsog lífið, við vitum ekkert hvert það leiðir okkur.“

Auglýsing
Hjördís segir þema verksins vera það sem blasti við henni, eftir að hún skoðaði myndirnar mikið  eftir á, þ.e. mikið rótleysi, flakk og leit að einhverju sem sé ekki svo augljóst. „Í raun er ég alls ekki að segja mína persónulegu sögu með verkinu, heldur er ég bara að sýna sögu af tímabili hver svo sem hún er og fólk gerir svo upp við sig hver sagan er. Það eru flestir sem hafa átt tímabil í lífinu sínu þar sem áfangastaðurinn er óljós, ég er svolítið að vinna með það, að verða fullorðin og átta mig á mínum tilgangi í þessu lífi. Án þess að dæma leiðina eða stjórna henni of mikið - ég sem höfundur verksins er í raun að setja saman í bók með sögu sem ég fann eftir að allt efnið var nú þegar til staðar. Mynd: Hjördís Eyþórsdóttir.

Þetta er mitt fyrsta verk sem er svona gefið út og ég er mjög stressuð og spennt fyrir viðtökunum. Verkið er útskriftarverk mitt úr Ljósmyndaskólanum en þar er megin áhersla lögð á að vinna með ljósmyndamiðilinn á listrænan hátt. Einnig var verkið valið sem eitt af 22 framúrskarandi útskriftarverkum hjá Blurring the Lines en þau hjá Blurring the Lines eru með það markmið að gefa ungum listamönnum platform á alþjóðlegum vettvangi og vekja athygli á því sem er að gerast í ljósmyndaheiminum í dag. Þá verður gefin út bók með öllum verkefnunum sem voru valin og þau kynnt á Paris Photo í París í nóvember.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk