Ásjárvert um mann á miðjum aldri

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

20190913-_DSC8895.jpg
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Ör (eða Mað­ur­inn er eina dýrið sem græt­ur)

Höf­und­ur: Auður Ava Ólafs­dóttir

Leik­stjórn: Ólafur Egill Egils­son

Leik­mynd og bún­ing­ar: Sig­ríður Sunna Reyn­is­dóttir

Tón­list: Damien Rice

Lýs­ing: Jóhann Bjarni Pálma­son

Mynd­band Elmar Þór­ar­ins­son

Hljóð­mynd: Aron Þór Arn­ars­son

Leik­ar­ar: Baldur Trausti Hreins­son, Guð­rún Snæ­fríður Gísla­dótt­ir, Birgitta Birg­is­dótt­ir, Pálmi Gests­son, Hildur Vala Bald­urs­dóttir

Það fer ekki á milli mála að Ör (eða Mað­ur­inn er eina dýrið sem græt­ur) er metn­að­ar­fullt verk – bæði af hálfu höf­und­ar­ins, Auði Övu Ólafs­dóttur og svo þess list­ræna teymis sem hefur tekið verkið að sér, gert að sínu og ber það fram á svið. Og því er ekki að neita að hér er margt sem gleður auga og eyra. Verkið sjálft, leik­rit­ið, sagan, er fremur laust í reipum og leik­myndin grípur það á lofti. Sig­ríður Sunna Reyn­is­dóttir skapar umgjörð sem sam­anstendur af snún­ings­hurðum sem þjóna marg­vís­legum til­gangi en nið­ur­staðan er sú að engu (eða fáu) er að treysta, fólk birt­ist og hverfur líkt og í draumi og það er fátítt að sjá leik­mynd sem fangar svo ger­sam­lega anda leiktext­ans. Þessu er vand­lega fylgt eftir í bún­ing­um, lýs­ingu og mynd­bands­vinnu og úr verður fjöl­breyti­leg og lit­rík sjón­ræn heild sem ein og sér nægir til að halda athygli áhorf­anda frá upp­hafi til enda. Stíl­hrein og smekk­leg. Má og bæta því við að lýs­ing Jóhanns Bjarna Pálma­sonar fylgir anda leik­myndar ger­sam­lega og bætir í þar sem þarf til að styðja atriða­skipti, inn og útkomur leik­ara og breyta stemn­ingu; þar kemur einnig til vel unnið mynd­band Elmars Þór­ar­ins­sonar sem hnykkir á umhverfi og auð­veldar áhorf­anda að átta sig á hvar sagan er stödd í hinn óræðu umgjörð. Leik­myndin er á nær stöð­ugu iði frá upp­hafi sýn­ingar til enda og það skapar ákveð­inn ryþma sem einnig fylgir hug­mynd sýn­ing­ar­innar eft­ir.

Auglýsing
Allt er þetta vönduð leik­hús­vinna sem ber vitni fag­legum vinnu­brögðum og mark­vissri leik­stjórn Ólafs Egils Ólafs­son­ar, sem sannar enn og aftur hvers hann er megn­ugur þegar kemur að því að hlúa að frum­sömdum íslenskum verkum og koma þeim vel til manns (ef svo má að orði kom­ast). Það er nefni­lega tals­verð vinna í því fólgin að vera hinn fyrsti könn­uður mögu­leika nýs sviðs­verks, aðlaga það frá­sagn­ar­tækni og frá­sagn­ar­stíl leik­húss­ins án þess að hafa nokkrar fyr­ir­myndir að styðj­ast við, hvort sem er til að forð­ast eða fylgja.

Í þess­ari umgjörð er svo sögð saga Jónasar Eben­es­ar, manns á miðjum aldri sem hefur skilið við eig­in­konu sína og er á full­komnu reiki með það hver hann er og hvert hann stefnir – hann er að taka til í húsi sínu (og lífi) og stefnir að því er virð­ist í þá dap­ur­legu leið að stytta sér ald­ur; hefur enda fengið framan í sig hreytt að hann sé ekki faðir dóttur sinnar sem hann þó virð­ist elska; en það er kunn­ara en frá þurfi að segja að margur mað­ur­inn hefur orðið fyrir veru­legu lífs­hnjaski við að heyra að fað­erni hans til margra ára sé í efa dreg­ið.

Mynd: Þjóðleikhúsið.Hvað þetta varðar er Ör saga sem sækir efni­við og nær­ingu í veru­leik­ann og ekki nema gott eitt um það að segja. Í kringum Jónas Eben­eser er svo nokkur hópur fólks sem ýmist hrekur hann eða hvetur eins og sæmir í góðri drama­t­úrgíu – og það er rétt að segja, að hvað sem líður ýmsum ósam­stæðum atriðum sem ýta undir hina óræðu draum­kennd, þá er leik­ritið vel samið hvað varðar bygg­ingu og flæði og er eitt af þeim mik­il­vægu, ósýni­legu atriðum sem halda áhorf­and­anum við efn­ið. Einnig þar fag­leg vinnu­brögð og til verka vand­að.

Hins vegar vand­ast málið aðeins þegar kemur að per­sónum verks­ins. Jónas Eben­eser er á vondum stað í líf­inu, það er aug­ljóst og hann þarf að ráða bót á því. Honum dugar aug­ljós­lega ekki að syngja í kór og það er varla fyrr en dóttir hans spyr hann – og það er að mínu viti ein lyk­il­setn­ing verks­ins – hvort hún eigi að fara skipta um föð­ur, komin á full­orð­ins­ald­ur. Það atriði allt, í lok sög­unn­ar, er fal­legt og þar gang­ast per­sónur verks­ins við líf­inu eins og það er. En Jónas Eben­eser hefði þurft að vera nær­ing­ar­meiri af höf­undar hálfu til að kveikja áhuga af eigin krafti – nú er það fólkið í kringum hann sem heldur uppi áhug­anum á per­sónu hans og afdrif­um.

Baldur Trausti Hreins­son hefur löngum verið vel skip­aður leik­ari í auka­hlut­verk, “sidekick” hlut­verk og staðið sig einatt með stakri prýði. Hann er, ef eitt­hvað má segja um leikstíl hans, mínímal­ískur leik­ari og beitir litlum en áhrifa­ríkum með­ulum til að tjá hug per­sóna sinna og setja þeim stað í sögu. Hann greinir hlut­verk sín vand­lega og gerir ekk­ert fyrir til­viljun eða órök­stutt. Þessir eig­in­leikar nýt­ast honum til fulls í hlut­verki Jónasar Eben­esar og þar sem skortir á vinnu höf­undar í per­sónu­sköpun bætir Baldur Trausti það full­kom­lega upp með vand­virkni sinni í leik. Það er óhætt að tala um leik­sig­ur, þótt hann sé unnin með smáum með­ul­um.

Mynd: Þjóðleikhúsið.Í kringum Jónas Eben­eser eru aðal­lega tvær per­sónur sem reka hann áfram, með góðu og illu. Fyrsta skal telja móður hans, leikna af öryggi og hreint ekki lít­illi kómík af Guð­rúnu Snæ­fríði Gísla­dótt­ur. Það er eins og galdur hvernig ólík­leg­ustu karakt­erar lifna við og verða trú­verð­ugir í með­förum Guð­rúnar Snæ­fríð­ar; móðir Jónasar Eben­esar er haldin þrá­hyggju hvað varðar töl­fræði styrj­alda og þótt erfitt sé að sjá hvernig það þjónar sögu sonar henn­ar, verður móð­irin engu að síður mik­il­væg í sög­unni með því að hennar vegna er heim­il­is­hjálpin til stað­ar: útlenda þjón­ustu­stúlkan Maí, leikin af Birgittu Birg­is­dótt­ur. Maí kemur frá stríðs­hrjáðu landi og hefur hér hlotið sama­stað og hlut­verk hennar þjónar í raun aðeins einum til­gangi sem upp­lýs­ist í lokin og væri leitt að koma upp um hér; hins vegar er það veik lausn eins og hún birt­ist í sög­unni og hefði höf­undur mátt hugsa það bet­ur.

Eitt atriði veldur undr­un: Maí er útlend­ingur og fram­andi fugl í hinu íslenska umhverfi. Það er und­ir­byggt með því að á köflum tala þau Jónas Eben­eser og móðir hans ensku við hana. En hún talar aftur á móti lýta­lausa íslensku og gæti þess vegna verið úr Húna­vatns­sýsl­unni eða Hafn­ar­firði. Er hér kannski um að ræða fíl í stof­unni, ótt­ann við að vera tal­inn gera grín að útlend­ingum með því að láta íslenska leikkonu tala með hreim? Það stang­ast þá alger­lega á við hinn raun­sæi­lega bak­grunn verks­ins og ástæða fyrir aðstand­endur sýn­ing­ar­innar að skoða þetta bet­ur.

Dóttir­in, Vatna­lilja, kemur þekki­lega fyrir í leik Hildar Völu Bald­urs­dótt­ur. Hildur Vala er nýút­skrifuð leik­kona frá Lista­há­skóla Íslands, hún hefur góða nær­veru á sviði, heldur vel um hlut­verk sitt og gæðir Vatna­lilju þeim þokka sem þarf til að mynda mót­vægi við dep­urð föður henn­ar. Vatna­lilja er boð­beri þeirrar hugs­unar að skylt sé að gang­ast við líf­inu og Hildur Vala skilar því trú­verð­ug­lega.

Ekki verður hjá því kom­ist að nefna að Hildur Vala glímir við sama vanda og margir ungir leik­ar­ar, sem er radd­beit­ing­in; um leið og hún snýr sér frá áhorf­endum heyr­ist illa eða ekki hvað hún seg­ir. Þetta myndi hugs­an­lega sleppa í öðru sam­hengi, en hér er hún á sviði með þraut­reyndum harð­j­öxlum íslensks leik­húss hvað þetta varð­ar; það er ekki heiglum hent að standa Pálma Gests­syni, Guð­rúnu Snæ­fríði Gísla­dóttur og Baldri Trausta Hreins­syni á sporði hvað varðar radd­beit­ingu og radd­túlkun og í raun ógreiði gerður ungri leikkonu að stand­ast slíka raun, nema til komi aðstoð leik­húss­ins til að bæta úr því sem aug­ljós­lega virð­ist vera van­ræksla þeirrar stofn­unar sem hefur hlotið traust og fjár­magn til að mennta leik­ara þjóðar vorrar og rís greini­lega ekki undir þeirri ábyrgð.

Auglýsing
Enn hefur ekki verið nefndur Svan­ur, nágrann­inn, kór­fé­lag­inn og veiði­mað­ur­inn, sem er “sidekick” Jónasar Eben­esar og gerir sitt til að örva hinn dapra vin sinn til dáða með ýmsum ráðum – ekki síst með því að miðla honum fróð­leik um konur ef það mætti verða til að kæta hann. Hlut­verkið er veru­lega kómískt og veitir létt­leika í sög­una sem er þakk­ar­verður á köfl­um; það hefur Pálmi Gests­son full­kom­lega á valdi sínu enda ókrýndur meist­ari hinnar vel fram bornu replikku svo ekki sé minnst á vald hans á því sem kall­ast „tim­ing”, sem er sú list að doka við nákvæm­lega eins lengi og þarf til að vekja kæti áhorf­and­ans yfir því sem á sér stað í sam­skiptum per­són­anna á svið­inu. Pálmi bregður sér í fleiri hlut­verk í sýn­ing­unni og alls staðar sýnir hann hvert vald hann hefur á þessum vand­með­farna hluta af list leik­ar­ans.

Hins vegar læð­ist að þeim sem hér ritar sá grunur hvort ekki væri hrein­lega meira spenn­andi að gefa þeim félög­um, Svani og Jónasi Eben­es­er, þeirra eigin tví­leik þar sem mætti flétta harmi og sorg beggja saman við kómíkina. Það hefði áreið­an­lega betur byggt undir hinn óvænta endi, sem þó hefði mátt vera und­ir­rit­uðum fyr­ir­sjá­an­legur þótt ekki væri nema vel­þekktra orða Tsjekovs um að ekki láta byssu hanga á vegg nema hún sé notuð áður en tjaldið fell­ur. Hér er orðum Tsjekovs fylgt út í æsar og samt kemur lausnin full­kom­lega á óvart og hefði eins og nefnt var, mátt vera betur und­ir­byggð. Kómíkin ber þarna sög­una ofur­liði og hefði kannski verið auð­velt að kom­ast hjá því.

Sem fyrr sagði er Ör (eða Mað­ur­inn er eina dýrið sem græt­ur) metn­að­ar­fullt verk og fag­mennska og vand­virkni ein­kennir sýn­ing­una. Hún vekur einnig spurn­ingar um til­gang lífs­ins og veg­ferð manns­ins í þessu jarð­lífi í því mikró­kos­mosi sem honum er úthlutað á bil­inu milli vöggu og graf­ar. Ásjár­verð – ekki spurn­ing og full ástæða til að óska henni langra líf­daga á íslensku sviði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk