Sveittur í gegnum gallabuxurnar í hálfa öld

Ótrúlegur ferill Bruce Springsteen spannar meira en hálfa öld. Hann varð sjötugur á dögunum. Galdrarnir sem mynduðust í Capital Theatre í New Jersey fyrir meira en hálfri öld lifa enn.

bruce.jpg
Auglýsing

Þegar Bruce Springsteen fer útaf tónleikasviðinu þá er hann yfirleitt rennandi sveittur í gegnum gallabuxurnar. 

Oftar en ekki teygjast tónleikar hans fram yfir þrjá klukkutíma. 

Hann stígur á svið og hálflekur svo útaf því, örmagna, eftir að hafa gefið allt sitt og meira til í verkefnið það kvöldið. 

Auglýsing

Svona hefur þetta verið hjá Bruce - “The Boss” - Springsteen, alveg frá því hann hóf að spila á sviði á litlum stöðum í New Jersey. 

Hann hóf feril sinn 15 ára og hefur unnið fyrir sér sem tónlistarmaður síðan. Hann varð sjötugur 23. september síðastliðinn. Hann er einn af risum dægurlagatónlistarinnar í heiminum og er einn þeirra sem hefur rutt brautina og búið til nýja samhliða. Það er helst jafnaldri hans Billy Joel sem hægt er að stilla upp sem viðlíka áhrifavaldi. Hann var á leiðinni í flóann, eins og skrifað var um á sjötugsafmæli hans, á þessum vettvangi.

Það er auðvelt að hrósa Bruce fyrir hans einstaka framlag til tónlistarinnar, en áhrif hans á bandaríska þjóðarsjál eru djúpstæð. Lögin hans fjalla um hversdagsleg vandamál oftar en ekki, sem almenningur í Bandaríkjunum hefur alltaf tengt við. Vegna þess hve þetta er vel gert og af mikilli einlægni þá nær þetta til fólks alls staðar í heiminum. 

Smellir hans eru ekki aðalatriðið heldur miklu frekar heiðarleikinn og einurðin. 

Textarnir eru oft einfaldar frásagnir af hversdagslegu lífi fólks, draumum þeirra, sorgum og spurningum um lífið og tilveruna. 

Að mínu mati hefur Bruce varla stigið feilspor allan sinn feril. En þegar hann birtist með hljómsveit sinni - The E Street Band - í Capital Theatre í New Jersey, 20. september 1978, þá var ljóst að þarna var enginn venjulegur hæfileikamaður á ferðinni. Hljómsveitin frábær, og magnaðir tónleikar sem hún færði fram þetta kvöld fyrir áhorfendur. 

Upptakan af tónleikunum er einn af hápunktum einstaks ferils þessa magnaða listamanns. 

Þegar einn af helstu samstarfsmönnum Bruce, Clarence Clemons, sem lést 2011, stígur inn á sviðið í hinu frábæra Jungleland, og byrjar að öskra í gegnum saxófóninn (3:42) - þá verða til galdrar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk