Hann var á leið í flóann

Billy Joel er sjötugur í dag. Hann er einn frægasti þunglyndissjúklingur heimsins. Ferill hans hefur verið þyrnum stráður, en hann mun bráðum fá sér sæti við flygilinn í Madison Square Garden og spila lögin sín.

Billy-Joel-2_1200.jpg
Auglýsing

Í kvöld mun Billy Joel fá sér sæti við flygilinn í Madison Square Garden í New York. Hann er sjötugur í dag og mun væntanlega flytja gestum stórbrotna tónleika með lögum úr safni sínu.

Um þessar mundir eru 48 ár frá því Billy Joel sendi frá sér sína fyrstu plötu, Cold Spring Harbor. Hún kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. 

Þarna heyrðist nýr tónn, frá lítt þekktum píanóleikara. Hann hafði næmnina, textarnir voru skerandi og áhrifamiklir, og melódíurnar áreynslulausar og fallegar. 

Auglýsing

En það var líka myrkur í lögunum. 

Allur ferill Billy Joel hefur litast af baráttu hans við þunglyndi og alkahólisma, með þeim lægðum og hæðum sem því fylgir. 

Á endastöð

Á Cold Spring Harbor plötunni lýsir hann sínum myrkustu augnablikum og rússíbanareið þunglyndissjúklings um tvítugt sem hafði brennt brýr að baki sér, og stóð eftir einn og óstuddur. Hann var á leið í flóann, eins og hann lýsir í Tomorrow Is Today - hápunkti þessa tímalausa meistaraverks sem Cold Spring Harbor er. 

En blessunarlega fór hann ekki í flóann. 

Hann snéri við á brúninni, og hefur síðan gengið frekar erfiðan veg í gegnum lífið, með tónlistarhæfileika sína í farteskinu. 

Svona lítur plötuumslagið út á fyrstu plötu Billy Joel, sem kom út 1971.Á hans afkastamestu árum, frá 1971 til 1990, setti hann mikinn svip á tónlistarheiminn með hverjum smellinum á fætur öðrum. Hann hefur átt fleiri smelli en hægt er að telja upp, og erfitt að raða lögum hans í gæðaröð. 

Lögin eru mörg og ólík, en eiga það sameiginlegt í mörgum tilvikum að vera lýsing á lífinu í New York - og stundum annars staðar líka. 

Hversdagslegir hlutir fá oft mikla athygli í textum Billy Joel. Hrokagikkurinn á Wall Street að glenna sig, að missa af lestinni, úthverfalífið, Manhattan. Fáir, ef þá einhverjir, hafa speglað þennan veruleika betur og af meiri einurð en Billy Joel. 

Vegna þess hve þetta er vel gert, þá eru lýsingarnar hans tímalausar og með víðari skírskotun. Þetta er list eins og hún gerist best.


Ég hef vanið mig á það, eins og margir, að hlusta á tónlist við vinnu. 

Undanfarin ár hef ég tekið fyrir ýmsa tónlistarmenn og hlustað á efni þeirra allt í réttri útgáfuröð. Í vetur tók ég fyrir Billy Joel og var lengi að hlusta mig í gegnum allt sem hann hefur sent frá sér. Það tekur tíma, enda afköstin með nokkrum ólíkindum. 

Þegar hann kom fram á frægum tónleikum í Leningrad árið 1987 þá var kalda stríðs stemmning í heiminum allsráðandi og bandarísk afþreying var ekki vel séð í Sóvétríkjunum.

Vildu bara sjá Billy Joel í gallabuxum

En heimamenn tóku Billy Joel afar vel, og sjálfur hefur hann sagt um þessa tónleika, að tónleikagestirnir hafi einfaldlega verið gott fólk sem hafi viljað sjá hann í gallabuxum að syngja Uptown Girl. Pólitíkin var nú ekki dýpri en það og fjölmiðlafárið í aðdragandanum var óþarft.

Ég spái því að hann endi tónleika sína í Madison Square Garden á ballöðunni Vienna. 

En uppklappið verður eflaust mest og lengst, þegar Píanómaðurinn sjálfur syngur þjóðsönginn sinn, Piano Man. 

Það er gott að hann fór ekki í flóann á sínum tíma og hélt áfram að sinna listsköpun sinni, þó vegurinn hafi verið svolítið grýttur vegna veikinda á hálfrar aldar ferli.

Uppáhalds lög undirritaðs: 
- Only The Good Die Young
- All For Leyna
- Christie Lee
- Allentown -(Tímalaus lýsing á verksmiðjulífi margra svæða í Bandaríkjunum, sem lognast útaf með hverri lokunni á fætur annarri. Bærinn er í Pennsylvaníu).
- Big Shot (Wall Street plebbinn tekinn og afgreiddur). 

Billy Joel var tekinn inn í frægðarhöll Grammy verðlauna árið 2013. 

Hann hefur fengið 28 tilnefningar til verðlaunanna í gegnum tíðina, og meðal annars hlotið verðlaun fyrir að vera með lag ársins, bestu plötuna, besti popp söngvarinn og besti rokk tónlistarmaðurinn, auk goðsagnar verðlauna. 

Þetta er í hans anda; fjölbreytnin hefur verið hans helsta einkenni í gegnum tíðina. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk