Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu

Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.

Plasthreisunartæki
Auglýsing

Plastmengun í hafinu er vandamál sem við erum flest meðvituð um. Erfitt ætlar að reynast að leysa vandann en vonir stóðu til að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni.

Tæknin var nýlega prófuð í fyrsta sinn og virtist skila góðum árangri. Vísindamenn hafa þó gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.

Plasti safnað í Kyrrahafinu

Árið 2013 stofnaði Boyan Slat fyrirtækið Ocean Cleanup, á aðeins 19 ára að aldri. Fyrirtækið var stofnað í þeim tilgangi að fjarlægja plast sem safnast hefur upp í Kyrrahafinu og byggir tæknin á því að safna til sín plasti í einskonar fljótandi fallhlíf.

Auglýsing

Hönnun búnaðarins hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig og hefur tekið sex ár að fá hann til að virka nægilega vel. Í síðustu viku náði fyrirtækið stórum áfanga og sagði frá því að tekist hefði að safna miklu magni af plasti í Kyrrahafinu. Tækið safnaði meðal annars netum, ýmsum plastumbúðum sem og plastögnum, að sögn talsfólks fyrirtækisins.

Mynd: theoceancleanup.com

Of gott til að vera satt?

Við fyrstu sýn virðist sem svo að hér loksins sé komin áhrifarík leið til að hreinsa upp það plast sem safnast hefur fyrir í hafinu, þó ekki væri nema að hluta til. Markmið Ocean Cleanup eru einnig bæði háleit og göfug. Fyrirtækið hefur það að markmiði að tæknin munið nýtast til að fjarlægja 90% af öllu plasti í hafinu fyrir árið 2040.

Þrátt fyrir góðan vilja fyrirtækisins hafa sjávarlíffræðingar margir hverjir lýst yfir áhyggjum varðandi tæknina. Áhyggjurnar hafa lengi verið til staðar en með jómfrúarför tækisins hafa raddirnar orðið háværari. Miklar umræður hafa brotist út, meðal annars á Twitter, varðandi þann skaða sem tæknin hefur þegar valdið.


Hundruðir dýra flækjast með

Sjávarlíffræðingurinn Rachel Helm er ein þeirra sem hefur lengi haft áhyggjur af tækninni. Þegar Ocean Cleanup birti mynd af afrakstri fyrstu hreinsunarinnar ákvað Helm að greina myndinna með tilliti til þess hversu mörg dýr hefðu flækst með. 

Mynd: The Ocean Cleanup

Myndin, sem sjá má hér að ofan, sýnir afrakstur tækisins og er þar að sjá fjöldan allan af ýmisskonar plasti. Fyrir óþjálfað auga er ekki augljóst að sjá að hér er einnig að finna fjöldan allan af sjávardýrum. Á milli plastsins greindi Helm yfir 100 dýr sem flækst höfðu með ruslinu. Dýrin sem líklegust eru til að flækjast með í hreinsuninni eru þau sem fljóta jafnan um í hafinu, til dæmis hinar ýmsu tegundir marglytta.

Margir vísindamenn hafa tekið undir orð Helm og bent á að engin leið sé til þess að koma í veg fyrir að dýr flækist með í hreinsuninni. Algjörlega ófyrirséð sé hvaða áhrif þetta kann síðan að hafa á viðkvæm vistkerfi hafsins ef tæknin verður tekin í notkun af alvöru.

Einnig eru vísindamenn ósáttir við að fyrirtækið hafi ekki haft sérfræðinga með í ráðum þegar tæknin var hönnuð og segja að þeir hafi reynt að benda á vandann frá upphafi. 

Hver er lausnin?

Plastmengun er háalvarlegur vandi sem erfitt ætlar að vera að leysa. Augljósasta leiðin til að sporna gegn vandanum er sú að koma í veg fyrir að plast endi í náttúrunni til að byrja með. Hvað varðar það plast sem þegar er þangað komið er vonandi að hægt sé að fjarlægja með einhverjum hætti en svo virðist sem að tækni Ocean Cleanup sé kannski ekki sú draumalausn sem vonast var eftir. 

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk