Þjóðleikhúsið tapar veðmáli!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Shakespeare verður ástfanginn sem er til sýningar í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir.

shakespeare3.jpg
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Shakespe­are verður ást­fang­inn

Leik­verk byggt á kvik­mynda­hand­riti eftir Marc Norman og Tom Stopp­ard

Aðlögun að leik­sviði: Lee Hall

Þýð­ing: Krist­ján Þórður Hrafns­son

Leik­stjórn: Selma Björns­dóttir

Tón­list: Jón Jóns­son og Frið­rik Dór

Leik­mynd: Finnur Arnar Arn­ar­son

Bún­ing­ar: María Th. Ólafs­dóttir

Lýs­ing: Ólafur Ágúst Stef­áns­son

Tón­list­ar­stjórn og útsetn­ing­ar: Karl Olgeirs­son

Hljóð­hönn­un: Krist­inn Gauti Ein­ars­son og Krist­ján Sig­mundur Ein­ars­son

Sviðs­hreyf­ing­ar: Þórey Birg­is­dóttir

Leik­ar­ar: Aron Már Ólafs­son, Lára Jóhanna Jóns­dótt­ir, Stefán Hallur Stef­áns­son, Edda Björg­vins­dótt­ir, Örn Árna­son, Jóhanna Vig­dís Arn­ar­dótt­ir, Jóhann G. Jóhans­son, Guð­jón Davíð Karls­son, Þröstur Leó Gunn­ars­son, Atli Rafn Sig­urð­ar­son, Björn Ingi Hilm­ars­son, Sig­urður Sig­ur­jóns­son, Hákon Jóhann­es­son, Bjarni Snæ­björns­son, Hilmir Jens­son, Davíð Þór Katrín­ar­son, Ágúst Örn B. Wig­um, Ragn­heiður Stein­dórs­dótt­ir, Þórey Birg­is­dótt­ir, Eygló Hilm­ars­dóttir og Skotta.

Shakespe­are verður ást­fang­inn – Shakespe­are in love – byggir á leik­gerð Lee Hall, sem byggir á hand­riti eftir Marc Norman og Tom Stopp­ard sem kvik­myndað var og frum­sýnt undir lok síð­ustu aldar og vakti feyki­vin­sæld­ir, enda ein­vala­lið leik­ara sem þar fór með vel sam­inn texta sem sótti inn­blástur í texta og tíma Shakespe­ares og sam­tíma­höf­unda hans, einkum Christopher Mar­lowes, sem einnig var frægt leik­skáld þá, en hlaut aldrei við­líka vin­sældir og Vil­hjálmur sjálfur – sem varð og er eitt ást­sælasta leik­skáld ver­ald­ar! Eða í það minnsta hins vest­ræna heims.

Shakespe­are verður ást­fang­inn er róm­an­tískur gam­an­leikur og því hefur svosem verið haldið fram að hann hafi fyrst og fremst verið skap­aður handa þeirri kyn­slóð kvenna (35+?) sem heldur menn­ing­unni uppi og sækir gjarnan í róm­an­tík og gleði, kannski til að gleyma sinni leið­in­legu milli­stétt­ar­til­veru og ást­lausu hjóna­bönd­um. Ekk­ert skal þó full­yrt um það hér, en þó er óhætt að stað­festa að Shakespe­are verður ást­fang­inn er vissu­lega róm­an­tískur gam­an­leikur og ekki heyrð­ist eða sást betur á frum­sýn­ingu Þjóð­leik­húss­ins en að hann væri bara ágæt­lega sam­inn og auk þess vel og lip­ur­lega þýddur af Krist­jáni Þórði Hrafns­syni.

Auglýsing

Um sýn­ingu Þjóð­leik­húss­ins verður það einkum sagt að leik­hús­tæknin bæði ber af og ber sýn­ing­una sem slíka ofur­liði. Svo litið sé fyrst á sögu­þráð­inn, þá hefst Shakespe­are verður ást­fang­inn á því að hinn ungi og óþekkti Shakespe­are þarf sakir skulda að skila af sér hand­riti að leik­sýn­ingu – hann þjá­ist hins vegar af rit­stíflu og kemst ekk­ert áleiðis fyrr en tvennt ger­ist í lífi hans: starfs­bróðir hans, Christopher Mar­lowe, kemur honum til hjálpar og ýtir sköp­un­ar­gáfu hans úr vör og svo verður hann yfir sig ást­fang­inn af hinni fögru aðals­mær Víólu og sú ást leysir krafta hans úr læð­ingi og gerir honum kleift að halda skrif­unum áfram. Víóla er vissu­lega yfir sig hrifin af Shakespe­are en það er öðru fremur ást hennar á leik­list­inni og draum­ur­inn um að ger­ast leik­ari sem knýr hana – en eins og þekkt er var leik­húsið konum lok­aður heimur á tímum Shakespe­ares. Það kemur í ljós að Shakespe­are karl­inn skuldar fleiri leik­húsjöfrum pen­inga uppá lof­orð um hand­rit og nú verður hann all­deilis að leika mörgum skjöldum til að halda æru og lífi. Það sjón­ar­spil kostar á end­anum bæði ást­ina hans, hana Víólu, og líf holl­vinar hans, Christopher Mar­lowes, og þótt Shakespe­are haldi lífi í lok leiks­ins hefur hann end­an­lega tapað æru sinni og sak­leysi, enda kennir hann sér um svip­legan dauða Mar­lowes. Endir­inn er sumsé frekar ang­ur­vær, en þökk sé Elísa­betu I, Eng­lands­drottn­ingu, fellur allt í ljúfa löð áður en yfir lýkur og Vil­hjálmur og Víóla fá hvort annað um það leyti sem tjaldið fell­ur.

Aron Már Ólafsson í hlutverki Shakespeare. Mynd: Þjóðleikhúsið

Þetta er sumsé ljúfur róm­an­tískur gam­an­leikur með ang­ur­væru ívafi. Slíkir leikir geta verið einkar þekki­legir og eiga reyndar oftar heima á fjölum einka­leik­húsa erlendis en virðu­legra þjóð­leik­húsa, en það fer lítið fyrir einka­leik­hús­menn­ingu hér á landi og því hefur sá mis­skiln­ingur einatt vaðið uppi að það væri hlut­verk Þjóð­leik­húss Íslend­inga að standa skil á þess konar leik­list, sem margir kalla „létt­met­i“. Það má ræða, enda þykir kannski hverjum sitt um það; hins vegar má vísa til reglu­gerðar um hlut­verk Þjóð­leik­húss þar sem segir um hlut­verk þess:

“… að svið­setja árlega fjöl­breytt úrval inn­lendra og erlendra sjón­leikja, glæða áhuga lands¬­manna á leik­list, auðga leik­hús­menn­ingu í land­inu og stuðla að þróun sviðs­lista með því að efla íslenska leik­ritun og hlúa að nýsköpun á vett­vangi leik­list­ar­inn­ar. Þjóð¬­leik¬­húsið skal leggja sér­staka rækt við íslenska tungu og kapp­kosta að vera til fyr­ir­myndar um list­rænan flutn­ing leik­verka.”

Það er skoðun und­ir­rit­aðs að það er ekk­ert að því að Þjóð­leik­hús Íslend­inga taki „létt­væga“ leik­list upp á sína arma. Það má vel hugsa sér að það „glæði áhuga lands­manna á leik­list“ og lífið er nú einu sinni fjöl­breyti­legt og má eflaust fela í sér að það sé hluti af skyldum þjóð­leik­húss að sýna einn og annan róm­an­tískan gam­an­leik með ang­ur­væru ívafi. Það er því einkar leitt að þess sér engin merki, hvorki í leik­stjórn eða leik, að Shakespe­are verður ást­fang­inn sé þess konar leik­ur. Hér vantar nefni­lega átak­an­lega þrennt: róm­an­tík, gaman og ang­ur­værð.

Það skal tekið fram, að sýn­ing Þjóð­leik­húss­ins á Shakespe­are verður ást­fang­inn er að mörgu leyti vel gerð og vönd­uð. Leik­mynd Finns Arnar Arn­ar­sonar er lista­vel gerð, nýtir til fulls sviðs­rýmið og er auk þess hluti af frá­sögn­inni og á ekki lít­inn þátt í að fleyta henni áfram. Það er gaman að sjá slíkt og þá ekki síður gaman að sjá hug­mynda­ríka og stíl­hreina lýs­ingu Ólafs Ágústs Stef­áns­son­ar; reyndar hefði sá sem þetta ritar gjarnan viljað sjá ívið betur and­lit per­sóna verks­ins á for­sviði, en það má flokka undir aðfinnslu þess sem farin er að daprast sjón, auk þess sem virt­ist eitt­hvað mis­ráðið að lýsa með app­el­sínu­gulum blæ þegar per­són­urnar í atrið­inu tala um að þær njóti birtu af mána. En þetta má kannski flokka undir smá­at­riði og smá­muna­semi af hálfu und­ir­rit­aðs. En undir býr stærra vanda­mál.

Mynd: Þjóðleikhúsið

Tón­list Jóns Jóns­sonar og Frið­riks Dórs er smekk­leg svo langt sem hún nær, en hún ögrar hvergi róm­an­tík­inni í gam­an­leikn­um, skapar hvergi spennu og er á köflum óþægi­lega trufl­andi þar sem hún er látin óma undir sam­ræðum per­són­anna á svið­inu, rétt eins og þegar verið er að skapa stemn­ingu í kvik­mynd.

Bún­ingar Maríu Th. Ólafs­dóttur eru fal­legir og lyfta fram eins vel og hægt er tíma­bili sög­unnar en ekki verður sagt að þeir hjálpi til við að skilja þá sögu sem verið er að segja; það verður ekki séð að neinn bún­ingur geri meira en að setja karakter sinn í ákveðið tíma­bil og þar með búið.

Hér má þegar finna ákveðið mis­ræmi í list­rænni stefnu leik­sýn­ing­ar­inn­ar: Leik­myndin er bein­línis hluti af fram­vindu sög­unnar með hreyf­ingum sínum og þeim blæ sem skap­ast þegar hún er lýst á mis­mun­andi hátt. Bún­ing­arn­ir, þótt fagrir séu, stað­setja tíma­bil­ið, en gefa ekk­ert í skyn um inn­byrðis sam­hengi per­sóna, markar þeim aðeins ógreini­lega stað í sögu­þræði og félags­legu sam­hengi – sem var þó nokkuð mik­il­vægt á þessum tíma.

Þegar kemur að leiknum er við­líka stefnu­leysi, svo ekki sé talað um reiði­leysi, á ferð­inni. Þó skal getið um frammi­stöðu nokk­urra leik­ara, sem tekst að skara fram úr og sýna hvað um ræð­ir: Þröstur Leó Gunn­ars­son leikur Fenn­yman, einn af fjár­mála­mönn­unum og þró­ast yfir í að verða grip­inn löngun til að taka þátt í upp­færslu leik­rits­ins, sem loks hefur verið skrif­að. Þröstur Leó glæðir þennan karl lífi, sál, rödd og önd þannig að í hvert sinn sem hann birt­ist þokar hann áleiðis stemn­ingu og karakt­er­inn fær þrí­vídd, hæð, dýpt og breidd. Auk þess heyr­ist hvert orð sem af hans munni hrýt­ur, skýrt, greini­lega og mælt fram af inn­lifun með öllum þeim blæ­brigðum sem þarf.

Þá er Lára Jóhanna Jóns­dóttur ekki síðri þegar kemur að sköpun karakt­ers, hún leikur hina fögru Víólu og fer létti­lega með þótt hún ætti í nokkrum vand­ræðum með taland­ann og burð raddar í upp­hafi, setti hljóm­inn hel­stil ofar­lega í brjóst­kass­ann sem dró úr mætti hljóm­botns. Hins vegar átti hún í engum vand­ræðum með rödd eða radd­beit­ingu þegar hún brá sér í gervi alter egós Víólu og varð leik­ar­inn Thomas Kent; þar sýndi Lára Jóhanna að hún hefur giska gott vald á þeim tækni­legu með­ulum leik­ar­ans sem þarf til að glæða karakter lífi – og ekki svo lít­illi kómík!

Aðrar per­sónur verks­ins urðu frekar mátt­litlar þegar kemur að karakt­er­sköp­un. Meira að segja gam­al­reyndir leik­hús­refir eins og Örn Árna­son og Sig­urður Sig­ur­jóns­son fengu lítil tæki­færi til að sýna hvers þeir eru megn­ugir og það má telja nokk­urt afrek – eða ekki! – þegar tekst í einni sýn­ingu að láta þá skila miðl­ungs­verki!

Hvað sem segja má um ein­staka ljósa punkta, líður sýn­ingin fyrir það að eng­inn virð­ist vita hvaða sögu er verið að segja, né heldur hvort verið sé að setja á svið leik­verk eða herma eftir kvik­mynd. Hinir mis­mun­andi þræðir sög­unnar fá allir sama vægi, sem veldur því að áherslur hvers atriðis fara for­görðum vegna þess að þær verða jafnar og missa þar með gildi sitt sem áhersl­ur, sem vörður sem fleyta sög­unni áfram og gera okkur áhorf­endum kleift að greina hismið frá kjarn­an­um. Hér er hrein­lega eng­inn fók­us, allt jafn óskýrt.

Auglýsing

Þessu má lýsa með til­vitnun í sýn­ing­una sjálfa: Fenn­yman Þrastar Leó hrópar upp yfir sig þegar hann fær að vita að hann eigi að leika hlut­verk lyf­sal­ans: „Ég skal LEIKA lyfsa ... Nei, ég skal VERA lyf­sal­inn!“ – og gerir þar með grein fyrir því hvað felst í því að vera ekta á sviði. Betur að upp­hrópun Fenn­ymans hefði fengið að vera ein­kunn­ar­orð sýn­ing­ar­innar allr­ar!

Allt þetta klúður – því klúður hlýtur þetta að kallast! – verður því miður að skrif­ast á verk­stjór­ann og hinn list­ræna stjórn­anda, leik­stjór­ann Selmu Björns­dótt­ur. Hún er að mörgu leyti lipur verk­stjóri og tekst nokkuð örugg­lega að halda góðum anda og stemn­ingu með sínu liði. Það hefur hún sýnt gegnum tíð­ina. Það eru líka allir í stuði í sýn­ing­unni, það vantar ekki – en hér vantar átak­an­lega það sem kallað er per­sónu­leik­stjórn og auga fyrir því sem skapar samúð áhorf­enda með per­sónum leiks­ins: ekta til­finn­ingu, fram bor­inni í ein­lægni og af auð­mýkt. Þannig má í fáum og fátæk­legum orðum lýsa list leik­ar­ans þegar hún rís hæst og áhorf­endur láta hríf­ast með, ganga sög­unni á vald og láta sig örlög per­són­anna sig ein­hverju varða.

Í Shakespe­are verður ást­fang­inn ber því miður ekk­ert á því. Ég hef áður gagn­rýnt Selmu fyrir að dekra við það sem kalla má retórískan leikstíl, þar sem lögð er minni áhersla á til­finn­inga­líf per­són­anna. Þetta var mein í sýn­ing­unni um Ronju ræn­ingja­dótt­ur, þar sem andi Astridar Lind­grens fór for­görðum vegna upp­haf­ins ræðu­stílsta­landa; hér hverfur róm­an­tíkin eins og dögg fyrir sólu og gam­an­semin fer fyrir lítið – svo ekki sé minnst á ang­ur­værð­ina elsku­legu! – þegar leik­arar byrja að belgja sig upp og æpa text­ann með til­heyr­andi handapati og látum sem eiga ekk­ert skylt við karakt­er­sköp­un. Það er sömu­leiðis nokk­urt afrek – eða ekki! – þegar bein­línis er verið að flytja gam­an­leik!

Verst bitnar þetta þó á leik­ar­anum í tit­il­hlut­verk­inu, Aroni Má Ólafs­syni. Hann er ungur leik­ari og hefur hér fengið tæki­færi sem fáum hlotn­ast. Aron Már er kröft­ugur leik­ari með góða nær­veru á leik­sviði og á vel að geta valdið því hlut­verki sem honum er trúað fyrir og sem hann skilar eins vel og hann hefur burði til, en hér hefur hann verið illi­lega svik­inn um þá per­sónu­leik­stjórn sem hefði getað forðað honum frá verstu vill­unum þegar kemur að radd­beit­ingu og radd­hljóm sem og sann­fær­ingu í radd­beit­ingu og með­ferð texta. Það verður ekki nógu oft á það bent, að það er á ábyrgð list­rænnar stjórnar sýn­ingar og stjórnar leik­húss­ins sjálfs, að skilja ekki unga leik­ara sem eru enn í mótun úti á túni hvað þetta varð­ar.

Í Shakespe­are verður ást­fang­inn er veðjað 50 pundum – óheyri­legri upp­hæð á tímum Shakespe­ares! – um það hvort leik­listin geti breytt við­horfi manns til ást­ar­inn­ar. Sýn­ing Þjóð­leik­húss­ins gerir það ekki, því mið­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk