Að verða betri manneskja

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Gilitrutt í leikstjórn Benedikts Erlingssonar í Þjóðleikhúsinu.

Gilitrutt Mynd: Þjóðleikhúsið
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Gilitrutt

Leik­gerð, brúðu­gerð, leik­mynda­hönnun og tón­list: Bernd Ogrodnik

Leik­stjórn: Bene­dikt Erlings­son

Bún­ing­ar: Þór­unn Elísa­bet Sveins­dóttir

Leik­muna­gerð: Móeiður Helga­dóttir

Leik­ar­ar: Jón bóndi, Freyja hús­freyja, Gilitrutt, Krummi, hestur Jóns bónda, ótal kind­ur, far­fuglar og Bernd Ogrodnik

Það heyrir til und­an­tekn­inga að skrifað sé um sýn­ingar sem hafa verið á fjöl­unum í nær ára­tug. En hér er um að ræða sýn­ingu sem er fyrir löngu orðin klass­ísk og hefur alla burði til að vera það áfram um ókomna tíð; auk þess á hún það svo fylli­lega skilið að um hana sé fjall­að, hún er feyki­góð og svo er hún ást­ar­óður höf­und­ar­ins, Bernd Ogrodniks, til Íslands. Það verður ein­fald­lega ekki hjá kom­ist að vekja athygli á henni svo áhorf­endur megi rata á hana, njóta hennar og með­taka þann mik­il­væga boð­skap sem hún hefur geyma.

Nú væri við hæfi að láta les­endur giska á hvað þessi sýn­ing heitir og það væri vissu­lega í anda sög­unnar – en hér skal ekki tvínónað við hlut­ina og sýn­ingin nefnd sínu rétta nafni þegar í stað: Gilitrutt! Og veit nú heimur allur (og hús­freyja í ofaná­lag) hvað hún heit­ir.

Auglýsing

Þjóð­sagan um Gilitrutt er ein af perlum íslenskra þjóð­sagna, og hefur mjög lík­lega verið sögð til varn­aðar börnum (og trú­lega full­orðnum lík­a!) sem sýndu minnstu til­hneig­ingu til að slá slöku við eða gera sig sek um eina af verstu dauða­synd­un­um: let­ina – let­ina, sem aðeins kemur illu til leiðar og er ávísun á langa vist í hreins­un­ar­eld­in­um. Sú heims­mynd – um refs­ing­una sem beið þeirra sem gerðu sig seka um ein­hverja af hinum alræmdu dauða­syndum og ríkti á sínum tíma var mjög trú­lega mik­il­vægur hluti af and­legum innviðum þjóð­ar­inn­ar, en er nokkuð örugg­lega liðin undir lok. Engu að síður er mál­tækið forna í fullu gildi: sitj­andi kráka svelt­ur, en fljúg­andi fær. En með nýjum tímum breyt­ast einnig hinir and­legu inn­við­ir.

Gilitrutt er í stuttu máli ævin­týri um lata bónda­konu, Freyju, sem bónda sínum til mik­illar raunar nennir ekki sinna búverk­um. Hann krefur hana um að spinna ull og vefa í vað­mál en því nennir hún ekki. Þá birt­ist ófrýni­leg kerl­ing sem býðst til að spinna ull­ina og vefa í vað­mál innan til­skil­ins tíma gegn því að bónda­konan geti kom­ist að nafni henn­ar. Bónda­konan er guðs lif­andi fegin að sleppa við vinn­una og gengur að þessum skil­mál­um. Þegar á líður verður hún þó æ örvænt­ing­ar­fyllri yfir því að geta ekki kom­ist að nafni kerl­ingar og trúir á end­anum Jóni bónda fyrir raunum sín­um. Hann skilur að kerl­ingin sé tröllskessa sem muni taka konu hans frá honum tak­ist henni ekki að kom­ast að nafni kerl­ing­ar. Fyrir til­viljun kemst svo bónd­inn að nafni kerl­ingar þegar hann gengur fram­hjá kletti og heyrir högg þegar vefur er sleg­inn og sér þá kerl­ingu þar sem hún syngur nafn sitt: Gilitrutt. Hann segir konu sinni frá því sem hann hefur séð og heyrt og þegar kerl­ingin kemur með vef­inn getur bónda­konan giskað á nafnið og sloppið úr klóm tröllskessunn­ar. Það er að sjálf­sögðu óþarft að geta þess að bónda­konan lærir sína lexíu og verður upp­frá þessu bæði iðin og vinnu­söm.

Gilitrutt Mynd: Þjóðleikhúsið

Sagna­minnið um Gilitrutt lifir með mörgum þjóðum og finna má þjóð­sögur sem spinna í kringum það á ótal vegu; íslenska þjóð­sagan er frekar ein­föld, amk. eins og hún kemur fyrir í Þjóð­sögum Jóns Árna­son­ar; og þótt spyrja megi ýmissa spurn­inga um hvers vegna atburðir ger­ast eins og raunin er í þjóð­sög­unni, þá er boð­skap­ur­inn ákaf­lega skýr: leti er af hinu illa.

Spurn­ingin er, hvort og hvernig hægt sé að gera þennan boð­skap lif­andi fyrir ungu nútíma­fólki, en sýn­ingin er sniðin að yngstu áhorf­end­un­um.

Svarið er jafn ein­falt og það er snjallt: Með því að sýna þrennu trúnað og traust – sög­unni, list­rænum með­ulum leik­húss­ins og hinum ungu áhorf­end­um; það er fyrir töfra Bernd Ogrodniks sem leik­hús­manns, að honum tekst að gera Gilitrutt svo ger­sam­lega að sinni eigin sögu að það er eins og við séum að horfa á splunku­nýja sögu, hann trúir líka á hana og mátt hennar og beitir af ein­stöku næmi og þekk­ingu frá­sagn­ar­mögu­leikum leik­húss­ins og svo treystir hann af ein­lægni áhorf­endum sínum til að með­taka sög­una og taka þátt í henni – sem er grund­völlur inn­lif­unar og sam­kennd­ar.

Bernd Ogrodnik heldur fyllsta trúnað við sög­una í leik­gerð sinni, en gerir á henni nokkrar mik­il­vægar breyt­ing­ar. Í með­förum Bernds verða atburðir sög­unnar skýr­ari og skilj­an­legri, enda krefst hin leik­ræna frá­sögn þess. Það er t.d. afar mik­il­væg og að sama skapi snjöll breyt­ing þegar hann bætir hrafn­inum í hóp per­sóna leiks­ins. Það er einkar við­eig­andi breyt­ing. Hrafn­inn hélt sig einatt við byggð og bæi þar sem matar var von og um hann spannst marg­vís­leg þjóð­trú sem var fallin til að vekja bæði von og ótta. Kannski er einna þekkt­ust þjóð­sagan af hrafn­inum og Vil­borgu Herj­ólfs­dóttur land­náms­manns í Vest­manna­eyj­um, en sá hrafn lokk­aði Vil­borgu frá bænum og bjarg­aði henni frá því að lenda undir skriðu sem hefði ella orðið henni að bana.

Hér fær hrafn­inn það mik­il­væga hlut­verk að sýna mun­inn á þeim hjón­um, Jóni bónda og Freyju, konu hans og hvaða afleið­ingar sá munur hef­ur; Jón bóndi er örlátur og man eftir því að gefa hrafn­inum meðan Freyja hús­freyja er löt og gleymir krumma. En hrafn­inn veit sínu viti og leiðir Jón bónda að lausn gát­unnar sem verður til þess að frelsa megi hús­freyju úr helj­ar­g­reipum Gilitrutt­ar. Þetta er hug­vit­sam­leg lausn, því þá er frelsun hús­freyju rök­rétt, hún verður af völdum hins (hálf­)­guð­lega valds, en hrafn­inn er vissu­lega hluti af þeirri guð­legu nátt­úru sem okkur ber að umgang­ast af virð­ingu ef okkur á vel að farn­ast í lífi, starfi og leik. Boð­skapur sög­unnar nálg­ast þannig það, sem hefur verið ein­kenni á lífs­hlaupi íslensku þjóð­ar­inn­ar: sam­spilið milli manns og nátt­úru, hvernig mað­ur­inn hefur verið nátt­úr­unni háður um lífs­við­ur­væri sitt. Gilitrutt í með­förum Bernds Ogrodniks ýtir undir þann skiln­ing – sem er bæði nútíma­legur og mann­legur í senn.

Bernd Ogrodnik gerir allar brúður sjálf­ur, hann hannar og smíðar leik­mynd og semur og flytur alla tón­list í Gilitrutt, eins og reyndar flestum ef ekki öllum sýn­ingum sín­um. Hér eru brúð­urnar smá­ar, sem kallar á sér­staka áherslu á fók­us, sem Bernd ferst ein­stak­lega vel úr hendi, enda fylgja áhorf­endur hverri augn­gotu hans og bend­ingu.

Leik­myndin er hag­an­lega gerð og af miklu hug­viti og þá má einnig segja að tón­listin sé kap­ít­uli útaf fyrir sig; flautu­tónar og hlý­legir tónar harm­on­ikku ásamt langspili sem leikið er undir slætti Jóns bónda er meðal þess sem myndar hljóð­mynd sýn­ing­ar­innar og á ósvik­inn þátt í að efla töfra sagna­listar Bernds Ogrodniks.

Brúðu­leik­hús er sér­stök teg­und leik­listar sem lýtur sínum eigin lög­málum og býr yfir sínum ein­stöku töfrum og til eru mörg mis­mun­andi afbrigði brúðu­leik­húss. Hér er brúðu­stjórn­and­inn, Bernd, sýni­legur áhorf­endum og á stundum verða sam­skipti hans og brúð­anna hluti af frá­sögn­inni, sem er hlý­legt og auð­veldar áhorf­endum að sam­sama sig sög­unni; hann byggir líka upp sterk tengsl við áhorf­end­ur, heilsar þeim í upp­hafi með flautuleik, leiðir þá inn í sal­inn á Leik­hús­loft­inu og er allt til loka í góðu sam­bandi við áhorf­end­ur, örvar þá til að vera með í rétt­unum þegar Jón bóndi fer að smala og útskýrir þar sem þess þarf og býður áhorf­endum að koma fram að sýn­ingu lok­inni og skoða inn í undra­heim leik­húss­ins bak­sviðs.

Bernd Ogrodnik er einn af fremstu brúðu­leik­hús­lista­mönnum okkar tíma sem hefur ferð­ast til fjölda landa með brúðu­sýn­ingar sín­ar. Hann á sitt heima­svið í Þjóð­leik­húsi okkar Íslend­inga og það er vissu­lega mik­ill heiður fyrir bæði okkur sem þjóð sem og leik­húsið sjálft. Það er full ástæða til að hvetja börn á öllum aldri að taka for­eldra sína, afa og ömmur í seið­andi heim Leik­hús­lofts­ins og upp­lifa hvernig Freyja hús­freyja tekur sinna­skiptum og verður betri mann­eskja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk