Ketamín og áfengi

Rannsókn sýndi að litlir skammtar af ketamíni geta dregið úr löngun þeirra sem telja sig drekka of mikið, til að halda því áfram.

bjór að skála
Auglýsing

Drykkja áfengis er stór þáttur í félagslegri hegðun okkar á vesturlöndum. Þó að notkun þessa fíkniefnis sé bæði lögleg og viðurkennd þá er áfengi í stórum og tíðum skömmtum alls ekki hollt.

Flestir vita að ofneysla áfengis er óholl, en margir upplifa vanmátt sinn gagnvart því þegar kemur að félagslegum viðburðum og drekka þess vegna meira eða oftar en þeir myndu mögulega kjósa. Það getur verið erfitt að sannfæra heilann um að breyta út af vananum.

Samkvæmt lítilli rannsókn sem birt var í Nature communications er hægt að sannfæra heilann um að gleðin þarf ekki að búa í ölglasinu, trixið er bara örlítil lyfjagjöf.

Auglýsing

Í rannsókninni voru þátttakendur 90 karlar og konur sem töldu sig drekka helst til of mikið. Rannsóknin gekk út á að búa til góða minningu tengda bjórdrykkju í eitt skipti á rannsóknarstofunni og reyna síðan að bæla þá minningu. Rannsakendur gengu út frá því að ástæða þess að fólkið taldi sig drekka of mikið var vegna gleðiminninganna sem heilinn tengdi áfengisneysluna við.

Eftir fyrstu tilraun þar sem bjórdrykkja var tengd við gleðiminningar sneri hópurinn aftur á rannsóknarstofuna og var þá skipt í þrennt. Einn hluti fékk smáskammt af ketamíni áður en reynt var að kalla fram gleðiminningar með mynd af áfengi. Einn hluti fékk sama skammt af ketamíni áður en reynt var að kalla fram gleðiminningar með mynd af appelsínusafa og þriðji hluti hópsins fékk ekkert ketamín en reynt var að kalla fram gleðiminningar með mynd af áfengi.

Hópurinn var síðan beðinn um að meta löngun sína í áfengi viku eftir tilraunina. Þar kom í ljós að þeir sem fengu ketamín áður en þeir sáu áfengi voru ólíklegri til að langa í áfengi í samanburði við hópinn sem ekki fékk ketamín. Reyndar voru áhrifin enn til staðar 9 mánuðum síðar þegar hópurinn var skoðaður á ný.

Hér er þó um að ræða mjög litla rannsókn þar sem þátttakendur þurfa sjálfir að leggja mat á eigið ástand. Enginn af þátttakendunum í rannsókninni var með greindan alkóhólisma en að eigin sögn töldu þau sig neyta of mikil áfengis.

Ketamín er deyfandi lyf sem helst er notað sem róandi lyf eða við miklum sársauka. Nýjustu rannsóknir benda til þess að lyfið geti einnig haft áhrif á þunglyndi.

Þó hér hafi sést marktækur munur milli þeirra sem fengu lyfið (ketamín) og þeirra sem ekki fengu lyf var hópurinn líka þannig samsettur að flestir sem tóku þátt höfðu löngun til að minnka drykkju.

Þessar niðurstöður sýna þess vegna kannski helst að mögulega er hægt að nota lyf eins og ketamín til að hjálpa til við að minnka drykkju. En ekki er víst að lyfið geri mikið gagn þegar áfengisneyslan er komin á alvarlegt stig.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk