Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.

tiska_syning (209 of 209).jpeg
Auglýsing

Leik­hús­lista­konur 50+ í sam­starfið við Þjóð­leik­hús­ið: Konur & krínólín

Hand­rit: Edda Björg­vins­dóttir

Leik­stjórn­arteymi: Edda Björg­vins, Kol­brún Hall­dórs­dóttir og Edda Þór­ar­ins­dóttir

Svið: Elín Edda Árna­dóttir

Bún­ingar og útlit: Helga Björns­son

Hár­greiðsla: Guð­rún Þor­varð­ar­dóttir

Sviðs­hreyf­ing­ar: Ásdís Magn­ús­dóttir

Ljósa­hönn­un: Jóhann Frið­rik Ágústs­son

Leikkon­ur: Bryn­dís Petra Braga­dótt­ir, Edda Björg­vins, Guð­björg Thorodd­sen, Júlía Hannam, Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, Lilja Þór­is­dótt­ir, Ólöf Sverr­is­dótt­ir, Rósa Guðný Þórs­dótt­ir, Sal­vör Ara­dótt­ir, Vil­borg Hall­dórs­dótt­ir.

Ekki verður annað sagt en sýn­ing Leik­hús­lista­kvenna 50+, Konur og krínólín sé áferð­ar­fal­legt augna­yndi. Hér birt­ast eins og á færi­bandi alls konar sköp­un­ar­verk kjóla frá ýmsum tímum sögu kven­fatat­ísk­unnar og bornir af glæsi­legum konum sem aug­ljós­lega njóta þess að bera þá og segja sögu þeirra.

Öðru fremur má nefni­lega segja að Konur og krínólín segi sögu kven­fatat­ísk­unnar – sem hefur nú ekki alltaf haft að útgangs­punkti að gera lífið bæri­legt konum eða þægi­legt. Í sýn­ing­unni Konur & krínólín birt­ast alls konar til­komu­miklar „kr­e­a­sjón­ir“, yfir­ferðin hefst á krínólín­um, sem urðu aðal­kven­fatat­ískan á seinni hluta 19. aldar og sem hefði í raun verið gaman að heyra meira um – fyrst þegar í upp­hafs­orðum sýn­ing­ar­innar var m.a. minnst á þetta, að kven­fatat­ískan hefði aldeilis ekki verið til að auka konum þæg­ind­in.

Það hefði að ósekju mátt fara lengra inn á þá braut; konum voru krínólín­urnar bein­línis lífs­hættu­leg­ar; þær voru gerðar úr tagl­hári, flétt­uðum með líni og gríð­ar­lega eld­fim­ar. Það er talið að mörg þús­und konur hafi orðið eldi að bráð þar sem þær stóðu í eld­hús­inu og dúllur og tau í krínólín­unum kom of nálægt elda­vél­inni og kon­urnar breytt­ust í kynd­la, sem fuðr­uðu upp enda bæði tagl, lín og kjólefnið eld­fimt með afbrigð­um. Þá eru til frá­sagnir af konum sem unnu í verk­smiðjum þeirra tíma – seinni hluta 19. ald­ar, byrjun þeirrar 20. – sem urðu fyrir því að krínólín­urnar fest­ust í vél­un­um, drógu varn­ar­lausar kon­urnar inn í reimar og spil þar kon­urnar mörð­ust eða hein­lega kubb­uð­ust sund­ur. Og ekki var vinnu­staða­eft­ir­liti til að heilsa; karl­arnir létu sér nægja að benda á að sannur sjentil­maður viki úr vegi og stigi út á götu þegar konur í krínólínum yrðu hel­stil fyr­ir­ferða­miklar á gang­stétt­inni.

En Konur & krínólín er auð­vitað fyrst og fremst til gam­ans gert og stendur fylli­lega undir því. Enda má til sanns vegar færa að krínólín urðu ekki sá vandi hér á landi eins og í iðn­að­ar- og borg­ar­sam­fé­lögum Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Hér urðu þær fyrst og fremst skemmti­legt tákn útlendrar borg­arat­ísku og lík­leg­ast að íslenskri alþýðu hafi þótt fyndið að sjá danskar kaup­manns­frúr tipla til kirkju á sunnu­dögum í slíkri múnd­er­ingu yfir drullugan Aust­ur­völl­inn.

Auglýsing
Konur & krínólín dregur þeim mun skemmti­legri mynd af því þegar við Íslend­ingar komumst í tæri við hina og þessa tísk­una á 20. öld­inni – charleston­ið, sam­kvæmi­s­kjól­ar, fatn­aður sem ýmist leggur áherslu á grannan vöxt og kyn­þokka eða líkt og gerð­ist á seinni hluta ald­ar­inn­ar, þegar fatn­að­ur­inn leggur áherslu á frelsi og sjálf­stæði kon­unn­ar.

Öllu þessu og meira til bregður fyrir í stuttum atriðum sem auk­in­heldur vekja upp anda hvers tíma, annað hvort með lát­bragði ein­göngu eða einnig í stuttum sam­töl­um, hnyttnum og hnit­mið­uð­um. Það leið ekki á löngu þar til von­laust var að telja þann fjölda kjóla og klæðn­aða sem birt­ust og hurfu, enda hefur tískan á seinni árum tekið örum og skjótum breyt­ingum og þarf aug­ljós­lega meira en með­al­konu til að henda reiður á svipti­vindum tísk­unn­ar. Og svo því sé til haga haldið – tísku­straum­arnir komu á köflum róti á full­trúa feðra­veld­is­ins, sem birt­ast hér af og til, íhalds­samir karlpungar sem hafa auð­vitað skoð­anir á því þegar kon­urnar virð­ast ætla að ger­ast hel­stil sjálf­stæð­ar. Góð áminn­ing um að saga tísk­unnar og saga kven­rétt­inda fer ávallt saman og að enn er heilmargt starf óunnið þegar kemur að því að konur séu jafn­rétt­háar körlum í öllu til­liti, ekki síst menn­ing­ar­lega!

Sú sem ber ábyrgð á öllum þeim bún­ingum sem bregður fyrir í Konur & krínólín er Helga Björns­son og nafn hennar ætti að vera flestum kunn­ugt. Helga hefur um ára­bil starfað í tísku­heimi Evr­ópu og hefur getið sér gott orð sem hönn­uð­ur; hún var búsett í Bret­landi og Frakk­landi frá þrettán ára aldri, lauk námi í fata­hönnun Les Arts Decorati­ves í París og starf­aði um ára­bil sem aðal­hönn­uður við Haute Cout­ure í tísku­húsi Louis Fer­aud í Par­ís. Helga hefur einnig hannað bún­inga fyrir bæði Þjóð­leik­húsið og Íslensku Óper­una og vann til Grímu­verð­launa fyrir bún­inga sína í Íslands­klukk­unni.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hví­lík fag­mennska liggur að baki bún­ing­unum – hér er nostrað við hvert smá­at­riði af þekk­ingu á sögu hvers bún­ings og því tíma­bili sem umlukti stíl og stemn­ingu. Bún­ing­arnir eru flug­elda­sprengin í munstrum og litum og sú til­finn­ing er vita­skuld efld með við­eig­andi tón­list. Þetta er „mikið sjó“ og þá hefur ekki enn verið minnst á hin öru bún­inga­skipti sem ganga að því er best verður séð snurðu­laust fyrir sig. Og ekki má gleyma sviðs­hreyf­ing­um, sem Ásdís Magn­ús­dóttir hefur stýrt af öryggi og með næmu auga fyrir hreyf­ingum hvers ein­staks tíma­bils – og ekki lítið afrek það! Ásdís nam list­dans í List­dans­skóla Þjóð­leik­húss­ins og eftir það í New York og starf­aði svo í tæpa tvo ára­tugi með Íslenska dans­flokknum og dans­aði með honum nokkur helstu aðal­hlut­verk í þekkt­ustu dans­verkum heims­ins.

Það væri að æra óstöðugan að fjalla sér­stak­lega um hverja og eina leikkonu sem hér kemur fram, hver og ein í fjölda hlut­verka og sýnir þar með fjöl­breyti­leik í sviðs­fram­komu og tján­ingu. Þó verður ekki hjá kom­ist að nefna hlut sögu­kon­unnar sem heldur utanum allan gjörn­ing­inn og tengir atriðin saman og þau við hin mis­mun­andi tíma­bil. Edda Björg­vins fer hér á kostum og nær frá fyrsta and­ar­taki tökum á áhorf­endum og fleytir gjörn­ingnum áleiðis með bæði fróð­leik og húmor. Hún sannar hér – og var þó búin að því svo ekki yrði í efa dregið – að hún er, að öðrum gam­an­leikkonum ólöst­uð­um, albesta komedienne íslenskrar leik­list­ar. En þó má geta þess, að flestar þær leikkonur sem hér stíga fram, dansa og tjá mis­mun­andi tíma­bil tísku­strauma, eru flottar gam­an­leikkonur líka, ef því er að skipta. Takið bara eftir spili augna og augn­got­um, léttum höf­uð­hnykkjum og kersknis­legu yfir­bragði í sam­skiptum við áhorf­end­ur. Það þarf ekki að draga í efa að leik­hús­lista­konur 50+ búa ekki ein­asta yfir ríkum hæfi­leikum (sem leik­húsin mega vel nýta mun betur en gert er!!!) heldur kunna þær að miðla taum­lausum þokka, feg­urð, töfrum og glæsi­brag – og hinu líka þegar þess er þörf!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk