STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði

Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.

_A9_7734.jpg
Auglýsing

Í sumar kemur út fyrsta hljómplata Halldórs Smárasonar, STARA, undir merkjum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Á disknum verður þverskurður af verkum Halldórs síðustu ár, þar á meðal þrír strengjakvartettar hans, tvö kammerverk og einleiksverk fyrir gítar og rafhljóð. Í kjölfar útgáfu plötunnar verða haldnir útgáfutónleikar í Hömrum á Ísafirði og Kaldalóni Hörpu í Reykjavík.

Halldór Smárason hefur komið víða við í tónlistarlífinu sem hljóðfæraleikari og tónskáld. Hann hefur unnið með þekktum hópum hérlendis og erlendis, svo sem Sinfóníuhljómsveit Íslands, Útvarpshljómsveitum Parísar og Stuttgart auk mörgum þekktum kammersveitum. Þá hefur Halldór getið sér gott orð sem píanóleikari og útsetjari, leikið inn á hljómdiska og komið margoft fram með ýmsum hópum, meðal annars Sætabrauðsdrengjunum.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Síðan ég byrjaði að semja tónlist hefur mig dreymt um að gefa út plötu með eigin verkum. Hugmyndin að STARA varð til þegar ég samdi verk fyrir plötu Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara, sem gefin var út hjá Sono Luminus. Í kjölfarið hófust viðræður um samstarf við plötuútgáfuna og boltinn fór að rúlla. Að taka upp og gefa út plötu með Sono Luminus í bestu mögulegu hljómgæðum og með framúrskarandi flytjendum var ómetanlegt.

Auglýsing
Upptökur á STARA fóru fram í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, í júní 2019. Ég fann fljótlega fyrir löngun að taka upp mína fyrstu plötu heima fyrir vestan. Þar liggja mínar rætur og hlaut ég tónlistarlegt uppeldi innan veggja skólans. Stór hópur hljóðfæraleikara og tæknimanna lagði leið sína vestur til að gera þennan draum minn að veruleika, á þeim slóðum sem fyrstu hugmyndir mínar byrjuðu að þróast.

Ég vissi að það yrði krefjandi að koma öllu teyminu vestur en þegar allt kom til alls reyndist það margborga sig. Samfélagið allt umvafði verkefnið og fjölmargir einstaklingar lögðu hönd á plóg, til að mynda við að koma okkur fyrir í tónlistarskólanum, samræma við útileiktíma leikskóladeildar sem var í sama húsi, redda veitingum, skutla tæknimönnum frá Keflavíkurflugvelli til Ísafjarðar, búa til myndefni á tökustað, skutlast með skilrúm og palla, færa flygilinn og margt fleira. Aldrei kom upp neitt stórmál sem ekki var hægt að redda; allir voru boðnir og búnir að rétta hjálparhönd. Á Ísafirði gafst einnig góður vinnufriður og þar skapaðist einstakt andrúmsloft innan hópsins sem gerði gerð plötunnar eftirminnilega og ánægjulega.Halldór Smárason.

Eftir að söfnunin hófst á Karolina Fund hefur svo komið í ljós að mitt heimafólk lætur ekki gestrisnina duga því margir hafa einnig styrkt verkefnið fjárhagslega. Án þeirra stuðnings yrði platan aldrei að veruleika. Fyrir þetta er ég ofboðslega þakklátur.“

Segðu okkur frá tónlistinni?

Verkin á plötunni eru innblásin af ýmsum persónulegum upplifunum og fólki í lífi Halldórs. Þannig má nefna strengjakvartettinn draw + play sem byggður er á harmóníku (dragspili, sbr. titlinum) og tileinkaður harmóníkuunnendunum, heiðurshjónunum og vinunum Ásgeiri Sigurðssyni og Messíönu Marzellíusdóttur á Ísafirði. Þá er kammerverkið _a_at_na byggt á persónulegri upplifun Halldórs af kvíða og loks er Stara, verk samnefnt plötunni, tileinkað móður Halldórs sem missti sjónina og varð blind fyrir nokkrum árum.

Strokkvartettinn Siggi annast hljóðfæraleik að miklum hluta. Kvartettinn skipa þau Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Emilía Rós Sigfúsdóttir, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Helga Björg Arnardóttir og Tinna Þorsteinsdóttir.

Platan er frábrugðin flestum öðrum með tilliti til upptökutækni en auk þess að vera gefin út í hefðbundnu víðómi (stereo) er hún einnig áheyranleg í hringómi (fully immersive audio / surround), í allt að 9 rásum eða hátölurum. Með því móti er hægt að njóta tónlistarinnar til fulls eins og henni er ætlað að hljóma. Þetta skapar einstaka dýpt og gerir hlustandanum kleift að sitja inn í miðju upptökurýminu með hljóðfærin allt í kringum sig.

Útgefandi er bandaríska útgáfufyrirtækið Sono Luminus. Fyrirtækið gefur út fjölda hljómplatna á ári hverju og hafa margar þeirra hlotið tilnefningu til Grammy-verðlauna. Útgáfan hefur á undanförnum árum unnið með nokkrum íslenskum tónskáldum og tónlistarmönnum, þar á meðal Sæunni Þorsteinsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Daníel Bjarnasyni, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Nordic Affect. Hljóðmeistari (producer) plötunnar er Dan Merceruio og tónmeistari (audio engineer) er Daniel Shores.

Á Karolina Fund stendur fólki til boða að koma að verkefninu með ýmsum hætti. Auk þess að tryggja sér geisladiskinn í forsölu býð ég fólki að koma á huggulega stofutónleika heima hjá mér og fjölskyldu minni í Hveragerði, kaupa miða á útgáfutónleika sem fram fara í Reykjavík og á Ísafirði, eða fá mig til koma fram í veislu.

Þá er hægt að kaupa listaverk eftir Bert Yarborough. Við Bert kynntumst í residensíunni Civitella Ranieri í Umbria á Ítalíu vorið 2018 og ákváðum fljótlega að vinna saman. Því höfum við hafið samstarf að nýju verki sem byggist á nótum af tónverkum á STARA. Bert notar raddskrár verkanna sem hráefni og býr til ný myndlistarverk sem ég mun aftur koma til með að nota sem efnivið fyrir nýtt tónverk.

Til stuðnings útgáfu plötunnar hefur Bert ákveðið að bjóða takmarkað upplag af endurprentun listaverkanna, byggt á tónverkinu stop breathing.

Hér er hægt að taka þátt í söfnuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk