Fyrsta breiðskífa Toymachine

Hljómsveit sem stofnuð var fyrir 24 árum, og er með frægan leikstjóra á trommunum, ætlar að gefa út sína fyrstu plötu. Safnað er fyrir henni á Karolina Fund.

Toy Machine.
Auglýsing

Meðlimir hljómsveitarinnar Toymachine, sem stofnuð var síðla árs 1996, þá undir nafninu Gimp, hafa sett af stað söfnun inn á Karolina Fund til að safna fyrir gerð á sinni fyrstu breiðskífu.

Toymachine stefna á útgáfu um mánaðamótin nóvember/desember þessa árs og verður gefið út á vínyl sem og á öllum helstu streymisveitum.

Um tveimur árum eftir stofnun Gimp breyttu meðlimir bandsins nafninu í Toymachine. Á sama tíma þyngdist tónn þeirra og einn meðlimur bættist í hópinn. Sveitin spilaði víða næstu árin, meðal annars í flugskýli númer 4 á Reykjavíkurflugvelli árið 1999 á fyrstu Iceland Airwaves hátíðinni sem þar var haldin. Sveitinni var þá boðið að spila í kjölfarið á hinum goðsagnakennda tónleikastað CBGB´s á Manhattan í New York sem þeir þáðu, enda var stefnan sett á heimsyfirráð.

Auglýsing
Sveitin var hvað virkust til ársins 2001 en það ár kom hún fram á sínum lokatónleikum þar sem þeir spiluðu ásamt Jet Black Joe. Aldrei náði bandið að koma út sinni eigin plötu en þó átti hún tvö lög á safnplötunni MSK (1999) og lagið Be Like Me má finna í bíómyndinni „Óskabörn þjóðarinnar” eftir Jóhann Sigmarsson frá árinu 2000, en það sama ár var Toymachine einmitt tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin en laut í lægra haldi fyrir MÚM.

Nú hafa meðlimir Toymachine sett af stað söfnun inn á Karolina Fund eins og áður segir en þeir ætla að freista þess að safna fyrir gerð plötunnar sem aldrei kom út.Jenni og Baldvin Z trylla lýð.

Trommari Toymachine er hinn góðkunni leikstjóri Baldvin Z og söngvari er Jens Ólafsson sem hefur gert garðinn frægan í hljómsveitinni Brain Police síðustu 20 ár, eða allt frá því Toymachine hætti formlega störfum. Aðrir meðlimir eru þeir Kristján Elí Örnólfsson gítarleikari og Atli Hergeirsson bassaleikari. Þá starfaði Árni Elliott í bandinu á árunum 1999-2001 sem meðsöngvari og plötusnúður.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Það hefur alltaf setið fast í okkur að hafa ekki komið út okkar eigin plötu á sínum tíma. Við eigum gríðarlega mikið efni til sem okkur finnst hafa elst sérstaklega vel en við eigum aðeins til á fjölmörgum “demo” upptökum. Núna viljum við endilega deila þessu efni með öðrum enda þrusu gott stöff þó við segjum sjálfir frá. Toy Machine.

Eftir að hafa komið saman til að spila nokkrum sinnum opinberlega síðustu 5 árin ákváðum við að athuga hvort að við gætum farið þessa leið og safnað fyrir gerð plötunnar á þennan hátt. Við náum ennþá ótrúlega vel saman og höfum ekki þurft nema eina til tvær æfingar til að slípa allt til fyrir tónleika, þá fórum við að spyrja okkur hvers vegna í ósköpunum platan okkar væri ekki til?“ 

Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Rokk & ról að krafti og eins og það gerist best. Þetta verður um 10 til 11 laga plata sem geymir lög úr okkar smiðju aðallega frá árunum 1999-2001 hvar við vorum sem frjóastir í lagasmíðum. Okkur finnst hálf ótrúlegt oft þegar við heyrum þessi gömlu lög hvað þau eru "current" í dag þó ýmsu þurfi oft að breyta örlítið. Sem dæmi verður ekki mikið um "DJ-skratz" o.þ.h eins og mörg okkar laga innihéldu hér áður fyrr heldur verður því haldið í lágmarki og jafnvel skipt út fyrir annað. En þroski okkar bæði sem manneskjur sem og tónlistarmenn og flytjendur gefa þessum gömlu lögum ákveðna vikt og algjörlega nýtt líf."

Er eitthvað sérstakt sem þið viljið að komi fram um verkefnið?

„Við biðlum til fólks af algjörri auðmýkt enda er þetta alls ekki ókeypis að gera loksins plötuna okkar og á þann hátt sem við kjósum. Margt smátt gerir eitt stórt, svo sannarlega. Til þess að aðstoða okkur við gerð plötunnar höfum við fengið til liðs við okkur einvala lið, bæði hvað varðar sjálfar upptökurnar sem og útsetningar sem skiptir gríðarlegu máli. Við tökum okkur dágóðan tíma í verkið og viljum skila af okkur plötu sem við getum allir verið stoltir af um ókomna tíð. Við setjum miklar kröfur á okkur sjálfa við gerð þessarar plötu og fólk verður mjög líklega ekki svikið af hvorki henni né svo útgáfutónleikunum okkar sem við munum halda samhliða útgáfunni og verða allir hinir glæsilegustu.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í útgáfunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk